32022L0642

Directive (EU) 2022/642 of the European Parliament and of the Council of 12 April 2022 amending Directives 2001/20/EC and 2001/83/EC as regards derogations from certain obligations concerning certain medicinal products for human use made available in the United Kingdom in respect of Northern Ireland and in Cyprus, Ireland and Malta


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.13 Lyf

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 2022/642 frá 12. apríl 2022 um breytingu á tilskipununum 2001/20/EB og 2001/83/EB að því er varðar undanþágur frá tilteknum skyldum er varðar tiltekin mannalyf sem booðin eru fram í Breska konungsríkinu að því er varðar Norður-Írland og á Kýpur, Írlandi og Möltu.

Nánari efnisumfjöllun

Bretland sagði sig úr ESB þann 1. febrúar 2020. Samkvæmt 126. og 127. grein samningsins um úrsögn Bretlands og Norður-Írlands úr ESB ("Afturköllunarsamningur") gilda EES-lög um og í Bretlandi á aðlögunartímabili sem lauk 31. desember 2020 („aðlögunartímabilið“). Samkvæmt bókuninni um Írland/Norður-Írland („bókunin“), sem er óaðskiljanlegur hluti úrsagnarsamningsins, skulu ákvæði ESB-laga sem skráð eru í 2. viðauka við bókunina gilda um og í Bretlandi í tengslum við Norður-Írland. Í 2. viðauka eru tilskipanir 2001/20/EB og 2001/83/EB og verða lyf sem markaðssett eru á Norður-Írlandi að uppfylla þessar reglur.Kýpur, Írland, Malta og Norður-Írland hafa í gegnum tíðina reitt sig á framboð á lyfjum frá eða í gegnum hluta Bretlands utan Norður-Írlands og aðfangakeðjurnar fyrir þessa markaði eru ekki enn að fullu samræmdar til að uppfylla lög ESB. Til að koma í veg fyrir lyfjaskort og tryggja mikla vernd lýðheilsu er talið nauðsynlegt að breyta tilskipunum 2001/20/EB og 2001/83/EB til að koma á undanþágum fyrir lyf sem afhent eru til Kýpur, Írlands, Möltu og Norður-Írlands.Tilskipunin hefur að geyma breytingarákvæði sem gilda um undanþágur frá kröfum um framleiðslu- og innflutningsleyfi fyrir prófunarblöndur, reglur um lotuprófun lyfja, útgáfu og umsókn um markaðsleyfi, innflutning lyfja, gæðaeftirlitspróf vegna innflutnings frá þriðju löndum og aðsetur og vinnustaður fyrir sérfræðing á vegum handhafa framleiðandaleyfis og fyrir þann sérfræðing sem ber ábyrgð á lyfjaeftirliti. Þá eru í tilskipuninni ákvæði um skilyrði fyrir auknu eftirliti og framfylgd þeirra reglna sem varða undanþágur sem settar eru með þessari tilskipun og um birtingu lyfjalista þar sem undanþágum þessarar tilskipunar hefur verið beitt.Tilskipunin gerir því ákveðnar breytingar til að tryggja að lyf verði áfram fáanleg í Norður-Írlandi, Kýpur, Írlandi og Möltu eftir Brexit. Aðlögunartími er því framlengdur um þrjú ár. Tilskipunin setur þó ákveðnar kröfur um gæðaeftirlit þegar lyf er flutt til Bretlands og áfram til Kýpur, Írlands eða Möltu. Einnig er ákvæði um áframhaldandi markaðsleyfi þrátt fyrir að markaðsleyfishafinn sé staðsettur í Bretlandi (þriðja landi). Óvissa var uppi um hvort þessi gerð ætti að vera hluti af EES samningnum þar sem hún er sett vegna útgöngusamnings ESB við Bretland, EFTA löndin eru með sér samninga varðandi þetta og ekki aðilar að þessum útgöngusamning. Til að tryggja öryggi í aðfangakeðju lyfja er þó talið nauðsynlegt fyrir EFTA löndin að taka þessa gerð upp í EES-samninginn.   

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Verður innleidd með gildistökureglugerð með stoð í lyfjalögum nr. 100/2020.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Heilbrigðisráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022L0642
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 118, 20.4.2022, p. 4
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2021) 997
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar