32022D0252

Commission Implementing Decision (EU) 2022/252 of 21 February 2022 amending Implementing Decision (EU) 2020/1167 in order to specify the testing requirements to be applied to a 48 Volt efficient motor generator integrated in the transmission housing and combined with a 48 Volt/12 Volt DC/DC converter

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 266/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið að breyta ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar og taka þannig tillit til breyttrar tæknilegrar aðferðar við prófun á rafölum í ákveðnum ökutækjum. Áhrif óbein. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefn: Verið er að breyta ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar til að taka tillit til breyttrar tæknilegrar aðferðar við prófun á rafölum í ákveðnum ökutækjum.Aðdragandi: Þann 24. maí 2021 sendi birginn ZF Friedrichshafen AG inn umsókn fyrir samþykkt á nýsköpunartækni á tækni sem er notuð í 48 volta skilvirkum rafölum sem eru sambland af 48 volta og 12 volta DC/DC breytum til notkunar í fólksbifreiðum og ákveðnum tegundum af léttum ökutækjum sem og í tvinnbifreiðum (NOVC-HEV). Tæknin sem notuð er í framangreindum 48 volta rafölum hefur verið samþykkt sem nýsköpunartækni samkvæmt reglugerð 2019/631/ESB með Innleiðingarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2020/1167/ESB.Prófunaraðferðinni sem Innleiðingarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2020/1167/ESB á við verður að breyta vegna breyinga sem orðið hafa á tækni umsækjandans. Því verður að gera breytingu á viðauka við Innleiðingarákvörðun 2020/1167/ESB.Efnisútdráttur: Viðauka við Innleiðingarákvörðun 2020/1167/ESB er breytt.-      2. og 3. mgr. í lið 2.1 er breytt.o     Framleiðandinn skal leggja fram sönnun til gerðarviðurkenningaryfirvalda fyrir því að tíðnisvið 48 volta rafalsins sé hið sama eða jafnt og það sem sett er fram í töflu 1 eða töflu 1a.o     Skilvirkni 48 volta rafalsins skal vera ákveðin á grunni mælinga á þeim virknipunktum sem taldir eru upp í töflu 1 eða töflu 1a.-      5. mgr. bætist við lið 2.1.o     Þar sem rafalnum hefur verið komið fyrir í fólksbifreið eða léttu atvinnuökutæki sem uppfylla kröfur ii. undirliðar a-liðar 1. gr., og rafallinn er tengdur beint við inntaksskaft gírkassa, þ.e. sem innbyggður rafall til ræsinga, e. integrated starter generator, snúningstíðnir og tíðnir virknipunkta skal vera í samræmi við töflu 1a.o     Töflu 1a er breytt.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur þýðingu fyrir framleiðendur ökutækja. Ekki er starfandi framleiðandi ökutækis á Íslandi og því hefur gerðin ekki áhrif í dag hér á landi.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í a-lið 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Gæti tengst eitthvað útreikningum á gjöldum ökutækja sem byggjast á CO2-losun. Einnig er spurning um bifreiðagjöld sem byggja á CO2-losun.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Almenningur, Skatturinn, ökutækjaumboð og ökutækjainnflytjendur.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í a-lið 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Ekki er þörf innleiðingar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022D0252
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 41, 22.2.2022, p. 33
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 31, 20.4.2023, p. 65
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 106, 20.4.2023, p. 69