32021R0876

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/876 of 31 May 2021 laying down rules for the application of Regulation (EC) No 1907/2006 as regards applications for authorisation and review reports for the uses of substances in the production of legacy spare parts and in the repair of articles and complex products no longer produced and amending Regulation (EC) No 340/2008


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/876 frá 31. maí 2021 um reglur um beitingu reglugerðar (EB) nr. 1907/2006 að því er varðar umsóknir um leyfi og endurskoðunarskýrslur varðandi notkun efna við framleiðslu á varahlutum í vörur á útleið og til viðgerða á hlutum og samsettum framleiðsluvörum, sem eru ekki framleidd lengur, og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 340/2008
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 337/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð þessi kemur í framkvæmd 1. mgr. 61. gr., e-lið 4. mgr. og a-lið 5. mgr. 62. gr. reglugerðar (EB) nr. 1906/2006, að því er varðar leyfisumsóknir og endurskoðunarskýrslur fyrir notkun efnis, eitt og sér eða í blöndu, sem skráð er í XIV. viðauka við þá reglugerð. Notkunin nær til framleiðslu „legacy spare parts“ (nýtt hugtak) og viðgerðar á hlutum eða flóknum vörum, sem eru ekki lengur í framleiðslu. Einnig er reglugerð framkvæmdarstjórnarinnar (EB) nr. 340/2008 um gjöld og kostnað sem greiða þarf til Efnastofnunar Evrópu samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1906/2006 (REACH), breytt. Nýjum undirmálsgreinum er bætt við 2. mgr. 8. gr. og inn í 2. mgr. 9. gr. sem tekur til lækkaðs gjalds fyrir leyfisumsóknir fyrir notkun efna í framleiðslu „legacy spare parts“ til viðgerðar á hlutum eða flóknum vörum sem eru ekki lengur framleiddar, sem og í viðgerð á hlutum eða flóknum vörum sem eru ekki lengur framleiddar. Í samræmi við þessar breytingar er VI. og VII. viðauka skipt út.

Nánari efnisumfjöllun

Sett er fram krafa í 1. mgr. 56. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006 um leyfi fyrir markaðssetningu og notkun efna, sem eru á lista yfir sérlega varasöm efni eins og hann er skráður í XIV. viðauka við reglugerðina. Í ákveðnum tilvikum felur reglufylgni við þá kröfu í sér verulega stjórnsýslubyrði á fyrirtæki.

Þann 18. júní 2014 kom fram í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar að einföldun á ferli leyfisveitinga væri til skoðunar fyrir sérstök tilvik. Þann 2. desember 2015 kom fram í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar að lenging líftíma vara með viðgerðum hjálpi til við að koma í veg fyrir sóun. Í ályktun ráðsins á orðsendingunni var framkvæmdastjórninni boðið að kanna hvaða frumkvæði væri hægt að taka á vettvangi Sambandsins í þágu lengingar á líftíma vara, einkum með því að stuðla að framboði varahluta. Í orðsendingu frá framkvæmdastjórninni þann 5. mars 2018 var ein af tilgreindum aðgerðum að einfalda umsóknarferlið fyrir áframhaldandi notkun á sérlega varasömum efnum við framleiðslu á „legacy spare parts“ (nýtt hugtak).

Mikilvægt er að hafa áfram varahluti aðgengilega á markaði og til notkunar, sem og efni og efnablöndur, sem teljast nauðsynlegar fyrir viðgerðir á hlutum eða flóknum vörum sem ekki eru framleiddar eftir lokadagsetningar, sem settar eru fram í XIV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 til að koma í veg fyrir ótímabæra úreldingu þeirra. Skýra ætti kröfur um innihald umsóknar um leyfisveitingu og endurskoðunarskýrslu leyfisveitingar fyrir notkun á efnum, sem eru skráð í viðaukanum og ekki er hægt að nota lengur í framleiðslu varahluta eða til viðgerðar á vörum vegna þess að lokadagur efnanna er liðinn.

Um greiningu á staðgöngukostum, eins og um getur í e-lið 4. mgr. 62. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006, skal álykta að skortur sé á hentugum staðgöngukostum ef hægt er að rökstyðja að hluturinn eða flókna varan sé ekki lengur framleidd eftir lokadaginn, að hluturinn/varan geti ekki virkað eins og ætlast var til án varahlutarins og að ekki sé hægt að framleiða varahlutinn án leyfisskylda efnisins, eða að ekki sé hægt að gera við hlutinn eða flóknu vöruna nema með því að nota efnið. Jafnframt mun notkun efnisins við framleiðslu slíkra varahluta eða til viðgerðar á slíkum hlutum eða flóknum vörum smám saman minnka þar sem fyrirhuguð notkun efnisins er fyrir hlut/vöru sem ekki er framleidd lengur. Einnig má búast við að kostnaður vegna rannsókna og þróunar, prófana, hæfni, og iðnvæðingu mögulegra staðgöngukosta fyrir slíka notkun efnanna muni vera mjög hár í ljósi væntanlegrar minnkandi notkunar á hlutunum/vörunum.

Að sama skapi skal rökstuðningurinn sem sýnir fram á að hluturinn eða flókna varan er ekki framleidd lengur eftir lokadaginn, að hún geti ekki virkað eins og ætlast var til án varahlutarins, og að slíkur varahlutur geti ekki verið framleiddur án efnisins, eða að ekki sé hægt að gera við hlutinn eða flóknu vöruna án þess að nota efnið, teljast nægilegur til að sýna fram á félagshagfræðilegan ávinning af notkun efnisins í félagshagfræðilegu greiningunni, sem vísað er til í a-lið 5. mgr. 62. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006. Ef varahlutir eru ekki tiltækir eða ómögulegt er að gera við hluti eða flóknar vörur, sem ekki eru framleiddar lengur, án viðkomandi efnis myndi það leiða til ótímabærrar úreldingar á þeim hlutum eða flóknum vörum áður en líftíma fyrir notkun þeirra er lokið og því til ótímabærrar förgunar, sem líklega myndi leiða til mikils kostnaðar fyrir rekstraraðila, neytendur eða samfélagið. Ennfremur, er búist við að notkun og magn efnisins, sem notað er í slíka varahluti, muni minnka, sem leiðir til minnkandi áhrifa á heilsu manna og umhverfisins, vegna váhrifa af efninu eða losun þess. Því er viðeigandi að innihald félagshagfræðigreiningarinnar, sem vísað er til í a-lið 5. mgr. 62. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006 sé lagt fram af umsækjanda á hnitmiðuðu máli. Þetta er með fyrirvara um að tekið sé tillit til þeirrar áhættu af notkun efnisins fyrir heilsu manna eða umhverfið og skyldu umsækjanda til að sýna fram á að félagshagfræðilegur ávinningur vegi meira en áhættan.

Með hliðsjón af framangreindu eru ákvæði 1. mgr. 61. gr., e-liðs 4. mgr. og a-liðs 5. mgr. 62. gr. við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 tekin til framkvæmda við umsóknarferlið fyrir leyfisveitingar og endurskoðunarskýrslu fyrir notkun á efni, eitt og sér eða í blöndu, sem skráð er í XIV. viðauka við þá reglugerð við framleiðslu á varahlutum sem falla að skilgreiningum sem nefndar eru hér að ofan.

Umsókn vegna leyfisveitingar skv. 62. gr. reglugerðarinnar vegna notkunar á efni við framleiðslu á „legacy spare parts“ (nýtt hugtak) eða til viðgerða á hlutum eða flóknum vörum, sem ekki eru lengur í framleiðslu, telst fullnægja kröfum ákvæðis e-liðar 4. mgr. greinarinnar ef:
• lýsing og greining á virkni efnisins, og
• rökstuðningur sem sýnir fram á að skilyrðin sem sett eru fram í a- eða b-lið 1. gr. þessarar framkvæmdareglugerðar, eftir því hvort á við, hafa verið uppfyllt.
Að sama skapi telst umsókn vegna leyfisveitingar skv. 62. gr. reglugerðarinnar fullnægja kröfum ákvæðis a-liðar 5. mgr. greinarinnar ef hún inniheldur eftirfarandi:
• Hnitmiðaða lýsingu á áhrifum á heilsu manna eða umhverfi í samræmi við þær upplýsingar, sem koma fram í efnaöryggisskýrslunni;
• hnitmiðaða lýsingu á félagshagfræðilegum ávinningi af notkuninni sem sótt er um leyfi fyrir, þ.á.m. rökstuðning sem sýnir fram á að skilyrðin sem sett eru fram í a- eða b-lið 1. gr. þessarar framkvæmdareglugerðar, eftir því hvort á við, hafa verið uppfyllt;
• niðurstöðu sem byggð er á samanburði á áhættu af notkun efnisins, sem sótt er um leyfi fyrir, eins og lýst er í fyrsta punktinum hér að ofan og ávinningi, eins og lýst er í öðrum punktinum hér að ofan.

Upplýsingarnar, sem taldar eru upp hér að ofan, til að fullnægja kröfum ákvæðis e--liðar 4. mgr. og a-liðar 5. mgr. 62. gr. reglugerðarinnar, sem lagðar eru fram í samræmi við 2. mgr. 64. gr. reglugerðarinnar, ásamt framlagi frá þriðja aðila um mögulega staðgöngukosti skal nægja til þess að meta félagslegan og hagrænan þátt og hentugleika þeirra staðgöngukosta sem tengjast notkun viðkomandi efnis.

Efnastofnun Evrópu skal gera sérstök snið aðgengileg öllum fyrir greiningu á staðgöngukostum og félagshagfræðilegri greiningu sem nota á við gerð umsókna um leyfi, sem og í endurskoðunarskýrslum er varða leyfisveitingar til slíkra nota eigi síðar en 14 dögum eftir gildistöku þessarar reglugerðar.

Með því að útlista nánar um innihald umsókna um leyfi fyrir notkun efnis við framleiðslu á varahlutum, sem notaðir eru til viðgerða eða við viðgerðir á hlutum og flóknum vörum, sem eru ekki lengur í framleiðslu ætti það að leiða til minna vinnuálags hjá Efnastofnuninni við mat á slíkum umsóknum. Gjöld, sem innheimt eru fyrir þessar umsóknir, ættu að endurspegla vinnu Efnastofnunarinnar við mat þeirra. Ef gjöldin eru borin saman við umsóknir um leyfi til annarra nota, ættu þau að vera lækkuð. Af sömu ástæðum ætti að lækka gjöld vegna endurskoðunar leyfisveitinga, sem veitt eru til þessara nota um sama hlutfall. Þannig er nýjum undirgreinum bætt við 2. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 340/2008. Einnig er viðaukum VI og VII skipt út fyrir viðaukann við þessa reglugerð.

Reglugerð þessi mun taka gildi á tuttugasta degi frá birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).

Lagastoð er í 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R0876
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 192, 1.6.2021, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D071311/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 23, 14.3.2024, p. 31
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/659, 14.3.2024