32021R2227

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/2227 of 14 December 2021 amending Regulation (EU) No 1178/2011 as regards the requirements for all-weather operations and for instrument and type rating training in helicopters


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2227 frá 14. desember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 að því er varðar kröfur varðandi starfrækslu í skertu skyggni og varðandi þjálfun til blindflugs- og tegundaráritunar í þyrlu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 117/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerð (ESB) 965/2012 er mælt fyrir um ítarlegar kröfur um að flugrekendur veiti áhöfn reglulega þjálfun og eftirlit. Gerðar hafa verið breytingar á þeirri gerð í þeim tilgangi að endurspegla nýjustu staðla ICAO um starfrækslu loftfara í skertu skyggni. Þá hafa einnig verið gerðar breytingar í þeim tilgangi að mynda heildarramma fyrir blindflug í lélegu skyggni sem snúa m.a. að þjálfun flugmanna. Vegna framangreindra breytinga þarf að gera breytingar á reglugerð (ESB) 1178/2011 og eyða samsvarandi kröfum úr reglugerðinni og skipta út fyrir tilvísanir í reglugerð (ESB) 965/2012. Lítil áhrif hér á landi. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á reglugerð nr. 1178/2011 að því er varðar kröfur um starfrækslu í skertu skyggni og blindflus- og tegundaráritanir vegna þjálfunar á þyrlur. Aðdragandi: Í I. viðauka (FCL hluta) við reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 er kveðið á um þjálfunarkröfur vegna flugmannsskírteina, þar á meðal kröfur um aðflug í samræmi við blindflugsreglur (IFR).Í reglugerð (ESB) 965/2012 er mælt fyrir um ítarlegar kröfur um að flugrekendur veiti áhöfn reglulega þjálfun og eftirlit. Gerðar hafa verið breytingar á þeirri gerð í þeim tilgangi að endurspegla nýjustu staðla ICAO um starfrækslu loftfara í skertu skyggni. Þá hafa einnig verið gerðar breytingar í þeim tilgangi að mynda heildarramma fyrir blindflug í lélegu skyggni sem snúa m.a. að þjálfun flugmanna.Vegna framangreindra breytinga þarf að gera breytingar á reglugerð (ESB) 1178/2011 og eyða samsvarandi kröfum úr reglugerðinni og skipta út fyrir tilvísanir í reglugerð (ESB) 965/2012. Þar sem nú má votta eins hreyfils þyrlur til starfrækslu í blindflugi eru reglur um þær endurskoðaðar. Blindflugsáritun og tengd þjálfun skal vera hönnuð til að ná til bæði einhreyfils og fjölhreyfla þyrlna. Viðbótarþjálfun til að breyta réttindum til að stjórna einhreyfils þyrlum yfir í fjölhreyfla þyrlur er ekki lengur nauðsynleg. Fram til þessa hafa einungis fjölhreyfla þyrlur verið notaðar í þyrluflugi samkvæmt blindflugsreglum. Því er rétt að setja fram bráðabirgðaákvæði til að tryggja að flugmenn með blindflugsáritun á þyrlu geti nýtt réttindi sín á bæði einhreyfils og fjölhreyfla þyrlur. Þá snýr gerðin að því að breyta og leiðrétta tilteknar úreltar eða rangar milli tilvísanir í reglugerð 1178/2011 og til að auka skýrleika. EASA hefur útbúið drög að framkvæmdarreglum og lagt fyrir framkvæmdastjórn í áliti nr. 02/2021Efnisútdráttur: Með þessari gerð eru gerðar tilteknar breytingar á reglugerð (ESB) 1178/2011 sem snúa að starfrækslu í skertu skyggni og að þjálfunar- og blindflugsáritunum fyrir þyrluflug. • Gerðar eru breytingar á hugtökum m.t.t. breytinga á kröfum og með tilkomu nýrra krafna• Gerðar eru breytingar á lágmarksfjölda flugtaka og lendinga á tilteknum tíma til þess að viðhalda hæfni á loftfar• Gerðar eru breytingar á lágmarkskröfum fyrir ATPL skírteini á þyrlu• Gerðar eru breytingar á hæfnikröfum vegna mismunandi áritana / réttindi.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Áhrif á Samgöngustofu felast fyrst og fremst í þjálfun eftirlitsmanna, uppfærslu á verklagsreglum og gátlistum. Þá þarf að kynna breytingar fyrir hagsmunaaðilum og framfylgja kröfunum. Óveruleg áhrif á aðra. Reglugerðin fjallar um ýmis atriði sem snúa að blindflugsþjálfun á þyrlu. Það er enginn skóli sem kennir blindflug á þyrlu hér á landi. Eina undantekningin er Landhelgisgæslan en sú þjálfun sem hún veitir er hluti af tegundarþjálfun. UM það bil fjórir þyrluflugmenn hafa blindflugsáritun í íslensku skírteini. Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 31. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi. Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur.  Tilgreining á hagsmunaaðilum: Flugmenn, tegundarkennarar á þyrlur, flugskólar sem kenna blindflug á þyrlu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 31. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R2227
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 448, 15.12.2021, p. 39
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D076062/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 83
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02299, 9.11.2023