32021R0664

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/664 of 22 April 2021 on a regulatory framework for the U-space
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 116/2023
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar um regluramma fyrir U-loftrýmið. U-loftrýmið, eða u-space, er tiltekið svæði í loftrými hvers ríkis þar sem boðið er upp á ýmis konar þjónustu og sérstakar reglur gilda til að gera umferð og starfrækslu dróna örugga. Markmiðið með gerðinni er að setja fram skilvirkar og samþættar reglur og verklagsreglur um starfsemi ómannaðra loftfarskerfa (UAS) í U-loftrýminu í þágu öryggis.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar um regluramma fyrir U-loftrýmið. U-loftrýmið, eða u-space, er tiltekið svæði í loftrými hvers ríkis þar sem boðið er upp á ýmis konar þjónustu og sérstakar reglur gilda til að gera umferð og starfrækslu dróna örugga. Markmiðið með gerðinni er að setja fram skilvirkar og samþættar reglur og verklagsreglur um starfsemi ómannaðra loftfarskerfa (UAS) í U-loftrýminu í þágu öryggis. Efnisútdráttur: Í þessari reglugerð er kveðið á um lágmarkskröfur til starfsemi ómannaðra loftfarskerfa (UAS) í U-loftrýminu. Settar eru samræmdar reglur fyrir starfsemi kerfanna, ákvæði um samræmda þjónustu sem veitt er fyrir þá sem reka kerfin og um samræmda þjónustu.Í reglugerðinni er m.a. mælt fyrir um sameiginlega vottunaráætlun, e. common certification scheme, um vottun þjónustuveitenda í U-loftrýminu og um reglur sem snúa að eftirliti með því að þjónustuveitendur uppfylli kröfur. Lögbær yfirvöld skulu í þessu sambandi fara eftir kröfum í reglugerð (ESB) 2018/1139. Reglugerðin gildir ekki um loftför sem rekin eru í hernaði, við tollgæslu, löggæslu, leit og björgun og slökkvistarf, landamæraeftirlit og strandgæslu eða sambærilega starfsemi sem unnin er í almannaþágu. Aðildarríki geta þó ákveðið að reglurnar gildi sbr. 6. mgr. 2. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1139.Helstu efnisatriði: Reglugerðin kveður á um reglur og verklagsreglur um örugga starfsemi UAS-kerfa í U-loftrýminu og um örugga aðlögun að annarri flugstarfsemi og um veitingu U-loftrýmisþjónustu.Reglugerðin gildir innan landfræðilegra svæða fyrir ómönnuð loftför sem aðildarríkin hafa skilgreint sem U- loftrými og um: - Rekstraraðila ómannaðra loftfarskerfa (UAS) - Þjónustuveitendur U- loftrýmisins - veitendur samræmdrar  upplýsingaþjónustu Reglugerðin gildir ekki um ómönnuð loftfarskerfi:- innan ramma flugvélamódela og -samtaka sbr. 16. gr. reglugerðar (ESB) 2019/947. - í undirflokki A1 í opnum flokki að því er varðar loftför með hámarks flugtaksmassa undir 250g – sem ná hámarkshraða 19 m/s og uppfylla kröfur skv. reglugerðum (ESB) 2019/945 og (ESB) 923/2012. Í 2. gr. reglugerðarinnar eru settar fram viðbótar skilgreiningar við þær sem kveðið er á um í reglugerðum (ESB) 923/2012 og (ESB) 2017/373, (ESB) 2019/945 og (ESB) 2019/947 og eiga einnig við um þessa gerð. Í 2. kafla reglugerðarinnar eru ítarlegar reglur sem gilda um U loftrýmið og upplýsingaþjónustu vegna þess. Í 3. kafla eru ákvæði sem snúa að rekstraraðilum ómannaðra loftfarskerfa (UAS operators) og þjónustuaðilum U-loftrýmis.Í 4. kafla eru ákvæði um net-auðkenningarþjónustu (network identification service), rýmisvitunadarþjónustu (geo-awareness service), flugleyfaþjónustu (UAS flight authorisation service), umferðarupplýsingaþjónustu (traffic information service), veðurupplýsingaþjónustu (weather information service) og þjónustu varðandi vöktun á samræmi (conformance monitoring service). Þá er í 5. kafla settar fram reglur um vottun U-loftrýmis þjónustuaðila og veitendur samræmdrar upplýsingaþjónustu sem og ákvæði er snúa að umsóknum, skilyrðum  og gildi skírteina. Þá kveður gerðin á um verkefni og skyldur lögbærra yfirvalda vegna ómannaðra loftfarskerfa, U-loftrýmis og þjónustu tengdri því. Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Með reglugerðinni fylgja ný verkefni fyrir Samgöngustofu. Í því felst m.a. að koma á stofn skráningarkerfi fyrir þá sem veita þjónustu í U-loftrými og samræmdrar upplýsingaþjónustu; ákvarða umfang upplýsinga sem skal gera aðgengilegar vegna U-loftrýmis, tryggja upplýsingaskipti milli viðkomandi aðila, koma á stofn kerfi fyrir umsóknir og vottun þjónustuaðila, koma á samskiptum við hagaðila, innanlands og utan, tryggja upplýsingaveitu þjónustuaðila í öryggisskyni, votta og sinna eftirliti með þjónustuaðilum og rekstraraðilum, skilgreina U-loftrými og framkvæma áhættumat í því samhengi og vakta notkun rýmanna. Koma þarf á laggir þjónustuveitingu U-loftrýma og samræmdri upplýsingaþjónustu.  Slíkir þurfa að fá vottun frá SGS í samræmi við kröfur reglugerðar.Ekki er ljóst hver eftirspurn verður eftir því að verða U-loftrýmis þjónustuveitandi né þjónustuveitandi samræmdra upplýsinga en fram hefur komið að áhugi er til staðar hjá Isavia ANS en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Ljóst má vera að verkefnið er gríðarstórt í byrjun. Umfang mun ekki skýrast fyrr en að lokinni greiningu á þörfum þeirra sem nota dróna. Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 57. gr. a. (ath. hvort falli undir), sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með nýrri reglugerð.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn töluverður. Ný verkefni fyrir Samgöngustofu. M.a. að skilgreina U-rýmis loftrými, framkvæma áhættumat í því samhengi og vakta notkun rýmanna. Votta og hafa eftirlit með U-rýmis þjónustuveitendum, votta og hafa eftirlit með veitendum samræmdrar upplýsingaþjónustu.Ákvarða umfang upplýsinga sem gera skal aðgengilegar vegna U-rýmis loftrýma, tryggja upplýsingaskipti milli viðkomandi aðila, koma á samskiptum við hagaðila innanlands og utan.Ekki er ljóst hver eftirspurn verður eftir því að verða U-loftrýmis þjónustuveitandi né þjónustuveitandi samræmdra upplýsinga en fram hefur komið að áhugi er til staðar hjá Isavia ANS.  Ljóst má vera að verkefnið er gríðarstórt í byrjun en umfang mun ekki skýrast fyrr en að lokinni greiningu á þörfum og vilja dróna-rekenda, t.d. að því er varðar hvort um verði að ræða einn eða marga U-rýmis þjónustuveitendur. Tilgreining á hagsmunaaðilum: Isavia ANS, rekstraraðilar dróna, Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES:Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða:Tilvísanir í reglugerðir (ESB) sem hafa ekki verið  teknar upp í EES-samninginn; - reglugerð (ESB) 2018/1139- reglugerði (ESB) 2019/945 og 2019/947- reglugerð (ESB) 2021/665 - reglugerð (ESB) 2021/666Ekki metin þörf á aðlögunum. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 57. gr. a. (ath. hvort falli undir), sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með nýrri reglugerð.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0664
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 139, 23.4.2021, p. 161
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 81
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02295, 9.11.2023