Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um nánari útfærslu RED - 32022R0030

Commission Delegated Regulation (EU) 2022/30 of 29 October 2021 supplementing Directive 2014/53/EU of the European Parliament and of the Council with regard to the application of the essential requirements referred to in Article 3(3), points (d), (e) and (f), of that Directive


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/30 frá 29. október 2021 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53/ESB að því er varðar beitingu grunnkrafnanna sem um getur í d-, e- og f-lið 3. mgr. 3. gr. þeirrar tilskipunar
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.18 Upplýsingatækni, fjarskipti og gagnavinnsla
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 317/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um ræðir framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/30, þar sem útfærðar eru nánar grunnkröfur til tiltekinna tegunda þráðlauss fjarskiptabúnaðar. Gerðin er því til fyllingar ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53 (Radio Equipment Directive eða RED) sem innleidd var hér á landi með reglugerð nr. 944/2019 um þráðlausan fjarskiptabúnað.

Nánari efnisumfjöllun

Um ræðir framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/30, þar sem útfærðar eru nánar grunnkröfur til tiltekinna tegunda þráðlauss fjarskiptabúnaðar. Gerðin er því til fyllingar ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53 (Radio Equipment Directive eða RED) sem innleidd var hér á landi með reglugerð nr. 944/2019 um þráðlausan fjarskiptabúnað. Nánar tiltekið er nýja gerðin til fyllingar d-, e- og f-liðum 3. mgr. 3. gr. RED sem taka til verndunar netkerfis, persónuverndar og verndar gegn svikum. Umrædd ákvæði RED eru innleidd í ákvæði 26. gr. gildandi laga um fjarskipti, nr. 70/2022, þ.e. grunnkröfur sem þráðlaus fjarskiptabúnaður skal uppfylla til að hann megi markaðssetja á Evrópska efnahagssvæðinu.Markmið nýju gerðarinnar er að taka á atriðum sem varða öryggi fjarskiptabúnaðar, þar á meðal meðferð persónuupplýsinga og persónuvernd. Að mati ESB verður auknu öryggi við notkun 5G fjarskiptabúnaðar  verði best náð með sameiginlegu regluverki, frekar en að einstök ríki setji sér reglur á þessu sviði.Í 1. gr. er skilgreint hvaða fjarskiptabúnaður skuli falla undir framangreind ákvæði 3. mgr. 3. gr. RED, en undanþágur frá þessu greinir í 2. gr. (ef fjarskiptabúnaður fellur undir nánar tilgreint samevrópskt regluverk).Þannig skulu grunnkröfur skv. d-lið 3. mgr. 3. gr. RED gilda um hvers konar fjarskiptabúnað sem getur tengst yfir internetið hvort sem hann tengist beint eða í gegnum einhvers konar annan búnað (sbr. 1. mgr. 1. gr.). Þ.e. slíkur búnaður valdi hvorki skaða á fjarskiptanetinu eða virkni þess né því að netbúnaður sé misnotaður og valdi með því óviðunandi skerðingu á þjónustu.Þá skulu grunnkröfur skv. e-lið 3. mgr. 3. gr. RED gilda um eftirtalinn fjarskiptabúnað sem er kleift að vinna persónuupplýsingar í merkingu 1. og 2. mgr. 4. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) eða fjarskiptaumferðar- og staðsetningarupplýsingar í merkingu b- og c-liða 2. gr. tilskipunar (ESB) 2002/58 um persónuvernd í fjarskiptum (sbr. 2. mgr. 1. gr.):a)      net-tengdur fjarskiptabúnaður annar en fellur undir stafliði b-d;b)      fjarskiptabúnaður sem  hannaður er eða sérstaklega ætlaður til umönnunar barna;c)      fjarskiptabúnaður sem fellur undir tilskipun (ESB) 2009/48 um öryggi leikfanga;d)      fjarskiptabúnaður sem er hannaður eða ætlaður til að (eingöngu eða mögulega) klæðast/hanga/festa á eitthvað af eftirtöldu:                                                              i.      hvaða líkamshluta sem er, þ.m.t. höfuð, háls, búk, handleggi, hendur, fótleggi og fætur;                                                            ii.      hvers konar fatnað, þ.m.t. höfuðföt, handa- og fótabúnað sem ætlaður er fyrir mannfólk.Þ.e. í slíkum búnaði séu innbyggðar öryggisráðstafanir til að sjá til þess að persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs notandans njóti verndar.Loks skulu grunnkröfur skv. f-lið 3. mgr. 3. gr. RED gilda um hvers konar nettengdan fjarskiptabúnað ef hann gerir handhafa/notanda mögulegt að millifæra fjármuni (peninga/ígildi peninga) eða sýndarfé í skilningi d-liðar 2. gr. tilskipunar (ESB) 2019/713 er fjallar um reglur til varnar svikum (sbr. 3. mgr. 1. gr.). Þ.e. slíkur búnaður skal vera gerður fyrir sérstakar aðgerðir sem tryggja vörn gegn svikum.Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. nýju gerðarinnar er fjarskiptabúnaður sem fellur undir gildissvið eftirfarandi ESB-reglugerða undanþeginn grunnkröfum skv. d-, e. og f-liðum 3. mgr. 3. gr. RED:Reglugerð (ESB) 2017/745 um lækningatæki (sjá hér á landi lög um lækningatæki, nr. 132/2020)Reglugerð (ESB) 2017/746 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi (sjá hér á landi sömu lög, um lækningatæki, nr. 132/2020)Ennfremur er skv. 2. mgr. 2. gr. nýju gerðarinnar fjarskiptabúnaður sem fellur undir gildissvið eftirfarandi ESB-reglugerða, og rúmast innan 2.-3. mgr. 1. gr. þessarar nýju gerðar, undanþeginn grunnkröfum skv. d-, e- og f-liðum 3. mgr. 3. gr. RED:Reglugerð (ESB) 2018/1139 um Flugöryggisstofnun Evrópu/EASAReglugerð (ESB) 2019/2144 um gerðarviðurkenningarkröfur að því er varðar vélknúin ökutæki og eftirvagna þeirra, og kerfi, íhluti og aðskildar tæknieiningar sem ætlaðar eru í slíku ökutæki, með tilliti almenns öryggis þeirra og verndunar farþega í ökutækjum og óvarinnar vegfarendaReglugerð (ESB) 2019/520 um samhæfni rafrænna vegtollakerfa og tilliðkun fyrir upplýsingaskiptum milli ríkja vegna vangoldinna vegatolla í SambandinuLoks er í 3. gr. nýju gerðarinnar kveðið á um gildistöku hennar; en henni á að framfylgja frá og með 1. ágúst 2024.Innleiðing þessarar nýju gerðar kallar á breytingu á reglugerð nr. 944/2019 um þráðlausan fjarskiptabúnað (einföld tilvísun, nýr 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, sambærilegur 3. tölul.). 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Nýr 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 944/2019 um þráðlausan fjarskiptabúnað. Fyrirhuguð er endurútgáfa hennar vegna endurnýjaðra laga um fjarskipti, nr. 70/2022, lagastoð nú í 33. gr. þeirra.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Tilgangur gerðarinnar er að auka öryggi þráðlauss fjarskiptabúnaðar, en notkun slíks búnaðar fer vaxandi í samfélaginu með snjallvæðingu/5G tækni.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0030
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 7, 12.1.2022, p. 6
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2021)7672
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 29.6.2023, p. 48
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 164, 29.6.2023, p. 50