32021R0665
Commission Implementing Regulation (EU) 2021/665 of 22 April 2021 amending Implementing Regulation (EU) 2017/373 as regards requirements for providers of air traffic management/air navigation services and other air traffic management network functions in the U-space airspace designated in controlled airspace


Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/665 frá 22. apríl 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/373 að því er varðar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar í U-rýmis loftrými sem afmarkað hefur verið innan flugstjórnarrýmis
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 116/2023 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Markmið með gerðinni er að gera nauðsynlegar breytingar á reglugerð (ESB) 923/2012 í þeim tilgangi að starfrækja megi mönnuð loftför sem eru ekki háð flugstjórnarþjónustu á öruggan hátt samhliða ómönnuðum loftförum í U-space loftrýminu. Minni háttar áhrif. Óverulegur kostnaður.
Nánari efnisumfjöllun
Markmið sem að er stefnt: Markmið með gerðinni er að tryggja öryggi með því að setja fram samhæfðar kröfur milli flugumferðarþjónustuaðila og U-loftrýmis þjónustuaðila með því að gera breytingar á starfsleyfisreglugerð ATM/ANS. Aðdragandi: Í reglugerð (ESB) 2017/373 er mælt fyrir um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu (ATM/ANS) og aðrar netaðgerðir. Með reglugerð (ESB) 2021/664 kom fram sá möguleiki að U- loftrými sé skilgreint innan loftrýmis mannaðra loftfara. Til að tryggja öryggi þarf að breyta reglugerð (ESB) 2017/373 um nauðsynlegar kröfur um samhæfingu milli flugumferðarþjónustuaðila og U-loftrýmis þjónustuaðila. Efnisútdráttur: Um er að ræða framkvæmdareglugerð (ESB) 2021/665 um breytingu á reglugerð 2017/373. Breytingarnar eru gerðar í þeim tilgangi að tryggja öryggi og snúa að því að setja fram nauðsynlegar kröfur um samhæfingu milli flugumferðarþjónustuaðila og U-loftrýmis þjónustuaðila.Koma skal á sérstökum verklagsreglum og samskiptastöðlum milli viðeigandi flugumferðarþjónustueininga, þjónustuaðila U-loftrýmis og rekstraraðila UAS kerfa þar sem það á við. Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerð verður krafa til flugumferðaþjónustuveitanda að hann tryggi upplýsingagjöf varðandi hefðbundin loftför sem fljúga innan U-loftrýmis til að tryggja upplýsingaskipti milli veitandans og U-loftrýmis þjónustuveitanda og veitanda samræmdra upplýsinga (CIS). Með vísan í áhrifamat á rg. (ESB) 2021/664 þá hefur Isavia ANS lýst yfir áhuga á að verða U-loftrýmis- og CIS þjónustuveitandi og því hugsanlega verður hér um einn og sama aðilann að ræða. Óháð því hver verður U-loftrýmisþjónustuveitandi og/eða CIS-veitandi þá er um óverulegar auknar kröfur á veitanda flugumferðarþjónustu að ræða.Lagastoð fyrir innleiðing gerðar: Lagastoðin er 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 720/2019 um um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og eftirlit með þeim.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur. Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: Isavia ANS og rekstraraðilar drónaÞörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Reglugerðin breytir reglugerð (ESB) 2017/373 sem var tekin upp í EES-samninginn með aðlögunum. Tilvísanir í ákvæði sem hafa ekki verið tekin upp í EES-samninginn 1. gr.) Tilvísun í reglugerð (ESB) 2021/664 sem hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn og (ESB) 2018/1139.Commission Implementing Regulation (EU) 2021/666 of 22 April 2021 amending Regulation (EU) No 923/2012 as regards requirements for manned aviation operating in U-space airspace.Lagastoð: 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing með breytingu á reglugerð nr. 770/2010 um flugreglur – nema, eins og áður segir, ákvörðun um beitingu (ESB) 923/2012 hefur verið hrint í framkvæmd.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Lagastoðin er 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 720/2019. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Innan fjárhagsáætlunar |
---|
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Innviðaráðuneytið |
---|---|
Ábyrg stofnun | Samgöngustofa |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32021R0665 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 139, 23.4.2021, p. 184 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
Samþykktardagur i ESB |
---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 81 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2023/02295, 9.11.2023 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Græn: Innleitt |
---|---|
Viðeigandi lög/reglugerði |