32022L0431

Directive (EU) 2022/431 of the European Parliament and of the Council of 9 March 2022 amending Directive 2004/37/EC on the protection of workers from the risks related to exposure to carcinogens or mutagens at work


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/431 frá 9. mars 2022 um breytingu á tilskipun 2004/37/EB um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum eða stökkbreytivöldum á vinnustað
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 18 Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 165/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipun nr. 2022/431 (EB) frá 9. mars 2022 um breytingu á tilskipun 2004/37/EB um vernd starfsmanna um hættum tengdum efnum sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu í kímfrumum felur í sér breytingar á tilskipun 2004/37/EB sem fjallar um vernd starfsmanna gegn hættu tengdri útsetningu krabbameinsvaldandi efna eða efna sem geta valdið stökkbreytingum á vinnustöðum. Eldri gerðin hefur verðið innleidd hérlendis með reglugerð nr. 530/2020, um verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu í kímfrumum, sbr. einnig reglugerð nr. 1136/2020.

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipun nr. 2022/431 (EB) frá 9. mars 2022 um breytingu á tilskipun 2004/37/EB um vernd starfsmanna um hættum tengdum efnum sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu í kímfrumum  felur í sér breytingar á tilskipun 2004/37/EB sem fjallar um vernd starfsmanna gegn hættu tengdri útsetningu krabbameinsvaldandi efna eða efna sem geta valdið stökkbreytingum á vinnustöðum. Eldri gerðin hefur verðið innleidd hérlendis með reglugerð nr. 530/2020, um verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu í kímfrumum, sbr. einnig reglugerð nr. 1136/2020.  Þær breytingar sem umrædd tilskipun felur í sér snúa að skilgreiningum ásamt því að skerpt er á nokkrum atriðum. Innleiðingin felur því í sér litlar efnisbreytingar á gildandi reglugerð um efnið. Af þessu leiðir að áhrif hér á landi ættu að vera lítil og kallar innleiðing gerðarinnar líklega hvorki á auknar kröfur til atvinnulífsins né aukið eða breytt eftirlit Vinnueftirlitsins. Þess ber að geta að reglugerð um verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á kímfrumum tengist jafnframt reglugerð nr. 390/2009, um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum. Innleiðing umræddrar Evrópugerðar sem hér er til umræðu kallar því á uppfærslu á mengunarmarkaskrá sem er í viðauka reglugerðarinnar. Efni sem tiltekin eru í tilskipuninni eru flest nú þegar með sömu eða lægri mengunarmörk í gildi hérlendis þannig að einungis þarf að uppfæra mengunarmörk í tilviki lítils hluta efnanna sem eru tiltekin en mengunarmörk þeirra efna sem breytast eru lítið notuð hérlendis. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022L0431
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 88, 16.3.2022, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 571
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 87, 30.11.2023, p. 37
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02562, 30.11.2023