32022R0545

Commission Delegated Regulation (EU) 2022/545 of 26 January 2022 supplementing Regulation (EU) 2019/2144 of the European Parliament and of the Council by laying down detailed rules concerning the specific test procedures and technical requirements for the type-approval of motor vehicles with regard to their event data recorder and for the type-approval of those systems as separate technical units and amending Annex II to that Regulation


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/545 frá 26. janúar 2022 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2144 með því að mæla fyrir um ítarlegar reglur sem varða sértækar prófunaraðferðir og tæknilegar kröfur vegna gerðarviðurkenningar vélknúinna ökutækja að því er varðar atvikarita þeirra og vegna gerðarviðurkenningar þeirra kerfa sem aðskildar tæknieiningar og um breytingu á II. viðauka við þá reglugerð
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 145/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Gerðin kveður á um tæknilegar kröfur til atburðagagnarita í ökutækjum. Slík tæki geta gefið mikilvægar slysaupplýsingar sem geta hjálpað við að auka öryggi ökutækja. Upplýsingarnar eru um stöðu og kerfi ökutækisins fyrir, við og eftir árekstur, ættu að greiða fyrir betri skilningi á orsökum og kringumstæðum slysa og virkni öryggiskerfa ökutækisins. Þessi greining mun hjálpa við að bæta öryggi ökutækisins og draga úr fjölda slysa. Óbein áhrif. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Gerðin kveður á um tæknilegar kröfur til atburðagagnarita, e event data recorders, í ökutækjum. Rannsóknir hafa sýnt að slík tæki geta gefið mikilvægar slysaupplýsingar sem geta hjálpað við að auka öryggi ökutækja. Upplýsingar um stöðu og kerfi ökutækisins fyrir, við og eftir árekstur, ættu að greiða fyrir betri skilningi á orsökum og kringumstæðum slysa og virkni öryggiskerfa ökutækisins. Þessi greining mun hjálpa við að bæta öryggi ökutækisins og draga úr fjölda slysa.Aðdragandi: Í reglugerð 2019/2144/ESB er gert að skyldu að ökutæki skuli vera útbúin ákveðnum þróuðum ökutækjakerfum. Annar viðauki við þá reglugerð ætti því að innihalda lista yfir kröfur fyrir gerðarviðurkenningu ökutækja í tengslum við atburðagagnarita þeirra sem og fyrir gerðarviðurkenningu á þessum kerfum sem aðskildum tæknilegum einingum. Nauðsynlegt er að bæta við kröfum um nákvæmar samræmdar reglur um sérstakar prófunaraðferðir og tæknilegar kröfur fyrir slíkar gerðarviðurkenningar.Tæknilegu kröfurnar og prófunaraðferðirnar sem settar eru fram í þessari reglugerð eiga við vélknúin ökutæki í flokkum M1 og N1, þ.e.a.s. í fólksbifreiðum og sendibifreiðum.Með vísan til 13. liðar 3. gr. reglugerðar 2019/2144/ESB er atburðagagnariti kerfi sem hefur þann eina tilgang að taka upp og geyma mikilvægar áreksturstengdar upplýsingar sem aflað er stuttu fyrir, á meðan og strax í kjölfar árekstrar. Þeirra er aflað í því skyni að fá nákvæmari upplýsingar um slysið, gera aðildarríkjum kleift að gera greiningar á umferðaröryggi og leggja mat á skilvirkni einstakra aðgerða.Prófunaraðferðirnar og hinar nákvæmu tæknilegu kröfur fyrir gerðarviðurkenningu á ökutækjum í tengslum við atburðagagnarita fara eftir ákvæðum reglugerðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) nr. 160. Þeirri reglugerð ætti því að vera bætt við lista yfir gildandi kröfur sem vísað er til í 5. mgr. 4. gr. og 3. mgr. 5. gr. reglugerðar 2019/2144/ESB.Í reglugerð SÞ nr. 160 er kveðið á um kröfur til þeirra gagna sem atburðagagnaritar eiga að afla. Settar eru fram kröfur um snið gagnanna, kröfur til gagnasöfnunar, til upptöku og geymslu um borð, sem og kröfur til frammistöðu við árekstrarprófanir og möguleika fórnarlamba á að lifa af árekstur, e. survivability.Allar tæknikröfur sem kveðið er á um í 1. röð breytinga á reglugerð SÞ nr. 160 skulu eiga við frá þeim degi sem kveðið er á um í II. viðauka við reglugerð 2019/2144/ESB, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Sambandsins.Til að tryggja að framleiðendur ökutækja grípi til viðeigandi aðgerða til að tryggja vernd gagna atburðagagnaritans gegn breytingum og gegni aðgangi að þeim upplýsingum sem hann hefur að geyma yfir hið staðlaða viðmót og til að gera kleift að gera gögnin nafnlaus, ætti að bæta við kröfurnar viðbótarkröfum fyrir endurheimt gagna, einkamálavernd og öryggi gagna.Til að tryggja að gögnin sem aflað hefur verið af atburðagagnaritanum haldist nafnlaus skulu framleiðendur vera skyldugir til að grípa til viðeigandi aðgerða til að koma í veg fyrir að þessi gögn séu tilkynnt eða þeim sé náð af ritanum samhliða hvers konar upplýsingum sem tengjast tilteknum einstaklingi.Þar til staðlaðar samskiptareglur um aðgang og endurheimt atburðagagna, e. event data, hafa verið settar í framseldri gerð framkvæmdastjórnarinnar, ættu framleiðendur ökutækja að útvega upplýsingar til viðeigandi aðila um hvernig eigi að fá aðgang að, endurheimta og túlka gögnin í atburðagagnaritanum.Rétta virkni atburðagagnaritans sem og hugbúnaðarheilleika, e. software integrity, ætti að staðfesta við reglubundna skoðun ökutækja.Ákvæði þessarar reglugerðar hafa náin tengsl við aðrar gerðir þar sem að í henni eru settar fram tæknilegar kröfur fyrir gerðarviðurkenningu á ökutækjum með atburðagagnarita sem og gerðarviðurkenningu á atburðagagnarita sem aðskilda tæknilega eining. Það leiðir af ákvæðum þessarar reglugerðar að nauðsynlegt er að bæta við tilvísun í þessa reglugerð, reglugerð SÞ nr. 160 í II. viðauka við reglugerð 2019/2144/ESB.Þar sem kröfur reglugerðar 2019/2144/ESB til atburðagagnarita fyrir ökutæki í flokkum M1 og N1 eiga að gilda frá 6. júlí 2022, ætti þessi reglugerð að gilda frá sama degi.Efnisútdráttur: Með gerðinni eru settar tæknilegar kröfur til prófunaraðferða fyrir gerðarviðurkenningu ökutækis með tilliti til atburðagagnarita. Einnig eru settar tæknilegar kröfur til gerðarviðurkenninga á atburðagagnarita sem aðskilinni tæknilegri einingu. Vegna gerðarviðurkenningar á ökutæki er vísað í gerðinni til ákvæða 1. raðar breytinga á reglugerð SÞ nr. 160. Kröfurnar eru til gagnaþátta sem atburðagagnariti verður að taka upp, snið gagnanna, kröfur fyrir gagnasöfnun þ. á m. upptöku og yfirtöku gagna, geymslu um borð, læsingu á ákveðnum gagnaskrám og kröfur til frammistöðu við árekstur, m.a. möguleika fórnarlamba til að lifa af.Lista yfir þá gagnaþætti sem atburðagagnaritinn skal taka upp er að finna í 5. viðauka við 1. röð breytinga á reglugerð SÞ nr. 160. Allar tæknikröfur skulu gilda frá þeim dagsetningum sem tilteknar eru í almennu öryggisreglugerð ökutækja, án þess að hafa áhrif á alþjóðlegar skuldbindingar ESB, sérstaklega vegna 11. gr. 1. raðar breytinga á reglugerð SÞ nr. 160.1. gr.: Reglugerðin gildir um ökutæki í flokkum M1 og N1, eins og þeir eru skilgreindir í 4. gr. reglugerðar 2018/858/ESB.2. gr.: Viðeigandi tæknikröfur.1) Atburðagagnariti ökutækis skal vera í samræmi við tæknikröfur samkvæmt:a) Reglugerð SÞ nr. 160 ogb) 3.–5. gr. þessarar reglugerðar.2) Um gerðarviðurkenningu á atburðagagnarita sem aðskildri tæknilegri einingu skulu gilda sömu kröfur og þær sem settar eru fram í greinum 5.3, 5.3.3, 5.3.4, 5.3.5 og 5.5 í reglugerð SÞ nr. 160.3) Þar sem vélknúið ökutæki hefur verið útbúið atburðagagnarita sem gerðarviðurkenndur er sem aðskilin tæknileg eining, ætti ökutækið og atburðagagnaritinn að vera í samræmi við tæknilegar kröfur sem vísað er til í 1. mgr. þessarar greinar3. gr.: Gagnaöryggi.1) Árekstrarupplýsingarnar sem atburðagagnaritinn tekur upp og geymir skulu vera verndaðar gegn breytingum. Það yrði gert með því að upplýsingarnar væru varðveittar í samræmi við viðeigandi tæknikröfur og umbreytingarákvæði í reglugerð SÞ nr. 155, upprunalegri útgáfu eða einhverri af síðari breytingum.2) Hugbúnaðaruppfærslur sem gerðar eru á atburðagagnaritanum skulu vera verndaðar til að koma í veg fyrir að þær gætu skemmst eða leynd þeirra yrði ógnað sem og koma í veg fyrir ógildar uppfærslur.4. gr.: Endurheimt gagna.- Kveðið á um hvernig eigi að vera hægt að nálgast árekstrartengd gögn sem atburðagagnariti safnar.5. gr.: Ákvæði fyrir skoðun ökutækja.- Greinin kveður á um með hvaða hætti framleiðendur skulu gera mögulegt að skoða og staðfesta virkni atburðagagnarita við reglubundna skoðun ökutækja. Skal það vera hægt annars vegar með sjónrænni skoðun á viðvörunarljósum og hins vegar með notkun rafræns skilflatar ökutækis, e. electronic vehicle interface, eins og þeim sem kveðið er á um í  14. lið I. hluta III. viðauka tilskipunar 2014/45/ESB. Við mat á þessu þarf þó að taka tillit til tæknilegra eiginleika ökutækis.6. gr.: Bráðabirgðaákvæði um samþykktir skv. reglugerð SÞ nr. 160.1) Frá og með 6. júlí 2022 skulu landsyfirvöld neita að veita ESB-gerðarviðurkenningu eða þjóðargerðarviðurkenningu vegna atburðagagnarita fyrir ný ökutæki sem eru ekki í samræmi við reglugerð þessa og tæknikröfur 1. raðar breytinga á reglugerð SÞ nr. 160. Aftur á móti skulu landsyfirvöld gera samþykktir í samræmi við reglugerð SÞ nr. 160 sem veittar hafa verið utan við ESB. Það skal vera valkostur við samþykkt í samræmi við 1. röð breytinga á reglugerð SÞ nr. 160 og í þeim tilgangi að veita ESB-samþykkt í samræmi við þessa reglugerð fram til 1. júlí 2024.2) Frá og með 6. júlí 2024 skulu landsyfirvöld, að því er varðar atburðagagnarita, banna skráningu, sölu og að ný ökutæki fari á markað, ef ökutækin eru ekki í samræmi við reglugerð þessa og tæknikröfur 1. raðar breytinga á reglugerð SÞ nr. 160, þar sem samræmisvottorð fyrir slík ökutæki verða ekki lengur gild. Aftur á móti skulu landsyfirvöld samþykkja samþykktir sem samræmast reglugerð SÞ nr. 160 sem veittar eru utan ESB sem valkost við samþykkt í samræmi við 1. röð breytinga á reglugerð SÞ nr. 160 í þeim tilgangi að skrá, selja og setja slík ökutæki á markað í samræmi við 48., 49. og 50. gr. reglugerðar 2018/858/ESB fram til 1. júlí 2026.7. gr.: Breytingar á reglugerð 2019/2144/ESB.- I. og II. viðauki við reglugerð 2019/2144/ESB er breytt í samræmi við viðauka þessarar reglugerðar.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Hefur aðallega áhrif á framleiðendur ökutækja sem ekki er að finna hér á landi.Atburðagagnaritar gera kleift að lesa nákvæmari upplýsingar um ökutæki í kjölfar slysa. Ætlunin er að gera rannsakendum auðveldara að lesa slíkar upplýsingar úr kerfum ökutækja sem búin eru slíkum búnaði.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur fyrir Samgöngustofu.Mögulegur kostnaður fyrir lögreglu við að lesa upplýsingar úr búnaðinum eftir slys sem og fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa. Hið sama á við um viðgerðaraðila vegna viðhalds á búnaðinum.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Hugsanlega innanríkisráðuneytið vegna lögreglunnar.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa þegar slys verða á ökutækjum sem búin eru þessum búnaði. Viðeigandi viðgerðaraðilar.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í a-lið 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0545
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 107, 6.4.2022, p. 18
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2022)0395
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 87, 30.11.2023, p. 2
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02542, 30.11.2023