Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1840 frá 20. október 2021 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1418/2007 um kröfur sem gilda um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa. - 32021R1840

Commission Regulation (EU) 2021/1840 of 20 October 2021 amending Regulation (EC) No 1418/2007 concerning the export for recovery of certain waste listed in Annex III or IIIA to Regulation (EC) No 1013/2006 of the European Parliament and of the Council to certain countries to which the OECD Decision on the control of transboundary movements of wastes does not apply


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1840 frá 20. október 2021 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 350/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1418/2007 fjallar um kröfur sem gilda um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri.
Eftirlit með ofangreindum útflutningi, til tiltekinna landa sem ákvörðun ráðs Efnahags og framfarastofnunarinnar gildir ekki um, skal falla undir málsmeðferðarreglurnar sem settar eru fram í viðauka reglugerðarinnar.
Viðauka við reglugerð (EB) nr. 1418/2007 er breytt í samræmi við viðauka við þessa reglugerð.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1840 frá 20. október 2021 breytir viðauka reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1418/2007 um kröfur sem gilda um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar, til tiltekinna landa sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um flutning úrgangs yfir landamæri.Ákveðin lönd hafa tilkynnt áform sín um að fylgja eftirlitsaðferðum sem eru aðgreindar frá þeim sem kveðið er á um í 1. mgr. 37. gr. reglugerðar (EB) nr. 1013/2006. Í þeim tilfellum, sem skráð eru í d-dálki viðaukans við þessa reglugerð, er gert ráð fyrir að útflytjendur séu meðvitaðir um nákvæmar lagalegar kröfur sem viðtökulandið setur.Ef tilgreint er í viðaukanum að ríki banni hvorki tiltekna flutninga á úrgangi né beiti um þá málsmeðferð skriflegrar fyrirframtilkynningar og samþykkis sem kveðið er á um í 35. gr. reglugerðar (EB) nr. 1013/2006, skal 18. gr. þeirrar reglugerðar gilda um slíkar sendingar.Ef land er skráð í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1418/2007 og landið hefur ekki gefið út skriflega staðfestingu, gildir málsmeðferð skriflegrar fyrirframtilkynningar og samþykkis í samræmi við 37(2). gr. reglugerðar (EB) nr. 1013/2006.Í þeim tilvikum, samkvæmt a-dálki viðaukans við þessa reglugerð, þar sem lönd hafa gefið til kynna að þau banna innflutning á öllum úrgangi sem fellur undir III. og III. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1013/2006, en hafa ekki veitt sérstakar upplýsingar um innlendar eftirlitsaðferðir þeirra með tilliti til plastúrgangs sem fellur undir úrgangsfærslu B3011, ætti að líta svo á að almennt innflutningsbann taki einnig til plastúrgangs undir færslu B3011.Í þeim tilvikum þar sem lönd hafa gefið til kynna að allur úrgangur sem fellur undir III. og III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1013/2006 yrði ekki háður eftirlitsferli en hafa ekki veitt sérstakar upplýsingar um innlendar eftirlitsaðferðir sínar að því er varðar plastúrgang sem fellur undir úrgangsfærslu B3011, skal litið svo á að málsmeðferðin um fyrirfram skriflega tilkynningu og samþykki samkvæmt b-dálki viðaukans við þessa reglugerð eigi við með tilliti til færslunnar. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 822/2010 um flutning úrgangs. Lagastoð er í lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1840
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 373, 21.10.2021, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 29.6.2023, p. 98
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 164, 29.6.2023, p. 101