Opinbert eftirlit - 32022R0887

Commission Delegated Regulation (EU) 2022/887 of 28 March 2022 amending Delegated Regulation (EU) 2019/625 as regards Combined Nomenclature and Harmonised System codes and import conditions of certain composite products, amending Delegated Regulation (EU) 2019/2122 as regards certain goods and pet birds exempted from official controls at border control posts and amending Delegated Regulation (EU) 2021/630 as regards requirements for composite products exempted from official controls at border control posts


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 01 Heilbrigði dýra og plantna, 01.01 Dýr

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framseld reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/887 um breytingu á Framseldri reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/625 að því er varðar tolla-flokkun (Combinded Nomenclature) og samræmda kerfiskóða og innflutningsskilyrði tiltekinna samsettra matvæla, um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/2122 að því er varðar tilteknar vörur og gæludýrafugla sem eru undanþegnir opinberu eftirliti á landamæraeftirlitsstöðvum og um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2021/630 að því er varðar kröfur um samsett matvæli sem eru undanþegin opinberu eftirliti á landamæraeftirlitsstöðvum

Nánari efnisumfjöllun

Eftirtaldar breytingar eru gerðar á framseldri reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/625 frá 4. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 að því er varðar kröfur vegna komu sendinga af tilteknum dýrum og vörum, sem eru ætluð til manneldis, inn í Sambandið: Breyting á gr. 3: Uppfærsla á 126 gr. EU/2017/625 um kröfu um að tiltekin dýr og vörur skuli aðeins koma inn í Sambandið frá þriðja landi eða svæði í þriðja landi sem er að finna í skránni. Tilvísun í reglugerð uppfærð og tiltekt á tollflokkum. Lifandi sniglum bætt við listann (c-liður).Breyting á gr. 5(1) a-lið: Tiltekt og viðbætur á tollflokkum. Skýringum bætt við.Breyting á gr. 8(2), b-lið: Faglegu heiti skrápdýra skipt úr fyrir latneskt heiti.Breyting á gr. 11(3): Tilvísun í reglugerð uppfærð ásamt skýringu.Breyting á 12 gr. um kröfur vegna sendinga af samsettum afurðum: 12. gr. er skipt út fyrri nýja grein Tiltekt og uppfærsla á tollflokkum og reglugerðatilvísunum (m.a. tollflokkum bætt við). Broddmjólk (colostrum based product) bætt við tilgreindar samsettar afurðir í lið 2(b).Breyting á 13. gr: a-liður: Gerðar eru breytingar á uppsetningu tollflokka og nokkrir teknir út sem verða skilgreindir sem „samsett matvæli“ (Composite) og hefur þ.a.l ekki áhrif á okkar skilgreiningu á tollflokkum. Tollflokkur sem bætist við: 9602Liður da („Bee pollen flour“) bætist við d-liðÍ e-lið bætis við broddmjólkb-liður: Liður 5 og 6 bætast við: (5) UK má votta vöru frá 3ju ríkjum;  (6) Gelatín sem ekki er komið frá klaufdýrum þarf ekki að koma inn á heilbrigðisvottorði, (þrír tollkóðar).  Breyting á 14. gr: Lið 1 og lið 4(e) er skipt út:Liður 1: a og b-liður bætast við til nánari skýringa.Liður 4(e): Uppfærsla á tilvísunum Breytingar á framseldri reglugerð (delegated regluation) Framkvæmda-stjórnarinnar ESB 2019/2122 að því er varðar tilteknar vörur og gælu-dýrafugla sem eru undanþegnir opinberu eftirliti á landamæraeftirlits-stöðvum. Reglugerðin varðar breytingu á eftirtöldum greinum: Breyting á 4. gr: Rannsóknar og greiningarsýni:Liður 3b: b-lið er skipt út (Liðir 3, 4 og 5 koma inn með EU 2021/2089) – snýr að fylgiskjölum með sýnum. Breytt orðalag og uppsetning.Liður 4a og b: er skipt út (uppröðun breytt og uppfærsla á tilvísun EU 2021/405 (***) Breyting á 10 gr, liður 1:  (skipt út) – a-liður tekinn út sem vísar í Viðauka I -part !, þ.e. Póstsendingar á gæludýrafóðri, barnamat og sjúkrafæði ekki lengur leyfilegt. (má bara taka það með um borð) Breyting á 11 gr: b og c lið er skipt út:Á ekki við Ísland: Flutningur á gæludýrum til Íslands er ekki í frjálsu flæði. Erum á undanþágu. Viðauka I og III er breytt í samræmi við viðauka í  reglugerðinni ((ESB) 2022/887). ----------------------------------------------------------------------------------------------Breytingar á framseldri reglugerð ESB 2021/630Reglugerðin varðar breytingu á grein 3(1) og 4(1) í reglugerð (ESB) 2021/630, sem er breytt (skipt út) í samsæmi við 3. grein (liður 1 og 2) í Framseldri reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/887.Liður 1: Uppsetning á grein 3 er breytt, b-liður bætist við ásamt skýringum með tilvísanir í reglugerðir. Verið er að undanskilja tiltekin samsett matvæli sem haldast stöðug við stofuhita (shelf stable), opinberu eftirliti á landamærastöðvuðum. Þar á meðal verður D-3 vítamín skilgreint sem afurð sem undanþegin er opinberu eftirliti á landamærastöðvum.  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðin verður innleidd með breytingu á eftirtöldum framseldum reglugerðum Framkvæmda-stjórnarinnar:
- (ESB) 2019/625, innleidd með reglugerð 371/2020)
- (ESB) 2019/2122 (ekki innleidd gerð – þarf að vera innleidd með stoð í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993)
- (ESB) 2021/630 (ekki innleidd gerð - þarf að vera innleidd með stoð í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993)

Með stoð í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
og með stoð í lögum um matvæli nr. 93/1995.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0887
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 154, 7.6.2022, p. 23
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2022)1804
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB