32021R2030

Commission Regulation (EU) 2021/2030 of 19 November 2021 amending Annex XVII to Regulation (EC) No 1907/2006 of the European Parliament and of the Council concerning the Registration, Evaluation, Authorisation and Restriction of Chemicals (REACH) as regards N,N-dimethylformamide


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2030 frá 19. nóvember 2021 um breytingu á XVII. viðauka (viðvíkjandi N,N-dímetýlformamíði) við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH))
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 207/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin felur í sér að bæta við efninu N,N-dímetýlformamíð á lista yfir takmörkunarskyld efni sem finna má í XVII. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH).
Bannað verður að setja á markað eða nota efnið eitt og sér, sem smíðaefni annarra efna, eða í efnablöndum nema að styrkleiki þess sé minni en 0,3%, nema að framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur hafi tilgreint núlláhrifagildi í efnaöryggisskýrslum og öryggisblöðum þar sem váhrif starfsmanna er 6 mg/m3 vegna áhrifa af innöndun og 1,1 mg/kg/dag vegna áhrifa gegnum húð. Reglugerðin skal koma til framkvæmda 24 mánuðum eftir gildistöku hennar.
Fyrir þær greinar sem nota N,N-dímetýlformamíð sem leysi beint eða við flutning pólýúretanhúðun á textíl og pappír eða við framleiðslu á pólýúretanhimnum er aðlögunartímabilið 36 mánuðir. Í gerivitrefjaiðnaði þar sem N,N-dímetýlformamíð er notað sem leysir við þurr- og blautspunavinnslu gervitrefja er aðlögunartímabilið 48 mánuðir.

Nánari efnisumfjöllun

Efnið N,N-dímetýlformamíð er stórframleiðsluíðefni sem notað er í margs konar iðnaðar- og atvinnustarfsemi í Evrópu. Efnið er notað sem lífrænn leysir og hefur verið hættuflokkað sem efni, sem hefur eiturhrif á æxlun, undirflokkur 1B, bráð eiturhrif, 4. undirflokkur (við innöndun og um húð) og augnerting, 2. undirflokkur, í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 (CLP).

Lögð voru fram málsskjöl til Efnastofnun Evrópu (ECHA) þann 5. október 2018 af Ítalíu í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH). Það var gert í þeim tilgangi að takmarka notkun efnisins í iðnaði og í atvinnuskyni, sem og setja það á markað eitt og sér eða í efnablöndu. Tillagan að takmörkuninni var byggð á hættumati efnisins, þ.e. kerfistengd áhrif þess á nokkra endapunkta, sem leiddi í ljós núlláhrifagildi (DNEL) vegna langtímaáhrifa af innöndun og langtímaáhrifa í gegnum húð. Hættumatið byggðist á gögnum um dýr; lækkun líkamsþyngdar, klínískar efnabreytingar og lifrarskaða.

Áhættumatsnefnd Efnastofnunarinnar (RAC) og nefndin um félagshagfræðilega greiningu (SEAC) skiluðu áliti sínu til stofnunarinnar um að takmörkun á efninu væri mest viðeigandi aðgerðin innan Sambandsins til að minnka áhættu og auka eftirlitsgetu.

Samráð var haft við gagnaskiptatorg vegna framkvæmdar vegna fyrirhugaðrar takmörkunar og voru tillögur torgsins hafðar til hliðsjónar við ákvörðunina.

Þann 1. apríl 2020 skilaði Efnastofnunin áliti RAC og SEAC til framkvæmdarstjórnarinnar og var niðurstaðan sú að áhættunni fyrir heilsu starfsmanna í öllum atvinnugeirum við framleiðslu og notkun efnisins sé ekki nægilega stjórnað. Álit framkvæmdarstjórnarinnar er sú að áhættan sé óviðunandi fyrir starfsfólk vegna váhrifa af efninu og því sé viðeigandi að setja fram takmörkunarskyldu á því á vettvangi Sambandsins. Gefa á hagsmunaaðilum nægan tíma til að fylgja fyrirhugaðri takmörkun og því kemur reglugerðin til framkvæmda 24 mánuðum eftir gildistöku hennar. Búist er við að þær greinar sem koma að framleiðslu á pólýúretanhúðun og himnum sem og gervitrefjaiðnaður þurfi lengri tíma til að fylgja kröfum um núlláhrifagildi vegna váhrifa starfsmanna og því er aðlögunartíminn lengri í þeim tilvikum.

Reglugerðin tekur gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 888/2015. Lagastoð er í 1. tl. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R2030
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 415, 22.11.2021, p. 16
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D070424/04
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 24, 23.3.2023, p. 13
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 85, 23.3.2023, p. 13