32022R0247

Commission Delegated Regulation (EU) 2022/247 of 14 December 2021 amending Regulation (EU) 2018/956 of the European Parliament and of the Council as regards the data on new heavy-duty vehicles to be monitored and reported by Member States and by manufacturers and the reporting procedure


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/247 frá 14. desember 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 að því er varðar gögnin um ný þung ökutæki, sem aðildarríkin og framleiðendur eiga að vakta og gefa skýrslu um, og að því er varðar verklagsregluna um skýrslugjöf
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 159/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að gera kröfu um frekari upplýsingar sem framleiðendur skulu standa framkvæmdastjórninni skil á í þeim tilgangi að auðvelda samræmi og draga þannig úr stjórnsýslubyrði við mat framkvæmdastjórnarinnar á því hvort ökutæki standist kröfur. Takmörkuð áhrif hér á landi og ekki kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Aðildarríkjum ber að leggja fram upplýsingar samkvæmt reglugerð um eftirlit og tilkynningar um CO2-losun þungra ökutækja. Með þessari afleiddu gerð bætast við upplýsingar um fjölda aflrása. Þessar upplýsingar munu auðvelda að samræma upplýsingar sem annars vegar aðildarríkin leggja fram og hins vegar upplýsingar sem framleiðendur leggja fram. Það mun síðan verða til að draga úr óþarfa stjórnsýslubyrði.Aðdragandi: Í A-hluti viðauka I við reglugerð 2018/956/ESB eru tilgreind þau atriði um þung ökutæki sem skráð eru í fyrsta sinn sem aðildarríki ESB eiga að hafa eftirlit með og tilkynna.Til að gera ráð fyrir nákvæmri greiningu í samræmi við 10. gr. reglugerðar 2018/956/ESB, skulu aðildarríki hafa eftirlit með og tilkynna atriði sem gera kleyft að skera úr um samskipan ása ökutækis, e. vehicle axle configuration, á tilkynntum ökutækjum á grundvelli fjölda aflrása, e. powered axle. Slíkar upplýsingar eru skráðar í reit 3 á samræmisvottorði nýlega skráðs ökutækis.Þessar upplýsingar myndu auðvelda framkvæmdastjórninni að bera kennsl á ökutæki sem teljast til þeirra sem framleiðendur eiga að tilkynna skv. 5. gr. reglugerðar 2018/956/ESB.Ákveðin reynsla fékkst við að undirbúa skýrslur í samræmi við 10. gr. reglugerðar 2018/956 fyrir tilkynningarárið 2019. Í þeim tilgangi að gera ráð fyrir nákvæmri greiningu á þeim upplýsingum sem sendar verða næstu árin er nauðsynlegt að framleiðendur tilkynni niðurstöður greininga á því hvernig einstakir hlutar ökutækja hegða sér í prófunum og skrái það í sérstaka skrá, e. sum exec data file.Viðauki II við reglugerð 2018/956/ESB kveður á um framkvæmd við eftirlit og tilkynningar.Byggt á reynslunni við beitingu reglugerðar 2018/956/ESB, ætti Umhverfisstofnun Evrópu, e. European Environment Agency, að hafa sveigjanleika til að aðlaga uppbyggingu og einkenni gagnagrunna um tæknileg ferli. Það ætti ekki að vera bundið við sérstakar tæknilegar ákvarðanir. Lýsandi nöfn gagnagrunnanna ætti því að fjarlægja úr viðauka II.Efnisútdráttur: Viðauki I við reglugerð 2018/956/ESB breytist með eftirfarandi hætti:-        í A-hluta bætist við nýr liður (p) svohljóðandi: fyrir ökutæki sem skráð eru frá og með 1. júlí 2021, fjöldi aflrása, eins og tilgreint er í reit 3 í samræmisvottorði.-        í 2. lið B-hluta breytist tafla til að gera ráð fyrir sérstakri skrá um prófun í prófunartæki, e. sum exec data file. Einnig er 10. lið breytt þannig að ekki eigi að gera tiltekinn lið aðgengilegan í miðlægri skrá yfir þung ökutæki.Viðauki II við reglugerð 2018/956/ESB breytist með eftirfarandi hætti:-        1. undirliður liðar 1.1. breytist þannig að kveðið er á um að þær upplýsingar sem tilgreindar eru í A-hluta viðauka I, eigi að senda í samræmi við 4. gr. af tengilið lögbæra stjórnvaldsins með rafrænum gagnaflutningum til Umhverfisstofnunar Evrópu, e. European Environment Agency.-        Liður 2.1(c) verður svohljóðandi: tengiliður sem ber ábyrgð á að senda upplýsingarnar til Umhverfisstofnunar Evrópu.-        1. undirliður liðar 2.3 breytist þannig að kveðið er á um að þær upplýsingar sem tilgreindar eru í 2. lið B-hluta af viðauka I eigi að senda í samræmi við 1. mgr. 5. gr. af tengilið framleiðandans með rafrænum gagnaflutningum til Umhverfisstofnunar Evrópu (e. European Environment Agency).Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Hefur aðallega áhrif á framleiðendur ökutækja sem ekki er að finna hér á landi: Smávægileg breyting á þeim upplýsingum sem sendar eru á grundvelli reglugerðar 2018/956/ESB.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: NeiHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0247
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 41, 22.2.2022, p. 11
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2021)8909
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 61, 22.9.2022, p. 123
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 246, 22.9.2022, p. 127