32021R0696

Regulation (EU) 2021/696 of the European Parliament and of the Council of 28 April 2021 establishing the Union Space Programme and the European Union Agency for the Space Programme and repealing Regulations (EU) No 912/2010, (EU) No 1285/2013 and (EU) No 377/2014 and Decision No 541/2014/EU
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13.07 Annað
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 319/2021
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í tillögunni er gert ráð fyrir stofnun Evrópusambandsstofnunar geimverkefna, the European Union Agency for the Space Programme, sem taki við af og útvíkki hlutverk Eftirlitsstofnunar evrópska, hnattræna gervihnattaleiðsögukerfisins, GSA eða European GNSS Supervisory Authority. Allar áætlanir sem þegar eru í geimnum af hálfu ESB verði sett undir stofnunina, þ.e. EGNOS, Galileo, Copernicus og SST. Þá er bætt við nýrri áætlun um fjarskiptakerfi stjórnvalda, GOVSATCOM. Gert er ráð fyrir að þær áherslur og skipulag sem þegar eru til staðar haldist en einnig bætt við nýjum áherslum. Settar eru fram sameiginlegar reglur um þá hluti sem eru sameiginlegir og sérreglur fyrir ýmislegt sem er mismunandi. Í nýlegri geimáætlun ESB er gert ráð fyrir meiri fjárfestingum í geim starfsemi. Gert er ráð fyrir að meira verði unnið að því að laga starfsemi ESB í geimnum að nýjum þörfum og nýrri tækni. Á meðan verði unnið að því að styrkja rétt Evrópusambandsins til aðgangs að geimnum.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Þessi tillaga sem hér er sett fram byggir á annars vegar á Space Strategy for Europe frá árinu 2016 og hins vegar á Industrial Policy Strategy sem framkvæmdastjórnin setti fram árið 2017.
Geimtækni, gögn um geiminn og þjónusta sem veitt er með því að nota hann hefur orðið nauðsynlegur hluti af daglegu lífi Evrópubúa. Geimurinn er jafnframt orðinn það mikilvægur að hann hefur áhrif á það hvernig Evrópusambandið gætir hagsmuna sinna og gerir áætlanir sínar. Í krafti mikilla fjárfestinga hefur sambandið forskot í starfsemi í geimnum. Evrópskur geimiðnaður er einn af þeim sem er hvað mest samkeppnishæfur. Engu að síður er margs að gæta; nýjar áskoranir og nýir keppendur á markaði.
Í nýrri geimáætlun ESB er gert ráð fyrir meiri fjárfestingum í geim starfsemi. Gert er ráð fyrir að meira verði unnið að því að aðlaga starfsemi ESB í geimnum að nýjum þörfum og nýrri tækni. Á meðan verði jafnframt unnið að því að styrkja sjálfstæðan rétt Evrópusambandsins til aðgangs að geimnum.
Meira en 10% af GDP, vergri þjóðarframleiðslu, Evrópusambandsins byggir þegar á þjónustu sem veitt er með starfsemi í geimnum. Miklar fjárfestingar af hálfu Evrópusambandsins hafa gert mögulegan árangur sem Evrópusambandsríkin hefðu ekki getað náð hvert í sínu lagi. Betur má ef duga skal. Gögn um geiminn og starfsemi í honum geta orðið til þess að iðnaður sem rekinn er innan landamæra ESB muni verða leiðandi í þróun internets hlutanna, e. internet of things og akstri sjálfsstýrðra bifreiða. Þá munu gögn um geiminn geta orðið til þess að hægt sé að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda með meiri nákvæmni en áður. Það mun verða til þess að hægt verður að grípa til áhrifameiri aðgerða en hingað til.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að öll sú starfsemi sem þegar er í geimnum af hálfu ESB verði sett undir einn hatt. Auk þess sem bætt er við nokkrum nýjum þáttum. Gert er ráð fyrir að þær áherslur og það skipulag sem þegar eru til staðar haldist en jafnframt er bætt við nokkrum nýjum áhersluþáttum. Settar eru fram sameiginlegar reglur um þá hluti sem eru sameiginlegir og sérreglur fyrir ýmsa hluta sem eru mismunandi.
Hin nýja áætlun mun auka aðgang nýrra fyrirtækja að áhættufjármagni. Um leið mun framkvæmdastjórnin kanna að setja á fót sjóði til að hjálpa til við fjármögnun innan InvestEU áætlunarinnar. Auðvelda á aðgang að prófunar og vinnsluaðstöðu fyrir sprotafyrirtæki og efla vottun og stöðlun. Í áætluninni mun verða samþætting við Horizon Europe áætlunina til að tryggja samvinnu milli geimtengdra rannsókna af ýmsu tagi.
Halda á aðgangi að geimnum óháðum, áreiðanlegum og á viðráðanlegu verði. Sjálfstæði Evrópu í þeim efnum er sérlega mikilvægt í tengslum við mikilvæga innviði, tækni, öryggi og varnir. Auka á framboð af tækni sem notuð er til að koma tækjum út í geiminn, e. launch services.
Með einföldu og sameiginlegu stjórnkerfi vill Evrópusambandið tryggja að sú aukning sem verður í fjárfestingum verði studd með öflugri ákvarðanatöku. Því þurfa allar aðgerðir í geimnum að liggja fyrir tímasettar og gert ráð fyrir fjármagni til þeirra. Framkvæmdastjórnin mun áfram sjá um heildaráætlunina.
Nánar um einstakar áætlanir gerðarinnar:
Vöktun: Ísland er þáttakandi í Copernicus áætluninni sem er áætlun Evrópusambandsins um vöktun jarðarinnar. Henni er ætlað að tryggja sjálfstæði Evrópusambandsins í geimvísindum og stöðu þess í fararbroddi við umhverfisvöktun, neyðarstjórnun, stuðningi við landamæravörslu og öryggi á sjó. Ný verkefni í Copernicus áætluninni, svo sem að fylgjast með losun gróðurhúsalofttegunda, munu gera ESB kleift að verða í fararbrodd í baráttunni gegn umhverfisbreytingum í samræmi við skuldbindingar Parísar samningnum. Copernicus gagna- og upplýsinga þjónustan mun gera það mun auðveldara fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að nýta sér það sem áætlunin hefur upp á að bjóða, m.a. til að þróa ný tæki. Copernicus áætlunin heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Gervihnattarleiðsaga: Þátttöku Íslands í verkefnum á sviði gervihnattaleiðsögu, Galileo, EGNOS og stofnunar ESB á sviði gervihnattarleiðsögu Eftirlitsstofnun evrópska, hnattræna gervihnattaleiðsögukerfisins, GSA, var frestað eftir bankahrunið. Þátttaka í þessum verkefnum verður sífellt mikilvægari fyrir Ísland vegna margskonar hagnýtingar tækninnar. Þannig hefur Isavia nýverið náð samkomulagi við GSA um hagnýtingu á EGNOS kerfinu til aðflugs á flugvöllum á austari hluta landsins en bæta þarf áreiðanleika kerfisins á vestari hluta landsins. Til lengri framtíðar litið gegna þessi kerfi mikilvægu hlutverki við ákvörðun staðsetningar s.s. í samgöngum fyrir sjálfkeyrandi farartæki.
Vöktun geimsins: SST, e. Space Surveillance and Tracking er hluti Space Situational Awareness áætlunarinnar, SSA. SST er ætlað að draga úr hættu á árekstrum í geimnum og fylgjast með þegar hlutir úr geimnum koma aftur til jarðar. Undir formerkjum SSA áætlunarinnar er síðan ætlunin að taka á hættum í geimnum í tengslum við virkni sólar, smástirni og halastjörnur. Reglugerðin um SST er frá 2014. Hún var á sínum tíma talin falla utan gildissviðs EES-samningsinsog því er hér um nýtt verkefni fyrir EFTA þjóðirnar að ræða.
Nýtt samskiptakerfi stjórnvalda: Governmental Satellite Communication GOVSATCOM er nýtt verkefni sem mun sjá aðildarríkjum fyrir áreiðanlegu, öruggu og ódýru gervihnatta sambandi sem notað verður við vinnu lögreglu á landamærum, við vinnu stjórnar erindreka, við almannavarnir á hættutímum, til stjórnunar og eftirlits á innviðum og við inngrip sem gera þarf vegna mannúðarmála.
Fjárhagsáætlun Evrópusambandsins við geimáætlunina: Á fjárhagstímabilinu 2021-2027 ætlar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að nota 16 milljarða evra til að viðhalda og jafnvel auka forskot Evrópusambandsins í rannsóknum á geimnum. Framkvæmdastjórnin mun verja þeim fjármunum með þessum hætti:
Veita á 9,7 milljörðum evra til Galileo- og EGNOS- kerfanna. Féð er ætlað til að fjármagna áframhaldandi fjárfestingar í verkefnum og innviðum. Hluti fjárins fer í að þróa nákvæmt staðsetningar merki og styðja við markaðssetningu leiðsöguþjónustunnar. Það mun nýtast við vinnu við sjálfkeyrandi bifreiðar, internet hlutanna, þróun snjallsíma og við umferðarstjórnun.
Veita á 5,8 milljörðum evra í Copernicus áætlunina.
Veita á 500 milljónum evra til að þróa íhluti í öryggiskerfi.
Gert er ráð fyrir að hlutur EFTA-ríkjanna yrði 452,8 milljónir evra fyrir tímabilið 2021-2027. Skipting á milli áætlana og hlutur Íslands er áætlaður með þessum hætti:.
Áætlanir Framlag EFTA Framlag Íslands Þús
2021 -2027 áætlað € áætlað € króna
Galileo / EGNOS 274.510.000 15.520.000 2.013.875
Copernicus 99.509.875 9.280.000 1.204.173
Space Security (GOVSATCOM) 3.109.684 800.000 103.808
European Space Programme 452.800.000 25.600.000 3.321.856
Miðað er við sölugengi evru hjá Seðlabanka Íslands 24.9.2018, eða 129,76 kr og skiptihlutfall kostnaðar milli ríkja EFTA fyrir árið 2019. Á þessu stigi er ekki hægt að segja fyrir um það nákvæmar hvernig dreifing fjárframlaga yrði. Árlegt framlag Íslands yrði þá frá um 3,4 milljónum evra upp í um 3,9 milljónir evra. Miðað við gengi evru yrði það 446 milljónum íslenskra króna að 503 milljónum íslenskra króna.
Ekki er hægt á þessu stigi að slá því föstu hvort hægt sé að taka þátt í einstökum áætlunum. Það hefur þó verið hægt hingað til. Ólíklegt er að hægt verði að taka þátt í einstökum hlutum tiltekinna áætlana.
Vinna sem stutt er við: Gerð tækja, þróun tækni og að koma á fót aðstöðu til að auðvelda starfsemi í geimnum eða gera hana ódýrari. Þá er hægt að fá stuðning til að auðvelda ýmis konar vöktun svo sem vöktun umhverfisins auk þess sem hægt er að fá stuðning við gerð tækni sem gerir notkun og nýtingu innviða betri. Sú vinna sem stutt er við getur því verið áætlunargerð, tilraunir af ýmsum toga, þróun tölfræði og þjálfun.
Gildandi gerðir Evrópusambandsins: Eins og er gilda eftirfarandi reglugerðir og ákvarðanir um aðgerðir og áætlanir Evrópusambandsins í geimnum:
Regulation (EU) No 1285/2013 of the European Parliament and of the Council on the implementation and exploitation of the European satellite navigation systems, Galileo and EGNOS;
Regulation (EU) No 377/2014 of the European Parliament and of the Council establishing the Copernicus Programme;
Decision No 541/2014/EU of the European Parliament and of the Council establishing a Framework for Space Surveillance and Tracking Support (SST);
Regulation (EU) No 912/2010 of the European Parliament and of the Council setting up the European GNSS Agency;
Decision No 1104/2011/EU of the European Parliament and of the Council on the rules for access to the public regulated service provided by the Galileo system;
Council Decision 2014/496/CFSP on aspects of the deployment, operation and use of the Galileo
Gerðir sem falla úr gildi: Með tillögunni sem hér um ræðir eru felldar úr gildi eftirfarandi gerðir:
Regulation (EU) No 1285/2013 of the European Parliament and of the Council on the implementation and exploitation of the European satellite navigation systems, Galileo and EGNOS,
Regulation (EU) No 377/2014 of the European Parliament and of the Council establishing the Copernicus Programme,
Decision No 541/2014/EU of the European Parliament and of the Council establishing a Framework for Space Surveillance and Tracking Support (SST)
Regulation (EU) No 912/2010 of the European Parliament and of the Council setting up the European GNSS Agency.
Þátttaka EFTA-ríkjanna: Ísland og Noregur taka þátt í Copernicus áætluninni. Noregur tekur þátt í Galileo og EGNOS áætlununum og áætluninni um European GNSS Agency. Þátttök Íslands var frestað í kjölfar bankahrunsins og er ekki hafin.
Ákvörðun nr. 541/2014/EU of the European Parliament and of the Council establishing a Framework for Space Surveillance and Tracking Support (SST) hefur verið talin falla utan EES-samningsins og er ekki talin með hér.
Tillagan hefur ekki áhrif á ákvörðun nr. 1104/2011/EU, sem gildir áfram um tiltekna þjónustu sem veitt er með Galileo-kerfinu, e. the Public Regulated Service, PRS.
Ákvarðanir 1104/2011/EU og 2014/496/CFSP hafa ekki verið teknar inn í EES-samninginn þar sem innleiðinga ákvarðanir sem um áætlanir e. programmes eru alla jafna ekki teknar inn í EES-samninginn.
Lagastoð: Lagastoð er í lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993. Ákvörðunin kallar ekki á lagabreytingar. Hér er um að ræða verkefni sem EES-þjóðir ráða hvort þær taka þátt í. Gerðin mun lenda í protokol 31. Því þarf ekki að innleiða hana sérstaklega.
Umsögn: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið telur mikilvægt fyrir Ísland að taka þátt í geimáætlun ESB. Á verksviði ráðuneytisins er mikilvægt að bæta dekkningu EGNOS kerfisins yfir Íslandi og að geta haft áhrif á uppbyggingu gervihnattaleiðsögukerfanna, nákvæmni og áreiðanleika þeirra.
ATH. Hafa verður í huga að Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, er ekki ESB stofnun heldur alþjóðleg stofnun og því snýr þessi gerð ekki að henni.


Lagastoð er að finna í lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993. Hér er um að ræða endurskipulagningu verkefna sem EES-þjóðir ráða hvort þær taka þátt í. Ísland er þegar þáttakandi í einu verkefnanna, Copernicus og gert er ráð fyrir þátttökua Íslands í verkefnum á sviðum gervihnattarleiðsögu sem var þó slegið á frest við bankahrunið. Einnig er um ný verkefni að ræða. Gert er ráð fyrir að gerðin lendi í protokol 31 en þar með þarf ekki að innleiða hana sérstaklega.




Enn er hluti draga að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í hornklofum. Það þarf að taka ákvörðun um í hve miklum hluta áætlunarinnar Ísland tekur þátt í og síðan ganga frá ákvörðuninni.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0696
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 170, 12.5.2021, p. 69
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 447
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 29.2.2024, p. 61
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/526, 29.2.2024