32022D0716

Commission Implementing Decision (EU) 2022/716 of 6 May 2022 on the approval of a Smart Diesel Fuel Heater for use in conventional combustion engine and certain hybrid electric passenger cars and light commercial vehicles as an innovative technology pursuant to Regulation (EU) 2019/631 of the European Parliament and of the Council

Verði gerð tekin upp í EES-samninginn birtist hún hér á íslensku eftir birtingu í EES-viðbæti
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðunin kveður á um samþykki fyrir vistvænni nýsköpun. Snjalltækni til að hita dísilolíu sem verður til að orkunotkun minnkar og dregur úr losun koltvísýrings. Engin bein áhrif hér á landi og enginn kostnaður

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Ákvörðunin kveður á um samþykki fyrir vistvænni nýsköpun. Snjalltækni til að hita dísilolíu sem verður til að orkunotkun minnkar og dregur úr losun koltvísýrings.Aðdragandi: Framleiðandinn Stellantis lagði fram umsókn um samþykki fyrir vistvænni nýsköpun, þ.e. Snjalltækni til að hita dísilolíu e. Smart Diesel Fuel Heater, til notkunar í fólksbílum og léttum atvinnubílum.Umsóknin var metin til samræmis við 11. gr. reglugerðar (ESB) nr. 2019/631, og gerðir (ESB) nr. 725/2011 og 427/2014.Tæknin er innbyggð í síusamstæðuna e. filter assembly. Hún fer í gang þegar eldsneytishitinn fer undir 5°C. Við 8°C slokknar síðan aftur á tækninni. Sérstakur hitaskynjarinn nemur hita eldsneytisins og gefur frá merki sem verða til að búnaðurinn kveikir á sér.Framleiðendur geta sótt um vottun til gerðarviðurkenningaryfirvalds vegna notkunar á nýsköpunartækni ef skilyrðin sem mælt er fyrir um í þessari ákvörðun eru uppfyllt. Með umsókn þarf að fylgja vottorð frá óháðum og löggiltum aðila sem staðfestir að nýsköpunartæknin uppfylli skilyrðin sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni. Þá þarf að vott að koltvísýringssparnaðurinn hafi verið í samræmi við prófunaraðferðina sem fram koma í þessari ákvörðun.Það er á ábyrgð gerðarviðurkenningaryfirvalds að sannreyna að vottun koltvísýringssparnaðarins sem af nýsköpunartækninni hlýst sé í samræmi við þá ákvörðun sem hér er fjallað um. Þar sem vottunin er gefin út skal ábyrgt gerðarviðurkenningaryfirvald tryggja að allir þættir sem teknir eru til skoðunar fyrir vottunina séu skráðir í prófunarskýrslu. Sjá skal til þess að niðurstöður séu geymdar ásamt sannprófunarskýrslunni. Framkvæmdastjórnin getur fengið aðgang að þessum gögnum eftir óskum.Efnisútdráttur: Ákvörðunin inniheldur 5. ákvæði ásamt viðauka.1.    gr. - nýsköpunartækni. Snjalltækni til að hita dísilolíu e. Smart Diesel Fuel Heater er samþykkt sem vistvæn nýsköpun skv. 11. gr. reglugerðar (ESB) 2019/631, að því tilskildu að hann sé í samræmi við nánar tiltekin atriði í ákvæðinu.2.    gr. – umsókn um vottun á koltvísýringssparnaði.Framleiðandi getur leitað til gerðarviðurkenningaryfirvalds til þess að fá vottun á koltvísýringssparnaði vegna notkunar nýsköpunartækninnar skv. 1. gr.Framleiðandinn skal tryggja að umsókninni fylgi sannprófunarskýrsla frá óháðum og löggiltum aðila sem staðfestir að tæknin sé í samræmi við a- og b-lið 1. gr.Þegar koltvísýringssparnaður hefur verið vottaður í samræmi við 3. gr., skal framleiðandinn tryggja að vottaður koltvísýringssparnaður og vistvænn nýsköpunarkóði, sem mælt er fyrir um í 4. gr. , sé skráður í samræmisvottorð viðkomandi ökutæki3.    gr. – vottun á koltvísýringssparnaði. M.a. er tekið fram að gerðarviðurkenningaryfirvald skuli fara eftir aðferðarfræðinni sem sett er fram í viðaukanum. Gerðarviðurkenningaryfirvald skal skrá alla þætti sem teknir eru til skoðunar fyrir vottunina í prófunarskýrslu og geyma hana ásamt sannprófunarskýrslunni. Einungis skal votta ef tæknin er í samræmi við a- og b-lið 1. gr. og ef sparnaðurinn nær ákveðnum gildum sem sett eru fram í 7. tölulið viðaukans.4.    gr. – vistvænn nýsköpunar kóði. Nýsköpunartæknin, sem samþykkt er með þessari ákvörðun, er kennd við vistvænan nýsköpunarkóða 37.5.    gr. Gildistökuákvæði.Í viðauka með ákvörðuninni eru til greindar aðferðir til að ákvarða koltvísýringssparnað af tækninni sem til umræðu er hér.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Ákvörðunin ætti ekki að hafa bein áhrif þar sem engir framleiðendur eru starfandi hér á landi.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er a-liður 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Enginn kostnaður.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Framleiðendur og gerðarviðurkenningaryfirvöld en slíkir aðilar eru ekki starfandi hér á landi.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiðingar ekki þörf.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022D0716
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 133, 10.5.2022, p. 33
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar