Ákvörðun um reglur um framkvæmd útreikninga, sannprófunar og skila á upplýsingum sem sýna fram á samdrátt á neyslu ákveðinna einnota plastvara ásamt aðgerðum sem hafa verið innleiddar til að ná fram tilgreindum samdrætti. - 32022D0162

Commission Implementing Decision (EU) 2022/162 of 4 February 2022 laying down rules for the application of Directive (EU) 2019/904 of the European Parliament and of the Council as regards the calculation, verification and reporting on the reduction in the consumption of certain single-use plastic products and the measures taken by Member States to achieve such reduction

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.17 Umhverfisvernd
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 013/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun um reglur um framkvæmd útreikninga, sannprófunar og skila á upplýsingum sem sýna fram á samdrátt á neyslu ákveðinna tegunda einnota plastvara ásamt aðgerðum sem að aðildaríki hafa innleitt til þess að ná tilgreindum samdrætti.

Nánari efnisumfjöllun

Inngangur:Ákvörðunin veitir frekari útfærslu á 4(2). mrg. og 13(4). mrg. í tilskipum ESB 2019/904 um að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið, og fjallar um reikniaðferðir, snið gagnaskila og gæðaskýrslna ásamt innleiddum aðgerðum sem ætlað er að draga úr neyslu ákveðinna tegunda einnota plastvara og árangri þeirra.Lagt er til að viðeigandi stjórnvald, Úrvinnslusjóður, skili þeim gögnum og upplýsingum sem um ræðir samkvæmt aðferðafræðinni sem sett er fram í ákvörðuninni í I viðauka, sem og skil á á því sniði sem sett er fram í ákvörðuninni í II viðauka og III viðauka á því sniði sem sett er fram í IV viðauka, sbr. a. lið 10. mgr. 2. gr. breytingarlaga nr. 103/2021. Þau lög taka gildi 1. janúar 2023. En í gr. 13.1 tilskipunar 2019/904 um áhrif plastvara á umhverfið kemur fram að fyrstu skil skulu vera fyrir árið 2022 (gögnum safnað um það almanaksár) og skil á þeim er í síðasta lagi 18 mánuðum eftir lok þess árs. (1) Tilskipun ESB 2019/904 mælir fyrir um skyldu aðildarríkja til að innleiða aðgerðir sem tryggja metnaðarfullan og viðvarandi samdrátt í neyslu ákveðinna tegunda einnota plastvara sem taldar eru upp í A-hluta viðauka tilskipunarinnar. Framkvæmdastjórnin leggur fram aðferðafræði við útreikning og sannprófun á þeim samdrætti á neyslu.(2) Skv. tilskipun ESB 2019/904 ber aðildaríkjum skylda til að skila gögnum um einnota plastvörur sem hafa verið settar á markað, ásamt upplýsingum um aðgerðir til að stuðla að samdrætti á neyslu slíkra einnota plastvara og gæðaeftirlitsskýrslu til framkvæmdastjórnarinnar ár hvert. Framkvæmdastjórnin tilgreinir sniðmát þeirrar skýrslu.  (3) Skv. tilskipun ESB 2019/904 hafa aðildarríki víðtækt svigrúm til þess að velja hvaða aðgerðir skuli innleiddar til þess að ná fram metnaðarfullum og viðvarandi samdrætti á neyslu ákveðinna einnota plastvara. Aðgerðir geta verið mismunandi eftir umhverfisáhrifum tiltekinna einnota plastvara yfir líftíma þeirra, þ.m.t. þegar þær verða að úrgangi. Aðgerðir skulu vera viðeigandi og ekki þess eðlis að þær valdi mismunun.(4) Það er viðeigandi að styðjast við mælingar á samdrætti á neyslu tiltekinna einnota plastvara á grundvelli þyngdar þar sem sú mæliaðferð endurspeglar umhverfisáhrif slíkra vara með hliðsjón af plastmengun. Sú aðferð samræmist einnig mæliaðferðum og skýrslusniðmáti fyrir umbúðir og umbúðaúrgang sem settar eru fram í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/270/EB, sem eru byggðar á þyngd og efni.(5) Það er einnig viðeigandi aðferðafræði að mæla neysluminnkun á grundvelli einingafjölda einnota plastvara sem settar eru á markað til að fylgjast með áhrifum, á neyslustigi, af samdrætti í neyslu á úrgangsforvarnir og þar með mögulegum samdrætti plastmengunar í umhverfinu.(6) Skv. 4. gr. tilskipunar ESB 2019/904 er aðildarríkjum veitt svigrúm til þess að velja milli þess að reikna neysluminnkun út frá annaðhvort heildarþyngd plastsins sem fellur undir tilskipunina og er sett á markað ár hvert eða á grundvelli einingafjölda slíkra vara sem settar eru á markað ár hvert. Báðar aðferðir veita viðeigandi gögn til að fylgjast með þróun neyslu og áhrifum aðgerða sem innleiddar hafa verið til forvarnar úrgangsmyndunar ásamt áhrifum á neyslu annarra vara sem eru ýmist endurnotanlegar eða innihalda ekki plast í stað þeirra sem falla undir þessa tilskipun. Aðildaríkjum býðst að velja á milli þessara tveggja aðferðafræða þá aðferðafræði sem samræmist betur stefnu þeirra til samdráttar á neyslu og aðgerða sem gripið er til samkvæmt 4. gr. tilskipunar ESB 2019/904.(7) Í þeim tilfellum þar sem fjöldi eða þyngd einnota plastvara sem settar eru á markað í tilteknu aðildarríki er ekki dæmigerð fyrir neyslu einnota plastvara í því aðildarríki vegna verulegra hreyfinga innan ESB á einnota plastvörum í heildsölu, er því aðildarríki heimilt að stilla af þyngd eða einingafjölda til að taka tillit til slíkra hreyfinga.(8) Ef aðildarríki velur að beita aðferðafræðinni sem byggð er á þyngd skal einnig tilkynna um heildarþyngd einnota plastvara sem eru að hluta til úr plasti sem hafa verið settar á markað, þar sem slíkar upplýsingar stuðla að samanburðarhæfum gögnum og gera það mögulegt að fá víðtækari yfirsýn yfir áhrif vegna kröfu um samdrátt í neyslu sem kemur fram í tilskipun ESB 2019/904.  (9) Til að tryggja framkvæmdastjórninni yfirsýn yfir þær aðgerðir sem aðildarríkin hafa gripið til til að ná samdrætti á neyslu einnota plastvara í samræmi við tilskipum ESB 2019/904 ætti snið skýrslunnar að innihalda leiðbeinandi lista yfir mismunandi flokka slíkra aðgerða. Aðildarríkjum er skylt að tilkynna allar aðgerðir sem hafa verið innleiddar, jafnvel þó að þær komi ekki fram í leiðbeinandi lista.(10) Til að tryggja nákvæmni og sannprófun gagna ætti snið skýrslunnar að tryggja allar þær færibreytur sem eru mikilvægar fyrir útreikning og sannprófun á samdrætti á neyslu einnota plastvara, fyrir skýrslugjöf gagna um slíkar vörur á markaði og fyrir þær aðgerðir sem hafa verið innleiddar til að ná fram samdrætti í neyslu. Aðferðafræði sem beitt er við útreikning og sannprófun á samdrætti á neyslu skal koma fram í skýrslu.(11) Aðferðafræði útreiknings og sannprófunar á samdrætti á neyslu einnota plastvara, sem kemur fram í 2. mgr. 4. gr. tilskipunar ESB 2019/904, ásamt sniðmáti fyrir gagnaskil um einnota plastvörur á markaði sem og upplýsingar um aðgerðir aðildarríkjanna, sem vísað er til í 4. mgr. 13. gr. þeirrar tilskipunar, eru efnislega nátengdar. Þar af leiðir að það er viðeigandi að samþykkja þessa gerð á grundvelli beggja þessara ákvæða til að tryggja samræmi milli reglna um útreikning, sannprófun og skýrslugjöf um samdrátt á neyslu einnota plastvara ásamt því að auðvelda aðgang að þeim reglum.(12) Aðferðarfræðin sem lögð er fram í þessari ákvöðurn er í samræmi við afstöðu Framkvæmdarstjórnarinnar um innleiðingu á vísindalegum og tæknilegum ferlum og innleiðingu á úrgangstilskipunum undir 39. gr. tilskipunar 2008/98/EB Evrópuþingsins og ráðsins. Í viðauka I við gerðina má finna aðferðafræðirnar sem aðildarríkin skulu velja á milli. Í viðauka II má finna sniðmátið sem aðildarríkin sklulu nota þegar þau standa skil á gögnum um einnota plastvörur á markaði. Í viðauka III má finna sniðmátið sem aðildarríkin skulu nota þegar þau standa skil á gögnum um aðgerðir sem innleiddar hafa verið til samdráttar neyslu á einnota plastvörum. Í viðauka IV má finna sniðmátið sem aðildarríkin skulu nota þegar þau standa skil á gæðaskýrslu varðandi áreiðanleika gagna og öðrum upplýsingum. Aðildarríki skulu eftir fremsta megni halda utanum og skila gögnum með rafrænum hætti. Framkvæmdastjórnin birtir gögn allra aðildarríkja nema að tiltekið aðildarríki framvísi lögmætri ástæðu fyrir því að gögnin skulu ekki birt. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ný reglugerð. Lagastoð er í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Úrvinnslusjóður| Umhverfisstofnun

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022D0162
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 26, 7.2.2022, p. 19
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D077785/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 75, 19.10.2023, p. 20
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/2318, 19.10.2023