32022L1999

Directive (EU) 2022/1999 of the European Parliament and of the Council of 19 October 2022 on uniform procedures for checks on the transport of dangerous goods by road (codification)


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Felldar eru saman nokkrar gerðir Evrópusambandsins um samræmt eftirlit með flutningi á hættulegum farmi á landi. Áhrif hér á landi lítil. Ekki kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Með tilskipun 2022/1999 eru færðar saman í eina gerð, e. codification, nokkrar gerðir um samræmt eftirlit með flutningi á hættulegum farmi á landi. Með e. codification er átt við að færðar eru saman í eina tiltekna gerð nokkrar gerðir sem á undan fóru. Annað hvort nokkrar breytingar á tiltekinni grunngerð, eins og í þessu tilviki, eða nokkrar skyldar gerðir. Þegar um er að ræða e. codification er ekki um að ræða efnislegar breytingar; sjá: http://ec.europa.eu/dgs/legal_service/recasting_en.htm.Gerðirnar sem verið er að fella í eina eru tilskipun 95/50 um samræmt eftirlit með flutningum á vegum og síðari breytingar á henni.Í nýrri gerð er fjallað um skyldur ríkjanna til að gera athuganir á ökutækjum sem notuð eru til að flytja vörur á vegum ESB. Þá er gert ráð fyrir að aðildarríkin skili framkvæmdastjórninni skýrslu um hvernig til hefur tekist.Innviðaráðuneytið óskaði eftir umsögn lögreglustjóranna á Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Vesturlandi um tilskipun Evrópusambandsins 2022/1999.Í umsögn sem send var nafni lögreglustjóraembættanna þriggja sagði:Ofangreind tilskipun hefur verið yfirfarin og virðist ekki hafa í för með sér stórvægilegar breytingar á núgildandi lagaumhverfi, þó uppfæra verði reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi.Þó telja lögreglustjórarnir afar mikilvægt að viðaukar I, II og III við tilskipunina verði teknir upp sem viðaukar við núgildandi reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi en áður var aðeins vísað til sambæilegra viðauka í tilskipuninni án þess að viðaukarnir væru teknir upp í reglugerðinni.Ekki verða efnisbreytingar á gildandi lagaumhverfi og áhrif gerðarinnar sökum þess lítil. Ekki kostnaður. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi, nr. 766/2017. heimild í 2. mgr. 50. gr. og 5. mgr. 73. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022L1999
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 274, 24.10.2022, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar