32022R0315

Commission Delegated Regulation (EU) 2022/315 of 17 December 2021 amending Delegated Regulation (EU) 2016/161 as regards the derogation from the obligation of wholesalers to decommission the unique identifier of medicinal products exported to the United Kingdom


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/315 frá 17. desember 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/161 að því er varðar undanþágu frá þeirri skyldu heildsala að afvirkja einkvæmt auðkenni lyfja sem eru flutt út til Breska konungsríkisins
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.13 Lyf
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 147/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/315 frá 17. desember 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2016/161 að því er varðar undanþágu frá þeirri skyldu heildsala að afvirkja einkvæmt auðkenni lyfja sem eru flutt út til Breska konungsríkisins.

Nánari efnisumfjöllun

Hinn 13. janúar 2021 var framseldri reglugerð (ESB) 2016/161 breytt með framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/457 til að veita undanþágu frá kröfunni um að afvirkja einkvæm auðkenni lyfja sem eru flutt út til Breska konungsríkisins til 31. desember 2021. Þessari undanþágu var ætlað að tryggja framboð á lyfjum til lítilla markaða sem eru sögulega háðir Breska konungsríkinu, þ.e. Norður-Írland, Kýpur, Írland og Malta. Á þessum litlu mörkuðum sem eru sögulega háðir Breska konungsríkinu hafa heildsalar, sem eru ekki handhafar framleiðslu- og innflutningsleyfis og geta því ekki uppfyllt innflutningskröfurnar sem mælt er fyrir um í tilskipun 2001/83/EB og í framseldri reglugerð (ESB) 2016/161, keypt og halda áfram að kaupa mörg lyf hjá Breska konungsríkinu. Til að tryggja að lyf verði áfram sett á markað með einkvæmu auðkenni á Norður-Írlandi, Kýpur, Írlandi og Möltu er framlengd tímabundnu undanþáguna frá kröfunni um að afvirkja einkvæm auðkenni lyfja sem eru flutt út til Breska konungsríkisins um þrjú ár. Er það gert til að gefa iðnaðinum nægilegan tíma til að aðlaga aðfangakeðjur lyfja sem eru ætluð fyrir Norður-Írland, Kýpur, Írland og Möltu. Þó takmarkast undanþágan við lyf sem eru einungis ætluð fyrir markað Stóra-Bretlands eða fyrir sameiginlegan markað Stóra-Bretlands og Kýpur, Írlands eða Möltu. Til að tryggja að lyf sem eru flutt aftur inn í Sambandið séu ekki sett á markað annars staðar en á Norður-Írlandi, Kýpur, Írlandi og Möltu er nauðsynlegt að tryggja að gagnasafnakerfið gefi frá sér viðvörun ef lyfið er sannprófað annars staðar í Sambandinu. Samkvæmt þessari reglugerð þurfa hHeildsalar á Norður-Írlandi, Kýpur, Írlandi og Möltu einnig að framkvæma athuganir á sendingum af lyfjum, sem eru ætlaðar fyrir markað Stóra-Bretlands, sem eru mótteknar frá framleiðendum, markaðsleyfishöfum og heildsölum sem markaðsleyfishafi hefur tilnefnt, til að tryggja að móttekin lyf uppfylli reglurnar um öryggisþætti.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Verður innleidd í reglugerð nr. 140/2019 með stoð í 2. mgr. 47. gr., sbr. 16. tölul. 1. og 3. mgr. 109. gr. lyfjalaga nr. 100/2020.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Heilbrigðisráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0315
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 55, 28.2.2022, p. 33
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 87, 30.11.2023, p. 7
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02544, 30.11.2023