32022D0835
Commission Implementing Decision (EU) 2022/835 of 25 May 2022 on the unresolved objections regarding the conditions for granting an authorisation for the biocidal product Primer Stain TIP in accordance with Regulation (EU) No 528/2012 of the European Parliament and of the Council


Verði gerð tekin upp í EES-samninginn birtist hún hér á íslensku eftir birtingu í EES-viðbæti

Gerð ekki til á íslensku
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Ákvörðun nær yfir sæfivöru frá Lanxess Deutschland GmbH (umsækjandi) og snýr að því að skilyrði iii. lið b-liðar 1. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) 528/2012 (BPR) eru uppfyllt að því gefnu að það komi fram í leyfi og á merkimiða vörunnar nákvæmar upplýsingar um notkun hlífðarhanska og utanyfirgalla við notkun sæfivörunnar.
Nánari efnisumfjöllun
Frakkland er tilvísunaraðildarríkið sem metur umsókn um gagnkvæma viðurkenningu, samhliða, fyrir umrædda sæfivöru, sbr. 34. gr. BPR. Sæfivaran tilheyrir vöruflokki 8; viðarvarnarefni og inniheldur virku efnin tebúkónasól, IPBC, og permetrín.Ákvörðunin kemur í kjölfar andmæla Frakklands til samræmingarhóps þess efnis að sæfivaran uppfylli ekki skilyrði iii. liðar b-liðar 1 mgr. 19. gr. BPR vegna ófullnægjandi krafna um hlífðarklæðnað til að tryggja örugga meðhöndlun sæfivörunnar.Engin niðurstaða náðist í samræmingarhópnum svo andmælunum var vísað til framkvæmdastjórnarinnar. Framkvæmdarstjórnin ályktaði að sæfivaran uppfylli skilyrði iii. liðar b-liðar 1. mgr. 19. gr. BPR að því gefnu að á merkimiða hennar komi fram að: „Klæðast skal efnaþolnum hlífðarhönskum sem mæta Evrópustaðli EN 374 (efni hanskans tekið fram af leyfishafa) við notkun með burstun og rúllun og sjálfvirka dýfun, klæðast skal efnaþolnum hlífðarhönskum sem mæta Evrópustaðli EN 374 (efni hanskans tekið fram af leyfishafa) og utanyfirgalla af að minnsta kosti týpu 6 skv. Evrópustaðli EN 13034 við handstýrða dýfun og dembun og klæðast skal efnaþolnum hlífðarhönskum sem mæta Evrópustaðli EN 374 (efni hanskans tekið fram af leyfishafa) ef viður nýlega meðhöndlaður með vörunni er meðhöndlaður handvirkt í kjölfarið
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta |
Innleiða þarf þessa ákvörðun með tilvísunaraðferð í reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur. Lagaheimild er í 3. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Innan fjárhagsáætlunar |
---|
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32022D0835 |
---|---|
Samþykktardagur hjá ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 147, 30.5.2022, p. 49 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
Samþykktardagur i ESB |
---|