32021R1228

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/1228 of 16 July 2021 amending Implementing Regulation (EU) 2016/799 as regards the requirements for the construction, testing, installation, operation and repair of smart tachographs and their components


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1228 frá 16. júlí 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/799 að því er varðar kröfur um smíði, prófun, uppsetningu, virkni og viðgerðir snjallökurita og íhluta þeirra
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 339/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að breyta kröfum til snjallökurita sem notaðir eru í atvinnubifreiðum til að skrá aksturs- og hvíldartíma auk ýmissa annarra aðgerða. Breytingarnar hafa nokkur áhrif hér á landi og munu hugsanlega hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir atvinnulíf.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Í reglugerðinni er mælt fyrir um tilteknar breytingar á ákvæðum um snjallökurita, e. smart tacohraph í reglugerð ESB 2016/799 sem m.a. er ætlað að tryggja að snjallökuritar séu í stakk búnir til að taka við tækninýjungum með hugbúnaðaruppfærslum svo ekki þurfi að skipta þeim út.Aðdragandi: 1. Með reglugerð (ESB) nr. 165/2014 var innleidd notkun á snjallökuritum með tengingu við hnattræna gervihnattaleiðsögukerfið, fjartengdan snemmgreiningarbúnað og skilflöt við skynvædd flutningakerfi, e. interface with intelligent transport systems.2. Kveðið er á um tæknilegar kröfur um gerð, prófun, uppsetningu, virkni og viðgerðir á ökurita og einstökum hlutum hans í reglugerð (EU) 2016/799.3. Reglugerð (EU) nr. 165/2014 og reglugerð (EC) nr. 561/2006 hefur verið breytt með reglugerð (EU) 2020/1054. Þar var gerð krafa um að breytingar á snjallökuritum. Þar af leiðandi þarf að skilgreina nýja útgáfu af snjallökuritanum með breytingu á reglugerð (ESB) 2016/799.4. Í samræmi við grein 8(1) í reglugerð (ESB) nr. 165/2014 ætti staðsetning ökutækisins að vera skráð sjálfkrafa í hvert skipti sem ökutækið fer yfir landamæri aðildarríkis og í hvert skipti sem ökutæki er lestað eða losað.5. Skylda ætti að vera að setja upp skilflöt við skynvædd flutningakerfi í nýjum útgáfum af snjallökuritanum, en slíkt er valkvætt í þeirri útgáfu af snjallökuritanum sem gerð var krafa um frá 15. júní 2019.6. Nýja útgáfan af snjallökuritanum ætti að geta greint Galileo-gervihnattarmerki um leið og Galileo-kerfið verður starfhæft.7. Til að koma í veg fyrir að skipta þurfi út upptökubúnaðinum sjálfum í hvert skipti sem breyting er gerð á tæknistöðlum fyrir snjallökuritann er nauðsynlegt að tryggja að hægt verði að koma framtíðareiginleikum snjallökurita fyrir í þeim og gera endurbætur með hugbúnaðaruppfærslum.8. Í reglugerð (ESB) 2016/799 er heimilað að nota breytistykki milli hreyfiskynjara og ökurita sem notaður er í ökutæki sem alla jafna er undir 3,5 tonnum að þyngd en kunna stöku sinnum að vera þyngri, t.d. þegar þau draga eftirvagn. Með breytingu á reglugerð (ESB) nr. 561/2006 var krafan um uppsetningu á ökurita útvíkkuð þannig að hún náði einnig til ökutækja yfir 2,5 tonnum. Skyldubundin uppsetning á snjallökurita í léttum atvinnuökutækjum kallar á aukið öryggi fyrir breytistykkið með því að setja upp innri skynjara í ökuritann, sem er óháður hreyfiskynjaranum.9. Ráðstafanir reglugerðar þessarar eru í samræmi við álit nefndar sem sett var á fót með grein 43(1) í reglugerð (ESB) nr. 165/2014.Efnisúrdráttur: 1. gr. Viðauka IC við reglugerð (ESB) 2016/799 er breytt í samræmi við viðauka reglugerðar þessarar.Viðaukinn inniheldur kröfur til annarrar kynslóðar af upptökubúnaði og ökuritakortum.Frá 15. júní 2019 hefur annarrar kynslóðar upptökubúnaður verið settur upp í ökutækjum sem skráð eru innan Sambandsins í fyrsta sinn og annarrar kynslóðar ökuritakort eru gefin út.Í því skyni að innleiða greiðlega kerfi fyrir annarrar kynslóðar ökuritakort þurfa þau að hafa verið hönnuð til notkunar í fyrstu kynslóðar ökutækjum í samræmi við viðauka IB við reglugerð (EB) 3821/85.Hins vegar mega fyrstu kynslóðar ökuritakort vera notuð í ökurita af annarri kynslóð ökurita. Engu að síður geta annarrar kynslóðar skráningarhlutar ökurita aðeins verið kvarðaðir með annarrar kynslóðar verkstæðiskortum.Kröfurnar um samvirkni milli fyrstu og annarrar kynslóðar af ökuritakortakerfum eru skilgreindar í viðauka við reglugerðina. Í þessu sambandi, inniheldur 15. kafli viðaukans viðbótarupplýsingar um stjórnun á samveru beggja kynslóða.Vegna innleiðingar á nýrri virkni, svo sem eins og notkun á Galileo-leiðsögukerfi, e. Galileo Open Signal Navigation Messages Authentication, greiningu á för yfir landamæri, skráningu á lestun og losun auk þess sem þörf er á að auka við pláss á ökumannskorti þannig að það rúmi upplýsingar fyrir allt að 56 daga, kveður reglugerð þessi á um tæknilegar kröfur fyrir aðra útgáfu af annarri kynslóð af upptökubúnaði og ökuritakortum.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Þessi breyting gerir kröfur um breyttan búnað hjá faggiltum úttektaraðilum á ökuritum. Einnig þarf að skipta út eldri gerðum ökuritakorta yfir í ný snjallökuritakort. Það er búið að gera ráð fyrir þessum breytingum að miklu leyti hjá úttektaraðilum og Samgöngustofa hefur síðan 2019 ekki gefið út eldri gerðir af ökuritakortum.Með reglugerð (EU) 2020/1054 var gildissvið reglugerðar 561/2006/EB víkkað út þannig að hún gilti eftir breytingu um ökutæki niður í 2,5t að heildarþyngd þegar þau eru í alþjóðlegum flutningum. Áður hafði gildissviðið aðeins verið miðað við 3,5t. Þetta eru breytingar sem krefjast góðrar kynningar, sérstaklega til söluaðila þessara ökutækja.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er í 54. gr. og 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður mun hugsanlega hljótast af gerðinni. Sérstaklega á kaupendur og söluaðila léttra atvinnuökutækja frá 2,5t - 3,5t þar sem panta þarf snjallökurita í þessi ökutæki ef þau eru í atvinnustarfsemi, sem ekki var þörf á áður. Í ljósi þess að afar lítið er um alþjóðlega flutningar með þessum tilteknu ökutækjum er líklegt að kostnaður vegna þessa verði lítill.  Með reglugerð (EU) 2020/1054, sem breytti reglugerð (ESB) nr. 561/2006 var krafan um uppsetningu á ökurita útvíkkuð til ökutækja yfir 2,5 tonnum þegar um er að ræða alþjóðlega flutninga. Reglugerð (EU) 2020/1054 hefur þó enn ekki verið tekin upp í EES-samninginn.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er í 54. gr. og 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Kostnaður á atvinnulífið
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1228
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 273, 30.7.2021, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 29.6.2023, p. 85
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 164, 29.6.2023, p. 87