32021R2237

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/2237 of 15 December 2021 amending Regulation (EU) No 965/2012 as regards the requirements for all-weather operations and for flight crew training and checking


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2237 frá 15. desember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar kröfur varðandi starfrækslu í skertu skyggni og varðandi þjálfun og próf fyrir flugliða
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 119/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða breytingu á reglugerð (ESB) 965/2012 um kröfur til starfrækslu í lélegu skyggni og til þjálfunar og eftirlit með flugliðum. Verið er að aðlaga reglur Evrópusambandsins að reglum Bandaríkjanna og nýjustu stöðlum ICAO. Eðlileg áhrif á flug. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á reglugerð (ESB) 965/2012 að því er varðar kröfur um starfrækslu í lélegu skyggni og varðandi þjálfun og eftirlit flugliða.Aðdragandi: Rekstraraðilar og einstaklingar sem starfrækja loftför, svo og lögbær landsyfirvöld, skulu uppfylla viðeigandi grunnkröfur til flugrekstrar sem settar eru fram í reglugerð (ESB) 2018/1139. Reglur um starfrækslu í lélegu skyggni, e. all-weather operations, þarf nú að uppfæra svo þær endurspegli nýjustu tækniframfarir og bestu starfsvenjur á sviði flugrekstrar.Til að tryggja flugöryggi í almenningsflugi er nauðsynlegt að taka á öllum atriðum við starfrækslu loftfara í skertu skyggni, hvort sem það er á sviði lofthæfi, flugrekstrar, skírteina flugliða eða krafna til flugvalla. Taka þarf tillit til reynslu af flugi um allan heim og jafnframt vísindalegra og tæknilegra framfara í flugrekstri. Þess vegna er nauðsynlegt að tryggja að nýjar reglur bæti samræmi við kröfur flugmálastjórnar Bandaríkjanna auk þess að tekið sé tillit til nýjustu breytinga á stöðlum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Þar er átt við ICAO viðauka 6, I. (11. útgáfa), II. hluti (10. útgáfa) og III. hluti (9. útgáfa), um aðgerðir í öllum veðrum auk hugtaka sem notuð eru fyrir blindaðflug.Þessu til viðbótar þarf að stuðla að því að gera starfrækslu þyrlna í blindflugi öruggari. Fram til þessa hefur þyrlurekstur að mestu leyti verið skv. Sjónflugsreglum. Því eru reglur um starfrækslu þyrlna þróaðar frekar með tilkomu nýrra aðferða við starfrækslu þeirra í blindflugi. Auk þess er mögulegt að starfrækja þyrlur í minni hæð með blindflugi. Reglum er hér breytt í þessum tilgangi.Með nýjum reglum um starfrækslu í skertu skyggni og kröfum um þjálfun og próf fyrir flugliða er stuðlað að jöfnum samkeppnisskilyrðum fyrir alla aðila á innri flugmarkaði auk þess sem rekstrarskilyrði flugiðnaðar eru bætt.Rekstrarlágmörk hvers flugvallar ættu að vera samræmd eins mikið og mögulegt er milli flutningaflugs, einkaflugs með flóknum vélknúnum loftförum (NCC) og sérhæfðrar starfsemi (SPO). Kröfur til starfrækslu í skertu skyggni fyrir starfrækslu loftfara í einkaflugi öðrum en flóknum vélknúnum loftförum (NCO) ætti einnig að einfalda til að hvetja til notkunar blindflugsreglna.Byggt á rekstrarreynslu og með hliðsjón af eðli starfsemi og minni áhættu sem því fylgir, er rétt að slaka á kröfum um þjálfun og próf flugliða, sem áður voru aðeins tiltækar fyrir flutningaflug, sérhæfðrar starfsemi og einkaflugs með flóknum flugvélum. Reynslan hefur sýnt að hægt er að viðhalda tilskildu öryggisstigi með vægari og sveigjanlegri kröfum. Að sama skapi ætti að veita smáum fyrirtækjum í þyrlu rekstri aukinn sveigjanleika við starfrækslu mismunandi gerða þyrlna. Litlar einfaldar eins-hreyfils þyrlutegundir sem hegða sér á svipaðan hátt við venjulegar aðstæður og neyðaraðstæður ættu einnig að njóta góðs af einhverjum af þeim einföldunum sem nú eru í boði.Efnisútdráttur: Helstu breytingar samkvæmt þessari gerð eru: Gerðar eru breytingar á hugtökum m.t.t. breytinga á kröfum og með tilkomu nýrra krafna.•      Rekstrarforskrift fyrir flutningaflug er uppfært m.t.t. breytinga.•      Gerðar eru breytingar á þjálfunarkröfum flugmanna loftfara.•      Gerðar eru breytingar á verklagsreglum flugmanna um borð í loftförum.•      Gerðar eru breytingar á kröfum fyrir starfrækslu loftfara í skertu skyggni.•      Gerðar eru breytingar á kröfum fyrir starfrækslu þyrlna með nætursjónaukum.•      Gerðar eru breytingar á kröfum fyrir starfrækslu þyrlna fjarri strönd.•      Gerðar eru breytingar á kröfum fyrir starfrækslu loftfara í skertu skyggni.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Áhrif á Samgöngustofu felast fyrst og fremst í þjálfun eftirlitsmanna, uppfærslu á verklagsreglum og gátlistum. Þá þarf að kynna breytingar fyrir hagsmunaaðilum og framfylgja kröfunum.Hagsmunaaðilar þurfa að gera sambærilegar breytingar og hugsanlega festa kaup á búnaði.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 1. mgr. 31. gr., 80. gr., 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 380/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R2237
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 450, 16.12.2021, p. 21
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D076061/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 85
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02401, 9.11.2023