Framseld reglugerð varðandi tæknilega eftirlitsstaðla fyrir samningsbundna viðurkenningu á niðurfærslu- og umbreytingarheimildum - 32021R1527
Commission Delegated Regulation (EU) 2021/1527 of 31 May 2021 supplementing Directive 2014/59/EU of the European Parliament and of the Council with regard to regulatory technical standards for the contractual recognition of write down and conversion powers
 
     
        
            Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1527 frá 31. maí 2021 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir samningsbundna viðurkenningu á niðurfærslu- og umbreytingarheimildum 
	    
        - 
                              Tillaga sem gæti verið EES-tæk
- 
                              Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
- 
                              Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
- 
                              Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
- 
                              Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
- 
                              Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
| Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi | 
|---|---|
| Svið (EES-samningur, viðauki) | 09 Fjármálaþjónusta, 09.02 Bankar og aðrar fjármálastofnanir | 
| Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 028/2024 | 
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Í gildi á EES-svæðinu | Já | 
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (viðbót) að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir viðurkenningu á niðurfærslu- og umbreytingarheimildum þegar 
samningsskilmálar varðar skuldbindingu sem kann að vera háð niðurfærslu og umbreytingu.
samningsskilmálar varðar skuldbindingu sem kann að vera háð niðurfærslu og umbreytingu.
Nánari efnisumfjöllun
Í 23. gr. laga nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja kemur fram að fyrirtæki eða eining skal tryggja að samningar þess innihaldi samningsskilmála, sem gagnaðili viðurkennir, um að skuldbindingin sem samninginn varðar geti verið háð heimildum til niðurfærslu og umbreytingar fjármagnsgerninga. Einnig skulu samningarnir innihalda samningsskilmála þar sem gagnaðili viðurkennir að hann sé bundinn af hvers konar lækkun á höfuðstól eða útistandandi fjárhæð, umbreytingu eða niðurfærslu vegna áhrifa af framkvæmd þessara heimilda.Þessi reglugerð fjallar um skilyrðin fyrir því að telja að ógerlegt sé að hafa samningsskilmálana sem um getur 1. mgr. 55. gr. tilskipunar 2014/59/ESB í ákveðnum flokkum skuldbindinga, skilyrðin fyrir því að skilastjórnvald geti krafist þess að í samningum um ákveðna flokka skuldbindinga séu þeir samningsskilmálar sem um getur í 1. mgr. 55. gr. tilskipunar 2014/59/ESB og hver hæfilegur frestur sé fyrir skilastjórnvaldið til að krefjast samningsskilmálanna.
Staða innan stjórnsýslunnar
| Stofnun hefur lokið yfirferð | Á ekki við | 
|---|---|
| Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun | 
| Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Nei | 
| Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Nei | 
Innleiðing
| Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný | 
|---|---|
| Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Breyta þarf reglum 666/2021, sem Seðlabanki Íslands setti, eða setja nýjar reglur, sbr. 10. mgr. 23. gr. laga nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja. | 
| Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin | 
Samráð
| Samráð | Nei | 
|---|
Áhrif
| Áætlaður kostnaður hins opinbera | Enginn | 
|---|
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
| CELEX-númer | 32021R1527 | 
|---|---|
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
| Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 329, 17.9.2021, p. 2 | 
| Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | 
Vinnslustig (pipeline stage)
| Samþykktardagur i ESB | 
|---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
| Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
|---|---|
| Staðfestur gildistökudagur | |
| Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 51, 27.6.2024, p. 51 | 
| Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2024/1544, 27.6.2024 | 
