32021R1042

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/1042 of 18 June 2021 laying down rules for the application of Directive (EU) 2017/1132 of the European Parliament and of the Council as regards technical specifications and procedures for the system of interconnection of registers and repealing Commission Implementing Regulation (EU) 2020/2244


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1042 frá 18. júní 2021 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1132 að því er varðar tækniforskriftir og verklagsreglur fyrir samtengingarkerfi skráa og niðurfellingu framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2244
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 22 Félagaréttur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 161/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1042 frá 18. júní 2021 voru gerðar breytingar á tækniforskriftum og verklagsreglum fyrir samtengingakerfi skráa samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1132. Umræddar tækniforskriftir og verklagsreglur voru fyrst settar með framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/884 sem felld hefur verið úr gildi.

Nánari efnisumfjöllun

Með framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/884 frá 8. júní 2015 var kveðið á um nauðsynlegum tækniforskriftir og verklagsreglur fyrir samtengingakerfi skráa sem komið var á með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/101/EB. Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/884 var felld úr gildi með framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2244. Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/2244 hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn en hún er felld úr gildi með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/1042. Framangreindar framkvæmdarreglugerðir kveða á um þá tæknistaðla og verklagsreglur sem Skatturinn, sem starfrækir fyrirtækjaskrá, þarf að viðhafa og innleiða svo hægt sé að veita þær upplýsingar úr fyrirtækjaskrá sem tilskipun (EB) 2009/101/EB, fallin úr gildi, nú tilskipun (ESB) 2017/1132 tekur til, í gegnum samtengingarkerfið sem framkvæmdastjórn ESB hefur sett upp.Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/884 var innleidd í íslenska löggjöf með reglugerð nr. 841/2018 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/884 um að koma á nauðsynlegum tækniforskriftum og verklagsreglum fyrir samtengingarkerfi skráa sem komið var á með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/101/EB. Eins og fyrr segir er framangreind tilskipun frá 2009 fallin úr gildi og er nú kveðið á um samtengingarkerfið í tilskipun (ESB) 2017/1132.Gert er ráð fyrir því að framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/1042 verði innleidd með sama hætti í íslenska löggjöf og framkvæmdareglugerð (ESB) 2015/884.  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Alþingi hefur lokið mati sínu Á ekki við
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gert er ráð fyrir ný reglugerð verði sett og birt í Stjórnartíðindum þar sem gerðin sem um ræðir verður innleidd með tilvísunaraðferð, með stoð í 158. gr., sbr. 2. mgr. 147. gr., laga nr. 2/1995, um hlutafélög, 135. gr., sbr. 2. mgr. 121. gr., laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, og 11. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá. Um leið verði felld úr gildi reglugerð nr. 841/2018 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/884 um að koma á nauðsynlegum tækniforskriftum og verklagsreglum fyrir samtengingarkerfi skráa sem komið var á með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/101/EB.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Atvinnuvegaráðuneyti

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1042
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 225, 25.6.2021, p. 7
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 61, 22.9.2022, p. 126
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 246, 22.9.2022, p. 130