Ákvörðun um vaktlistaefni til vöktunar á ástandi vatns - 32022D1307

Commission Implementing Decision (EU) 2022/1307 of 22 July 2022 establishing a watch list of substances for Union-wide monitoring in the field of water policy pursuant to Directive 2008/105/EC of the European Parliament and of the Council

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.02 Vatn
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 348/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins um umhverfisgæðakröfur (Envrionmental Quality Standards) skal gefa út vaktlista sem samanstendur af efnum sem aðildarríki skulu vakta. Á vaktlistanum eru efni eða efnahópar sem talin eru líkleg til að valda skaða á lífríki en gögn um útbreiðslu og áhrif eru ekki til eða ófullnægjandi og þarf þar af leiðandi að vakta efnin.
Vaktlistinn er endurskoðaður á tveggja ára fresti og má hvert efni aðeins vera fjögur ár á listanum.
Í 19. gr a, reglugerð nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun er sett fram krafa um vöktun efna á vaktlista. Þessi ákvörðun Evrópusambandsins hefur ekki í för með breytingar á íslensku regluverki né kostnaðarauka.

Nánari efnisumfjöllun

Í 19. gr. a í reglugerð 535/2011 kemur fram: Vöktun efna á vaktlista fer fram til að safna gögnum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu er ætlað að styðja ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við ákvarðanatöku um þau efni sem skulu vera á skrá yfir forgangsefni, sbr. A-hluta lista III í viðauka með reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns og til að bæta við önnur gögn sem m.a. fást með greiningum og úttektum í tengslum við álagsgreiningu og hættumat skv. 7. gr. og með vöktun skv. 13. gr.Þegar vöktun á einstaka efnum hefur staðið yfir í fjögur ár eru teknar ákvarðanir um áhættu efnanna. Annað hvort eru þau metin hættulaus eða hættulítil umhverfinu eða eru metin skaðleg lífríkinu og verða þar af leiðandi hluti af forgangsefnum (priority substances) til frekari vöktunar.  Forgangslistinn er settur fram í lögum um stjórn vatnamála og í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns er hann settur fram ásamt umhverfismörkum.Þrjú efni eru tekin af listanum: metaflumizone, amoxicillin and ciprofloxacinSex efni (efnahópar) eru áfram á lista 2022 síðan árið 2020: sulfamethoxazole, trimethoprim, venlafaxine and its metabolite O-desmethylvenlafaxine, hópar af tíu azole efnum (pharmaceuticals clotrimazole, fluconazole og miconazole. Plöntuvarnarefnin imazalil, ipconazole, metconazole, penconazole, prochloraz, tebuconazole and tetraconazole) og sveppalyfin famoxadone and dimoxystrobin.Til viðbótar við ofangreind sex efni er eftirfarandi efnum bætt við vaktlistann: sveppalyfið azoxystrobin, illgresiseyðirinn diflufenican, skordýra- sníklalyfið fipronil, sýklalyfin clindamycin og ofloxacin, sykursýkislyfið metformin og afurð þess guanylurea, þrjú efni í sólarvörnum (butyl methoxydibenzoylmethane, einnig þekkt sem avobenzone; octocrylene; og benzophenone-3, einnig þekkt sem oxybenzone).

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun. Lagastoð í lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Umhverfisstofun hefur séð um mælingar á vaktlistaefnum og hefur sú fjármögnun fallið innan fjárhagsramma stjórnar vatnamála.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022D1307
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 197, 26.7.2022, p. 117
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 29.6.2023, p. 96
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 164, 29.6.2023, p. 98