32021R1296

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/1296 of 4 August 2021 amending and correcting Regulation (EU) No 965/2012 as regards the requirements for fuel/energy planning and management, and as regards requirements on support programmes and psychological assessment of flight crew, as well as testing of psychoactive substances


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1296 frá 4. ágúst um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar kröfur um gerð eldsneytis-/orkuáætlunar og stjórnun eldsneytis-/orkunotkunar og að því er varðar kröfur um stuðningsáætlanir og sálrænt mat á flugáhöfn sem og skimanir fyrir geðvirkum efnum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 118/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerð (ESB) nr. 965/2012 eru ítarlegar reglur um flugrekstur þar á meðal um eldsneytisáætlanir. Með þessari gerð er reglugerðinni breytt þannig að hún endurspegli nýlegar framfarir í vélatækni og bestu starfshætti á sviði flugrekstrar. Nokkur áhrif hér á landi. Kostnaður mun fylgja innleiðingu gerðarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdareglugerð (ESB) 2021/1296 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) 965/2012 að því er varðar kröfur um eldsneytisáætlanir/orkuáætlanir og varðandi kröfur um stuðningsáætlanir og sálfræðilegt mat á flugáhöfnum, auk skimana fyrir geðvirkum efnum.Í reglugerð (ESB) nr. 965/2012 eru ítarlegar reglur um flugrekstur þar á meðal um eldsneytisáætlanir. Markmið með gerðinni er að uppfæra reglugerðina þannig hún endurspegli nýlegar framfarir í vélatækni og bestu starfshætti á sviði flugrekstrar.Efnisútdráttur: Þessi gerð snýr að því að innleiða nýlegar breytingar á viðauka 6 við Chicago-samninginn sem snúa að kröfum um eldsneytis/orkuáætlanir skv. reglugerð (ESB) nr. 965/2012.Breytingarnar snúa meðal annars að breyttri hugtakanotkun þar sem hugtakinu eldsneyti er breytt í eldsneyti/orka til að endurspegla nýja tækni og nýsköpun.Gerðar eru breytingar á eldsneytiskröfum sem felast m.a. í auknu rekstraröryggi hvað varðar tölvuvæddar / gagnadrifnar áætlanir fyrir eldsneytisútreikninga og samhliða því eru settar fram kröfur varðandi þjálfun starfsfólks í flugumsjón. Í þessu samhengi eru gerðar nýjar kröfur hvað varðar starfsfólk eftirlitsstofnana (Samgöngustofu) sem felast í kröfum hvað varðar reynslu og þekkingu.Viðbótarkröfur er settar á flugmálayfirvöld sem felast í eftirliti á áætlunum og úrvinnslu á eldsneytisáætlunum o.þ.h.Nýjar kröfur um eldsneytisáfyllingu í sérstökum aðstæðum s.s. með hreyfil í gangi hvort sem er með farþega um borð eða ekki. Framangreindar kröfur eiga við bæði flugvélar og þyrlur.Viðmið fyrir lögbær yfirvöld við mat á áhættu vegna rekstraröryggis.Þá eru gerðar breytingar sem snúa að reglugerð (ESB) 2018/1042 en með henni var bætt kröfum við reglugerð (ESB) 965/2012 um stuðningsáætlanir, sálrænt mat á flugáhöfn og kerfisbundnar og handahófskenndar skimanir fyrir geðvirkum efnum til að tryggja heilbrigði flugliða. Samkvæmt þeim kröfum átti Flugöryggisstofnunin að skila skýrslu um skilvirkni þessara krafna í ágúst 2022. Skiladagsetningu þeirrar skýrslu er með þessari gerð frestað til 14. ágúst 2023 og er það vegna áhrifa COVID-19.Gerðar eru breytingar á viðaukum I, II, III, IV, V, VI, VII og VIII við reglugerð (ESB) 965/2012 í samræmi við viðauka I við þessa gerð.Viðauka I við reglugerð (ESB) 965/2012 er breytt í samræmi við viðauka II við þessa gerð.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Í reglugerðinni eru nýjar eldsneytiskröfur settar fram fyrir atvinnuflug, sérstaka starfrækslu loftfara (SPO) og einkaflug. Í reglugerðinni eru sértækar hæfniskröfur fyrir eftirlitsmenn flugmálayfirvalda, starfsmenn í flugumsjón flugrekenda og áhafna loftfara.Um er að ræða nokkuð breytta nálgun um eldsneytiskröfur sem kallar á breytt verklag og úrvinnslu gagna hjá flugrekendum sem og þjálfun starfsfólks.Frestur fyrir Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins (EASA) hefur engin áhrif hér á landi.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 85. gr. a sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Gera má ráð fyrir kostnaði fyrir Samgöngustofu vegna þjálfunar starfsmanna. Senda þarf eftirlitsmenn á námskeið erlendis og uppfæra þarf innri kerfi Samgöngustofu.Kostnaður vegna þessa er metinn:Ferðakostnaður sérfræðings v. 4 daga námskeiðs erlendis: 222.620 kr.Námskeiðsgjald: 227.560 kr. (1.500 EUR)Uppfærsla á innri kerfum og þjálfun 150 klst. vinna sérfræðings: 1.795.500Samtals áætlaður kostnaður: 2.245.680 kr.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Flugrekendur. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 85. gr. a sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Samgöngustofu
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1296
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 282, 5.8.2021, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 84
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02400, 9.11.2023