Innleiðingarreglugerð um viðmið fyrir lækkun úrgangsgjalds fyrir móttöku og meðhöndlun úrgangs frá skipum - 32022R0091

Commission Implementing Regulation (EU) 2022/91 of 21 January 2022 defining the criteria for determining that a ship produces reduced quantities of waste and manages its waste in a sustainable and environmentally sound manner in accordance with Directive (EU) 2019/883 of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/91 frá 21. janúar 2022 um skilgreiningu á viðmiðunum til að ákvarða að við siglingu skips falli til minna magn af úrgangi og að úrganginum sé stjórnað á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/883
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 20.05 Úrgangur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 340/2022

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Gerðin er innleiðingargerð framkvæmdastjórnar ESB um það hvernig meta eigi hvort skilyrði séu fyrir hendi til að lækka gjald fyrir móttöku og meðhöndlun á úrgangi frá skipum samkvæmt heimild í tilskipun 2019/883.

Nánari efnisumfjöllun

Gerðin er innleiðingargerð framkvæmdastjórnarinnar sem sett er samkvæmt heimild í tilskipun um aðstöðu í höfnum til að taka á móti úrgangi skipa og farmleifum (Directive (EU) 2019/883 of the European Parliament and of the Council of 17 April 2019 on port reception facilities for the delivery of waste from ships, amending Directive 2010/65/EU and repealing Directive 2000/59/EC).Ákvörðun Sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 191/2022 um upptöku tilskipunar 2019/883 hefur ekki tekið gildi þar sem staðfesting á stjórnskipulegum fyrirvara allra EES EFTA ríkjanna liggur ekki fyrir ennþá.Samkvæmt tilskipun 2019/883, grein 8(5), er heimilt að lækka gjald sem innheimt er fyrir móttöku og meðhöndlun á úrgangi og farmleifum frá skipum að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þ.e. a) á grundvelli þeirrar starfsemi sem skipið sinnir, einkum ef skipið er í stuttum ferðum og b) ef unnt er að sýna fram á að hönnun skipsins, búnaður og starfræksla þess sé með þeim hætti að minni úrgangur verði til um borð og meðhöndlun úrgangs sé með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Sett eru fram viðmið sem annars vegar skylt er að taka mið af og hins vegar viðmið sem eru valbundin.Samkvæmt lögum 11. gr. c í lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda og 2. gr. reglugerðar nr. 1201/2014 um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum má lækka úrgangsgjald ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð. Að beiðni Faxaflóahafna veitti Umhverfisstofnun leiðbeiningar um hvernig meta mætti hvort skilyrði væri fyrir hendi til að lækka gjaldið og var niðurstaða stofnunarinnar sú að lækka mætti gjaldið ef viðkomandi skip getur sýnt fram á að gengið sé lengra hvað varðar umhverfisstjórnun en skylt er  samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum, þ.m.t. ákvæðum í alþjóðlegum samningum. Þar væri til dæmis um að ræða að viðkomandi skip sé með alþjóðlega vottað umhverfisstjórnunarkerfi, þ.e. ISO 14001, EMAS (European Eco-Management and Audit Scheme) eða sambærilegt kerfi. Með hliðsjón af því og þeim viðmiðum sem fram koma í viðauka I í gerðinni, þ.e. lista yfir viðmið sem skylt er að nota, telur Umhverfisstofnun að innleiðing gerðarinnar hafi ekki í för með sér breytingu á núverandi framkvæmd við mat á því hvort lækka megi úrgangsgjaldið fyrir skip.Ljóst er að innleiða þarf þessa reglugerð í heild sinni. Hvað varðar laga- og reglugerðarbreytingar er að öðru leyti vísað til greiningar á tilskipun 2019/1883.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 1200/2021 um móttöku á úrgangi og framleifum frá skipum. Lagastoð í lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0091
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 15, 24.1.2022, p. 12
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 29.6.2023, p. 86
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 164, 29.6.2023, p. 88