32021R1963

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/1963 of 8 November 2021 amending Regulation (EU) No 1321/2014 as regards safety management systems in maintenance organisations and correcting that Regulation


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1963 frá 8. nóvember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar öryggisstjórnunarkerfi í viðhaldsfyrirtækjum og um leiðréttingu þeirrar reglugerðar
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 135/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að innleiða breyttar kröfur til innleiðingar stjórnkerfa hjá viðhaldsfyrirtækjum. Samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1139 verða viðurkennd viðhaldsfyrirtæki að innleiða stjórnunarkerfi í samræmi við tegund starfsemi. Stjórnkerfin skulu meðal annars tryggja öryggisáhættu og að farið sé að grunnkröfum. Þá skal stöðugt unnið að endurbótum kerfanna. Nokkur áhrif hér á landi. Kostnaður mun hljótast af en verða innan rekstraráætlunar Samgöngustofu.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdarreglugerð framkvæmdarstjórnarinnar um breytingu á reglugerð (ESB) 1321/2014 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki þess á þessu sviði.Markmið með gerðinni er að innleiða breyttar kröfur til innleiðingar stjórnkerfa hjá viðhaldsfyrirtækjum.Aðdragandi: Í reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 er mælt fyrir um kröfur um áframhaldandi lofthæfi loftfara, þar á meðal kröfur til viðhaldsfyrirtækja.Samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1139 verða viðurkennd viðhaldsfyrirtæki að innleiða stjórnunarkerfi í samræmi við tegund starfsemi. Stjórnkerfin skulu meðal annars tryggja öryggisáhættu og að farið sé að grunnkröfum. Þá skal stöðugt unnið að endurbótum kerfanna.Reglugerð þessi snýr að kröfum um innleiðingu öryggisáhættukerfa hjá viðhaldsfyrirtækjum.Efnisútdráttur: Með þessari reglugerð er tilteknum ákvæðum reglugerðar (ESB) 1321/2014 breytt sem og viðaukum við hana.Breytingarnar snúa aðallega að ákvæðum um innleiðingu stjórnunarkerfa hjá viðhaldsfyrirtækjum.Reglugerðin kveður meðal annars á um að lögbær landsyfirvöld skuli gera kröfu um að viðurkennd viðhaldsfyrirtæki sem veita þjónustu til rekstraraðila flugvéla og þyrlna innleiði öryggisstjórnunarkerfi.Taka þarf upp stjórnunarkerfi hjá öllum viðhaldsfyrirtækjum sem falla undir gildissvið II. viðauka við reglugerð (ESB) 1321/2014 (Part-145 viðhaldsfyrirtæki).Samkvæmt gerðinni er öllum Part-145 viðhaldsfyrirtækjum einnig skylt að koma á fót tilkynningakerfi vegna atvika. Því eru gerðar breytingar á ákvæðum II viðauka reglugerðar (ESB) 1321/2014 til að tryggja að atvikatilkynningakerfi sé hluti stjórnunarkerfis og að kröfurnar séu í samræmi við kröfur reglugerðar (ESB) 376/2014.Þá er með gerðinni felld brott ákvæði með tilvísun í skírteini flugvélstjóra. Skírteini sem gefin hafa verið út til flugvélstjóra á grundvelli ákvæðanna halda þó gildi sínu út gildistímann eða þar til þau eru afturkölluð.Reglugerðin kemur til framkvæmda frá og með 2. desember 2022.Tiltekin ákvæði hennar gilda þó frá 2. desember 2024.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur töluverð áhrif í för með sér fyrir starfsemi Samgöngustofu einkum vegna innleiðingar á stjórnunarkerfi í Part-145 málum.Meðal verkefna sem framkvæma þarf hjá Samgöngustofu vegna innleiðingar gerðarinnar eru;-      Breyta núverandi verklagsreglum um Part-145 viðhaldsfyrirtæki til að taka tillit til kröfu um stjórnunarkerfi-      uppfærsla og breyting á gátlistakerfi-      þjálfun eftirlitsmanna-      framkvæmd samskipta og kynninga fyrir leyfishafaEinnig eru áhrif hjá Part-145 leyfishöfum fyrirtæki sem þurfa að innleiða breytingarnar með stjórnunarkerfi. Þau fyrirtæki munu þurfa að:-      breyta handbókum-      innleiða stjórnunarkerfi-      framkvæma þjálfun fyrir alla starfsmennLagastoð fyrir innleiðing gerðar: Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður sem gera má ráð fyrir hjá Samgöngustofu vegna innleiðingar gerðarinnar felst einkum í vinnu starfsfólks við að skrifa nýjar verklagsreglur, breyta verklagsreglum, þjálfa eftirlitsmenn í lofthæfi- og skrásetningardeild, upplýsa leyfishafa, yfirfara breytingar í handbókum leyfishafa þegar þær koma inn og gera úttektir til að staðfesta hlýðni við nýju reglurnar. Vinnan mun dreifast á tímabilið fram til 2. desember 2024. Reikna má með hálfu ársverki í innleiðingaferli hjá Samgöngustofu.Einnig má gera ráð fyrir kostnaði fyrir leyfishafa sem þurfa að breyta starfsemislýsingunni (MOE handbók) til að innleiða stjórnunarkerfi. Kostnaður þeirra mun einkum koma til vegna innleiðingar á kerfinu í handbækur og þjálfun starfsfólks.Í ljósi þess að stjórnunarkerfi verður til staðar í öllum Part-CAMO fyrirtækjum (eigi síðar en 24. mars 2022) sem eru líka með Part-145 viðhaldsleyfi (sem eru átta af þrettán), er ekki gert ráð fyrir miklum kostnaði fyrir þau fyrirtækin. Reikna má með tveggja mánaða vinnu (um 300 klst.) en erfitt er fyrir Samgöngustofu að greina þetta.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Innleiðing með breytingu á reglugerð nr. 926/2015
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1963
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 400, 12.11.2021, p. 18
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D075488/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 102
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02278, 9.11.2023