32022D2087

Commission Implementing Decision (EU) 2022/2087 of 26 September 2022 confirming or amending the provisional calculation of the average specific emissions of CO2 and the specific emissions targets for manufacturers of passenger cars and light commercial vehicles for the calendar year 2020 and informing manufacturers of the values to be used for the calculation of the specific emissions targets and derogation targets for the calendar years 2021 to 2024 pursuant to Regulation (EU) 2019/631 of the European Parliament and of the Council

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 074/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Gerðin tengist reglugerð (ESB) 2019/631. Sú reglugerð er um setningu staðla um losun koltvísýrings frá nýjum fólksbifreiðum og nýjum léttum atvinnuökutækjum. Þessi viðbót við gerðina fjallar um útreikning framleiðenda á CO2 gildum nýrra gerðarviðurkenndra ökutækja. Ekki kostnaður. Eingöngu óbein áhrif.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Gerðin tengist reglugerð (ESB) 2019/631. Sú reglugerð er um setningu staðla um losun koltvísýrings frá nýjum fólksbifreiðum og nýjum léttum atvinnuökutækjum. Þessi viðbót við gerðina fjallar um útreikning framleiðenda á CO2 gildum nýrra gerðarviðurkenndra ökutækja.Aðdragandi: Framkvæmdastjórninni ber í samræmi við reglugerð (ESB) 2019/631 að ákvarða á hverju ári meðaltal koltvísýringslosunar og markmið um losun fyrir hvern framleiðanda nýrra fólksbifreiða og léttra atvinnuökutækja. Útreikningur á meðaltali koltvísýringslosunar og losunarmarkmiða ársins 2020 byggir á ítarlegum gögnum yfirvalda um nýskráningu þessara ökutækja.Í samræmi við 4. gr. reglugerðar (ESB) 2019/631 skal líta svo á að framleiðandi uppfylli losunarmarkmið ef meðaltal losunar fer ekki yfir þau viðmið sem fram koma í þessari nýju gerð. Fyrir framleiðendur sem hafa stofnað samlag ætti að meta heilar losun í samræmi við 6. gr. framangreindrar reglugerðar.Tekið er tillit til samdráttar í losun sem næst með því að nota nýsköpunartækni sem dregur úr losun koltvísýrings. Tæknina þarf að samþykkja af framkvæmdastjórninni í samræmi við 11. gr. reglugerða (ESB) nr. 2019/631. Á almanaksárinu 2020 er aðeins tekið tillit til koltvísýringssparnaðar í vistvænni nýsköpun.Í samræmi við 4. mgr. 2. gr. reglugerðar (ESB) 2019/631 eru framleiðendur sem bera ábyrgð á færri en 1.000 nýskráðum ökutækjum undanþegnir því að þurfa að uppfylla tiltekið losunarmarkmið. Engu að síður er rétt að reikna út og tilkynna meðaltal losunar þeirra sem og fjölda nýrra ökutækja sem skráð eru á þeirra vegum.Í þessari nýju gerð koma einnig fram ný gild sem nota á við útreikning á sérstökum losunarmarkmiðum og undanþágumarkmiðum fyrir árin 2021-2024. Það er í samræmi við 4. og 5. lið A og B hluta I viðauka við reglugerð (ESB) 2019/631.Gildin sem sett eru fram í þessari ákvörðun og nota á til að meta losun hvers framleiðenda er hægt að endurskoða. Til þess að svo yrði þyrftu yfirvöld í tilteknu landi staðfesta frávik frá þeim. Þau gildi sem þá yrðu til yrðu notuð til að ákvarða hvort framleiðandi uppfylli kröfur um losun.Efnisútdráttur: Gerðin inniheldur tvö ákvæði og tvo viðauka.•        1. gr.1. mgr.: Gildin sem varða frammistöðu framleiðanda fólksbíla og léttra atvinnubíla að því er varðar almanaksárið 2020 eru tilgreind í A- og B- hluta I. viðauka við þessa ákvörðun.2. mgr.: Gildin sem nota á við útreikning á sérstökum losunarmarkmiðum og undanþágumarkmiðum fyrir árin 2021-2024 í samræmi við 4. og 5. lið A og B hluta I. viðauka við reglugerð (ESB) 2019/631 eru tilgreind í A og B hluta II. viðauka við þessa ákvörðun.•        2. gr.Þessari ákvörðun er beint til framleiðenda og samlaga sem myndaðir eru í samræmi við 6. gr. reglugerðar 2019/631. Allir framleiðendurnir eru upptaldir í greininni.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Ákvörðunin ætti ekki að hafa áhrif þar sem engir framleiðendur eru starfandi hér á landi.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er a-liður 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Enginn kostnaður.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Framleiðendur og gerðarviðurkenningaryfirvöld en slíkir aðilar eru ekki starfandi hér á landi.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er a-liður 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022D2087
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 280, 28.10.2022, p. 49
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 77, 26.10.2023, p. 74
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/2355, 26.10.2023