Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2110 frá 11. október 2022 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT) samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB, fyrir vinnslu járnríkra málma. - 32022D2110
Commission Implementing Decision (EU) 2022/2110 of 11 October 2022 establishing the best available techniques (BAT) conclusions, under Directive 2010/75/EU of the European Parliament and of the Council on industrial emissions, for the ferrous metals processing industry


Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2110 frá 11. október 2022 um að fastsetja niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT), samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/75/ESB um losun í iðnaði, vegna vinnsluiðnaðar fyrir járnríka málma
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 20 Umhverfismál, 20.03 Loft |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 104/2023 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Um er að ræða ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar sem skilgreinir niðurstöður um bestu aðgengilegu tækni (BAT-niðurstöður) fyrir vinnslu járnríkra málma. Gildissvið gerðarinnar nær einnig yfir yfirborðsmeðferð málma eða plastefni með rafgreiningaraðferðum eða efnafræðilegum aðferðum þar sem rúmmál meðhöndlunartanka er meira en 30 m3 og einkarekna meðhöndlun á skólpi sem er losað af stöð sem falla undir ofangreint.
Nánari efnisumfjöllun
BAT-niðurstöðurnar (e. BAT Conclusions; BATC) eiga við um atvinnurekstur sem er tilgreindur í lið 2.3, 2.6 og að hluta til 6.11 í viðauka I laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir (tilskipun 2010/75/ESB). BAT- niðurstöður eru gefnar út af Evrópusambandinu og ráðinu og eru mikilvægur liður í verklagi sem tilskipun 2010/75/EB um losun í iðnaði kveður á um. Gefnar eru út nýjar BAT niðurstöður með reglubundnum hætti og þær birtar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Í ferlinu sem ákvarðar BAT niðurstöður er jafnhliða gert ítarlegt BAT-tilvísunarskjal (e. BAT reference document; BREF) þar sem mengun frá umræddri starfsemi er greind og niðurstöðum þessara greininga er ætlað að stuðla að gagnsæi og fyrirsjáanleika um með hvaða hætti BAT-niðurstöður eru ákvarðaðar.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Breyta reglugerð nr. 935/2018 um BAT (bestu aðgengilegu tækni) o.fl. á sviði atvinnurekstrar sem haft getur í för með sér mengun. Breyta reglugerðinni með því að bæta við nýjum tölulið við 5. gr. með tilvísun í ákvörðunina. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað |
---|---|
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands | Ólíklegt er að mati Umhverfisstofnunar að sérstakir hagsmunir Íslands tengist þessari gerð. |
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið |
---|---|
Ábyrg stofnun | Umhverfis- og orkustofnun |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32022D2110 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 284, 4.11.2022, p. 69 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
Samþykktardagur i ESB |
---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 51 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2023/02257, 9.11.2023 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Hvít: Ekki þörf á laga- eða reglugerðabreytingum til að innleiða gerðina |
---|