Tillaga um ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins til breytingar á ákvörðun 1313/2013 um almannavarnakerfi Evrópusambandsins - 32021R0836

Regulation (EU) 2021/836 of the European Parliament and of the Council of 20 May 2021 amending Decision No 1313/2013/EU on a Union Civil Protection Mechanism

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 269/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða þátttöku í samstarfsáætlun Evrópusambandsins á sviði almannavarna 2021-2027 (Union Civil Protection Mechanism). Ákvörðun Evrópuþingsins og -ráðsins nr. 1313/2013/EU um áætlunina var breytt í lok tímabilsins (2019) og breyting nefnd RescEU tekin inn í áætlunina og fjárframlög hækkuð vegna aðkallandi aðstæðna í aðildarríkjunum, þ.á.m. mikilla skógarelda. Árið 2020 voru fjárframlög til yfirstandandi áætlunar hækkuð á ný vegna aðgerða í Covid-19 heimsfaraldrinum. Meginbreytingin með RescEU er að Evrópusambandið mun taka þátt í kaupum á björgum með aðildarríkjunum til að takast á við þessar hamfarir, t.d. þyrlur, flugvélar og annan búnað, sem löndin þurfa umfram eigin búnað og búnað annarra þáttökuríkja (European Civil Protection Pool). Áhersla er lögð á að styrkja getu ríkjanna til að takast á við skilgreindar hamfarir og mun fjármagni úr áætluninni verða veitt til aðildarríkjanna til þess að taka þátt í að kaupa nauðsynlegar viðbótar bjargir.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið UCPM er að styrkja samstarf meðal þátttökuríkja Evrópusambandsins í almannavörnum og samhæfa aðgerðir þeirra. Markmiðið er að auka varnir, viðbúnað og viðbrögð vegna náttúruhamfara og annarra hamfara og vera til staðar fyrir aðildarríkin með aðstoð og bjargir við neyðarástand.Ísland hefur tekið þátt í áætluninni tímabilið 2014 – 2020. Ákvörðun Evrópuþingsins og -ráðsins nr. 1313/2013/EU um áætlunina var breytt í lok tímabilsins (2019) og breyting nefnd RescEU tekin inn í áætlunina og fjárframlög hækkuð vegna aðkallandi aðstæðna í aðildarríkjunum, þ.á.m. mikilla skógarelda víða. Árið 2020 voru síðan fjárframlög til yfirstandandi áætlunarinnar hækkuð á ný vegna aðgerða í Covid-19 heimsfaraldrinum.
Með RescEU eru alvarlegar hamfarir skilgreindar í aðildarríkjunum og viðbragðsgeta skoðuð og forgangsraðað. Megin breytingin með RescEU er að Evrópusambandið mun í gegnum áætlunina taka þátt í kaupum á björgum með aðildarríkjunum til að takast á við þessar hamfarir, t.d. þyrlur, flugvélar og annan búnað, sem löndin þurfa umfram eigin búnað og búnað annarra þáttökuríkja (European Civil Protection Pool). Áhersla er lögð á að styrkja getu ríkjanna til að takast á við skilgreindar hamfarir og mun fjármagni úr áætluninni verða veitt til aðildarríkjanna til þess að taka þátt í að kaupa nauðsynlegar viðbótar bjargir. Ákveðið var að til að byrja með verði forgangur á viðbrögðum vegna skógarelda. Á næsta tímabili verða viðbrögð við CBRNE (hættulegum efnum) og heilbrigðishamförum tekin fyrir. Bjargirnar verða staðsettar með landfræðilega dreifingu í huga, í norður Evrópu, suðuraustur Evrópu, austur Evrópu og suður Evrópu. Samhæfing viðbragða við Covid-19 heimsfaraldrinum hjá ESB fer fram á vettvangi áætlunarinnar og voru stöðufundir í fjarfundi haldnir reglulega með þátttökuríkjunum. Á vettvangi áætlunarinnar hefur ESB stutt aðildarríki við innkaup á nauðsynlegum lækningavörum með 90% fjárstuðningi með RescEU fjármögnun. Vörurnar eru þannig til staðar fyrir öll þátttökuríki og verða nýttar þar sem skortur er og er hækkun á framlögum til UCPM liður í fjármögnun á þessum stuðningi. UCPM skipulagði einnig tugi flugferða til að sækja borgara ESB sem voru strandaðir vegna ferðatakmarkana vegna faraldursins víðs vegar um heiminn og fluttu þá til síns heima. Ísland nýtti sér slíka ferðastyrki.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Dómsmálaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0836
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 185, 26.5.2021, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 220
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 17, 22.2.2024, p. 79
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/488, 22.2.2024