32021R1063

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/1063 of 28 June 2021 approving alkyl (C12-16) dimethylbenzyl ammonium chloride as an active substance for use in biocidal products of product-types 3 and 4


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1063 frá 28. júní 2021 um að samþykkja alkýl(C12-16)-dímetýlbensýlammóníumklóríð sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 3 og 4
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 338/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin felur í sér að samþykkja alkýl(C12-16)-dímetýlbensýlammóníumklóríð, sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 3 og 4 að uppfylltum þeim forskriftum og skilyrðum sem koma fram í viðauka við reglugerðina.

Upphafsdagur samþykkis fyrir virka efninu er 1. nóvember 2022 og lokadagur samþykkis er 31. október 2032.

Reglugerðin tekur gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Nánari efnisumfjöllun

Virka efnið, alkýl(C12-16)-dímetýlbensýlammóníumklóríð (ADBAC/BKC (C12-16)), sem hefur fyrir skýrleika sakir verið endurnefnt alkýl(C12-16)-dímetýlbensýlammóníumklóríð, er á lista yfir fyrirliggjandi virk efni, sem meta á vegna mögulegs samþykkis þeirra til notkunar í sæfivörur, sbr. framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1062/2014.

Alkýl(C12-16)-dímetýlbensýlammóníumklóríð hefur verið metið til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 3 og 4, eins og þeir eru skilgreindir í V. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB, sem samsvarar vöruflokkum 3 og 4 í V. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 528/2012. Ítalía var tilgreint sem skýrslugjafaraðildarríki, en lögbært matsyfirvald þess skilaði matsskýrslu ásamt niðurstöðu sinni til framkvæmdastjórnarinnar þann 10. september 2012.

Að teknu tilliti til niðurstöðu lögbæra matsyfirvaldsins samþykkti sæfivörunefndin álit Efnastofnunar Evrópu þann 6. október 2020, í samræmi við 2. mgr. 7. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) nr. 1062/2014.

Samkvæmt álitinu má vænta þess að sæfivörur í vöruflokkum 3 og 4, sem innihalda alkýl(C12-16)-dímetýlbensýlammóníumklóríð, uppfylli kröfurnar sem mælt er fyrir um í b)-, c)- og d)-lið 1. mgr. 5. gr. tilskipunar 98/8/EB, að því tilskildu að farið sé að tilteknum forskriftum og skilyrðum varðandi notkun þeirra.

Þær forskriftir og skilyrði eru eftirfarandi:
- Við mat á vörunni skal huga sérstaklega að váhrifum, áhættu og virkni tengdri hverri notkun sem er sótt um og er til yfirferðar í mati á markaðsleyfi, en ekki fjallað um í áhættumati virka efnisins á vettvangi Sambandsins.
- Fyrir vörur sem geta skilið eftir leifar í matvælum eða fóðri þarf að sannreyna hvort þörf sé á að setja ný eða breyta hámarksgildum leifa (MRL) í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 470/2009 eða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 396/2005. Gera skal viðeigandi ráðstafanir til að milda áhættu svo að ekki verði farið yfir hámarksgildi leifa.

- Sérstök skilyrði fyrir vöruflokk 3:
Með tilliti til niðurstöðu áhættumats fyrir notkunina sem metin er skal við mat á vöru huga sérstaklega að notkun í atvinnuskyni, seti og jarðvegi í kjölfar sótthreinsunar ökutækja sem notuð eru til dýraflutninga og sótthreinsunar með þokuúðaaðferð á útungunarstöðum, sem og jarðvegi í kjölfar sótthreinsunar á skófatnaði.

- Sérstök skilyrði fyrir vöruflokk 4:
- Með tilliti til niðurstöðu áhættumats fyrir notkunina sem metin er skal við mat á vöru huga sérstaklega að notkun í atvinnuskyni og seti og jarðvegi í kjölfar sótthreinsunar í sláturhúsum.
- Alkýl(C12-16)-dímetýlbensýlammóníumklóríð skal ekki fella inn í efni eða hluti, sem ætlað er að komist í snertingu við matvæli, sem falla undir ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1935/2004, nema að framkvæmdastjórnin hafi ákvarðað sértæk mörk um flæði alkýl(C12-16)-dímetýlbensýlammóníumklóríð inn í matvæli eða að það hafi verið ákvarðað samkvæmt sömu reglugerð að ekki væri þörf á slíkum mörkum.

Að teknu tilliti til álits Efnastofnunarinnar er viðeigandi að samþykkja alkýl(C12-16)-dímetýlbensýlammóníumklóríð sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 3 og 4 að uppfylltum þeim forskriftum og skilyrðum sem koma fram í viðauka við reglugerðina og talin upp hér að ofan.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf reglugerðina með tilvísunaraðferð í reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur.

Lagaheimild er í 3. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1063
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 229, 29.6.2021, p. 4
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D072127/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 23, 14.3.2024, p. 33
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/647, 14.3.2024