Dýraheilbrigði - 32021R1064

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/1064 of 28 June 2021 amending Implementing Regulation (EU) 2021/520 with regard to the configuration of the animal identification code for the traceability of certain kept terrestrial animals for the United Kingdom in respect of Northern Ireland


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1064 frá 28. júní 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/520 að því er varðar samsetningu auðkenniskóða fyrir dýr vegna rekjanleika tiltekinna landdýra í haldi fyrir Breska konungsríkið að því er varðar Norður-Írland
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 01 Heilbrigði dýra og plantna, 01.01 Dýr
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 090/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1064 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/520 að því er varðar útfærslu á auðkenniskóða dýra fyrir rekjanleika tiltekinna landdýra í haldi, fyrir Bretland að því er varðar Norður-Írland

Nánari efnisumfjöllun

Um er að ræða breytingu á auðkenniskóða fyrir rekjanleika landdýra á Norður-Írlandi. Eftir breytinguna hljóða upphafsorð 1. gr. 2021/1064 sem hér segir:„Í þessari reglugerð eru settar reglur fyrir aðildarríki (*1) um“ og í neðanmálsgrein stendur „Í samræmi við samninginn um úrsögn Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands úr Evrópusambandinu og Kjarnorkubandalagi Evrópu, einkum 4. mgr. við þá bókun, að því er varðar þessa reglugerð, taka tilvísanir í aðildarríki eða til Sambandsins, til Bretlands að því er varðar Norður-Írland.“ Áður hljóðuðu upphafsorð 1. gr. svona: „Í þessari reglugerð eru settar reglur um“. Eftir breytinguna hljóðar a liður 12. greinar sem hér segir:„(a) Fyrsti þáttur auðkenniskóðans skal vera landskóði aðildarríkisins þar sem auðkenningaraðferðin var fyrst notuð á dýrin, annaðhvort á formi:(i) tveggja stafa kóða í samræmi við ISO staðalinn 3166-1 alfa-2, nema fyrir Grikkland, þar sem nota skal tveggja stafa kóðann „EL“, og fyrir Bretland að því er varðar Norður-Írland, þar sem nota skal tveggja stafa kóðann „XI“; eða(ii) þriggja stafa landskóða í samræmi við ISO staðalinn 3166-1, nema fyrir Bretland að því er varðar Norður-Írland, þar sem nota skal „899“.“ Áður hljóðaði a liður 12. greinar svona: „Fyrsti þáttur auðkenniskóðans skal vera landskóði aðildarríkisins þar sem auðkenningaraðferðin var fyrst notuð á dýrin, annaðhvort á formi:(i) tveggja stafa kóða í samræmi við ISO staðal 3166-1 alpha-2, nema fyrir Grikkland, þar sem nota skal tveggja stafa kóðann „EL“; eða(ii) þriggja stafa landskóða í samræmi við ISO staðal 3166-1; 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gerðin verður innleidd sem breyting við innleiðingarreglugerð fyrir reglugerð (ESB) 2021/520 sem ekki hefur verið innleidd og með stoð í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisk­sjúkdómum, lögum nr. 71/2008, um fiskeldi og lögum nr. 38/2013, um búfjárhald öll með síðari breyt­ingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1064
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 229, 29.6.2021, p. 8
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 61, 22.9.2022, p. 3
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 246, 22.9.2022, p. 3