32021R0850

Commission Regulation (EU) 2021/850 of 26 May 2021 amending and correcting Annex II and amending Annexes III, IV and VI to Regulation (EC) No 1223/2009 of the European Parliament and of the Council on cosmetic products

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.16 Snyrtivörur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 294/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerðinni er verið að breyta reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur. Breytingar fela í sér að leiðrétta skrá í II. viðauka með því að fella niður seinni færsluna af tveim þar sem efni var tvískráð og einnig að uppfæra skrár í II.,III.,IV og VI. viðaukum við reglugerðina í samræmi við hættuflokkun efna sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hafa eiturhrif á æxlun (CMR) samkvæmt reglugerð (EB) no.1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.

Nánari efnisumfjöllun

Með reglugerðinni er verið að breyta reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur.
Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur eru efni sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hafa eiturhrif á æxlun (CMR) í undirflokki 1A, 1B eða flokki 2 skulu vera bönnuð í snyrtivörum nema að þau falli undir undantekningar sem eru tilgreindar í seinni setningu 1.mgr. 15. gr.eða í annarri undirmálsgrein 2. mgr. 15. gr. í áðurnefndri reglugerð.
Í samræmi við framselda reglugerð (ESB) 2020/2017, sem kemur til framkvæmda þann 1. október 2021, þá eru efni flokkuð sem CMR efni samkvæmt hættuflokkun í samræmi við reglugerð (EB) no. 1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna einnig bætt við eða fjarlægð af listum um efni sem eru bönnuð eða háð takmörkunum í viðaukum II. til VI. í reglugerð (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur.

a) Títaníum díoxíð í duftformi með 1% eða meira af ögnum með loftaflfræðilegt þvermál ≤ 10 μm er flokkað sem krabbameinsvaldandi í flokki 2 (innöndun) og verður því takmörkunum háð og bætt við á lista í III. viðauka í reglugerð (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur og texta varðandi takmarkanir í III. viðauka verður einnig bætt við aðra viðauka reglugerðarinnar þar sem títaníum díoxíð er á lista n.t.t IV. viðauka (leyfileg litarefni) og VI. viðauka (leyfilegar útblámasíur).

b) Önnur efni sem flokkuðust sem CMR efni eru kóbalt, metaldehýð (ISO), methylmercuric chloride, bensó[rst]pentafen, díbensó[b,def]krýsen; díbensó[a,h]pýren, etanól, 2,2'-iminobis-,N-(C13-15-greinótt og línulegalkýl) derivs, sýflúmetófen (ISO), díísóhexýl þalat, halósúlfúrónmetýl (ISO), 2-metýlimídasól, metaflúmísón (ISO), díbútýlbis(pentan-2,4-díonato-O,O’)tin, nikkel bis(súlfamíðat), 2-bensýl-2-dímetýlamínó-4′- morfólínóbútýrófenón ogetýlen oxíð og er þeim bætt við II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1223/2009, fyrir utan nikkel bis(súlfamidate), etýlen oxíð and 2-benzýl-2-dímetýlamínó-4′- morfólínóbútýrófenón sem eru þegar á lista í II. viðauka yfir bönnuð innihaldsefni í snyrtivörum.

c) Til samræmingar er færslu 98 í III. viðauka í reglugerð (EB) nr. 1223/2009, varðandi efnið salisýlsýru (bensósýra, 2-hýdroxý-) á þann veg að salisýlsýra er leyfilegt í líkamskremi, augnskugga, maskara, augnlínublýanti/pensil, varalit og svitalyktaeyði með kúlu (roll-on) upp að 0,5% hámarksstyrk.

d) Efnið nikkel bis(tetraflúoróbórat) (CAS number: 14708-14-6) var fyrir mistök tvískráð í II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1223/2009 og er því seinni færslunni af tveim eytt.
Tólf nýjum færslum er bætt við og einni færslu er eytt í II. viðauka og breytingar gerðar í III., IV. og VI. viðaukum við reglugerð (ESB) nr. 1223/2009 í samræmi við framangreint.
Reglugerðin tekur gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og kemur til framkvæmda 1. október 2021 varðandi atriði (1), (2)(b), (3) og (4) í viðauka við reglugerðina.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Alþingi hefur lokið mati sínu Á ekki við
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 577/2031 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð um breytingu á II., III., IV., og VI. viðaukum við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur hér á landi. Reglugerðin er innleidd með tilvísunaraðferð.
Lagastoð er að finna í 7. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfis- og orkustofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0850
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 188, 28.5.2021, p. 44
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 29.2.2024, p. 26
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/550, 29.2.2024