32021R2282

Regulation (EU) 2021/2282 of the European Parliament and of the Council of 15 December 2021 on health technology assessment and amending Directive 2011/24/EU


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.13 Lyf

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/2282 frá 15. desember 2021 um heilbrigðistæknimat og breytingu á tilskipun 2011/24/EB.

Nánari efnisumfjöllun

Þann 31. janúar 2018 lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram tillögu að reglugerð um samvinnu um mat á heilbrigðistækni (Health Technology Assessment - HTA). Í stuttu máli mun tillagan veita framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heimild til varanlegrar fjármögnunar á evrópsku HTA-samstarfi sem tengist einkum tveimur tæknisviðum: Lyfjum með nýjum virkum efnum eða innan nýrra meðferðarsvæða sem fá markaðsleyfi í gegnum miðlæga samþykkisferli og ákveðnar tegundir af lækningatækjum. Tillagan miðar að því að samræma HTA-starfið í ESB með bæði lögboðnum og frjálsum samstarfssvæðum aðildarríkjanna. Reglugerðin tekur til fjögurra sviða: 1. Sameiginlegt mat á klínískum verkun lyfja með nýjum virkum efnum og innan nýrra meðferðar sem eru samþykkt með miðlægum markaðsleyfi og fyrir sumar tegundir lækningatækja í ákveðnum áhættuflokkum.2. Vísindaleg ráðgjöf þar sem framleiðendur lyfja eða lækningatækja geta leitað ráða hjá HTA-yfirvöldum varðandi kröfur um skjöl og gögn.3. Auðkenning nýrrar tækni svo hægt sé að taka hana inn í sameiginlegt samstarf á frumstigi.4. Frjáls samvinna umfram gildissviðs reglugerðarinnar. Starfið er unnið í gegnum samhæfingarhóp aðildarríkjanna um HTA („Samhæfingarhópurinn“) sem samanstendur af meðlimum frá aðildarríkjunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur utan um hópinn en hvert aðildarríki mun hafa atkvæði í samræmingarhópnum. EFTA löndin vinna nú að því að fá atkvæðisrétt í hópnum. Reglugerðin er heildstæð er varðar umgjörð um fjármögnun varanlegs HTA-samstarfs. Framkvæmdargerðir með nánari útfærslum um vinnuaðferðir, verklag, faglegar kröfur um sameiginlegt mat á hlutfallslegum klínískum áhrifum o.fl. verða samdar eftir vinnu samhæfingahópsins og undirhópa sem settir verða á fót. Reglugerðin kemur til framkvæmda þann 12. janúar 2025 og eiga þá allar framkvæmdareglugerðir að liggja fyrir.  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Verður sett með stoð í 59. og 109. gr. lyfjalaga nr. 100/2020
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Heilbrigðisráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R2282
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 458, 22.12.2021, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 51
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar