32022R1209

Commission Delegated Regulation (EU) 2022/1209 of 5 May 2022 supplementing Regulation (EU) 2018/858 of the European Parliament and of the Council as regards the procedure for the imposition of administrative fines and the methods for their calculation and collection


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið er að setja nánari reglur um málsmeðferð og útreikning stjórnvaldssekta sem framkvæmdastjórn ESB getur lagt á markaðsaðila, e. economic operators, samkvæmt 85. gr., sbr. 53. gr. reglugerðar nr. 2018/858/ESB. Stjórnvaldssektirnar eiga að hafa varnaðaráhrif í réttu hlutfalli við alvarleika brotsins til að fæla markaðsaðila frá því að brjóta í bága við kröfur reglugerðarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að setja nánari reglur um málsmeðferð og útreikning stjórnvaldssekta sem framkvæmdastjórn ESB getur lagt á markaðsaðila, e. economic operators, samkvæmt 85. gr., sbr. 53. gr. reglugerðar nr. 2018/858/ESB. Stjórnvaldssektirnar eiga að hafa varnaðaráhrif í réttu hlutfalli við alvarleika brotsins til að fæla markaðsaðila frá því að brjóta í bága við kröfur reglugerðarinnar.Aðdragandi: Ákvörðun um að leggja stjórnvaldssektir á markaðsaðila, e. ecomonic operator, skv. 85. gr. reglugerðar 2018/858, til þess að styðja við ráðstafanir til úrbóta ætti að vera tekin af framkvæmdastjórninni. Áður en ákvörðun er tekin þarf að eiga sér stað samráð hlutaðeigandi aðildarríkis og viðkomandi markaðsaðila. Markaðsaðili er skilgreindur í reglugerð 2018/858 sem framleiðandi, fulltrúi framleiðanda, innflytjandi eða dreifingaraðili.Nauðsynlegt er að mæla fyrir um ákveðnar málsmeðferðarreglur þegar framkvæmdastjórnin hyggst beita stjórnvaldssektum. Það er sérstaklega mikilvægt að tryggja rétt aðila máls til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fá aðgang að gögnum. Auk þess er nauðsynlegt að setja reglur til að tryggja vernd gagna sem markaðsaðilar telja trúnaðarmál.Nauðsynlegt er að stjórnvaldssektir séu í samræmi við það hve vanefndir eru alvarlegar. Aðilar á markaði ættu að þekkja hvernig sektir eru reiknaðar út. Sektirnar ættu að hafa varnaðaráhrif, vera í réttu hlutfalli við það hve alvarlegt brot er og vera til þess fallnar að fæla markaðsaðila frá því að brjóta af sér. Þar sem stjórnvaldssektir miðast við hvert ökutæki, kerfi, íhlut eða aðskilda tæknieiningu sem ekki uppfyllir settar kröfur ber að líta til forsendnanna við útreikning sektarinnar í samræmi við það. Það ætti jafnframt að taka tillit til hvers kyns óeðlilegs efnahagslegs ávinnings sem fæst með sölu eða leigu á ökutæki sem uppfyllir ekki kröfur. Allt þarf þetta að skoðast í samræmi við það hve samkeppni er raskað. Allt tjón sem neytendur verða fyrir, þ.m.t. vegna breytinga á frammistöðu ökutækisins, ætti einnig að taka til greina við mat á alvarleika brotsins. Auk þess ætti fjárhæð stjórnvaldssekta að vera í réttu hlutfalli við fjölda ökutækja sem ekki uppfylla kröfur sem mælt er fyrir um í sambandinu eða fjölda kerfa, íhluta eða aðskildra tæknieininga sem eru aðgengilegar á markaði Sambandsins.Taka skal tillit til þess hve alvarleg brot eru með hliðsjón af áhrifum á öryggi, heilsu og umhverfi. Með því að setja öflugt refsikerfi á vettvangi Sambandsins ættu þau markmið sem sett voru við samþykkt gerðarinnar að nást betur. Samvinna við stjórnvöld við að leiðrétta vanefndir ætti að líta á sem ívilnandi við útreikning stjórnvaldssektarinnar.Efnisútdráttur: Reglugerðin inniheldur 5 ákvæði.1.    gr. - málsmeðferð. Áður en lagðar eru stjórnvaldssektir á aðila á markaði skal framkvæmdastjórnin tilkynna honum og hlutaðeigandi aðildarríki um fyrirætlan sína. Markaðsaðilinn og aðildarríkið skulu fá að minnsta kosti 30 daga frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við framkvæmdastjórnina og er heimilt að leggja fram hvers kyns sönnunargögn málstað sínum til stuðnings. Framkvæmdastjórnin hefur heimild til að krefjast frekari upplýsinga innan nánar tiltekins frests sem má ekki vera skemmri en 15 dagar. Í undantekningartilvikum, þar sem framkvæmdastjórnin óskar eftir frekari upplýsingum, getur hún boðið markaðsaðilanum og hlutaðeigandi aðildarríki að tjá afstöðu sína munnlega.2.    gr. - trúnaður. Markaðsaðilar sem leggja fram upplýsingar í samræmi við 2. gr. skulu auðkenna allar upplýsingar sem þeir telja trúnaðarmál. Rökstyðja skal þá afstöðu. Að auki skal leggja fram sérstaka útgáfu af skjalinu án trúnaðarupplýsinga. Ef markaðsaðilinn tekur ekki fram að tilteknar upplýsingar séu trúnaðarmál getur framkvæmdastjórnin litið svo á að um þær ríki ekki trúnaður.3.    gr. - aðferð við útreikning stjórnvaldssekta. Taka skal tillit til atriða eins og efnahagslegs ávinnings auk annars ávinnings sem markaðsaðila áskotnast vegna vanefnda. Þar koma til atriði eins og tap neytenda, áhrif á heilsu og öryggi fólks auk neikvæðra áhrifa á umhverfið. Atriði sem teljast ámælisverð í skilningi reglugerðarinnar eru að draga úr frammistöðukröfum til ökutækis, gáleysi eða ásetningur og óréttmæt synjun á aðgangi að gögnum. Ívilnandi þættir eru t.d. samvinna og frumkvæði að úrbótum. Endanleg fjárhæð stjórnvaldssektar, skal gefin upp í evrum. Fjárhæðin skal ákveðin þannig að hún hafi varnaðaráhrif, sé í samræmi við meðalhóf og hafi letjandi áhrif.4.    gr. – aðferðir við innheimtu stjórnvaldssekta. Sektirnar skulu greiddar innan þriggja mánaða frá þeim degi sem tilkynnt var um ákvörðunina. Sektirnar eru innheimtar í samræmi við ákvæði 107. og 108. gr. reglugerðar nr. 2018/1046/ESB. Heimilt er að veita lengri greiðslufrest samkvæmt 104. gr. framangreindrar reglugerðar.5.    GildistökuákvæðiUmsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Áhrif hverfandi þar sem ekki eru framleiðendur hér á landi. Þó möguleiki á sektum sem gætu lent á innflytjanda eða dreifingaraðila.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðina er að finna í 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Á Íslandi er hvorki að finna framleiðendur ökutækja, viðurkenningarstjórnvöld sem framkvæma evrópska gerðarviðurkenningu né tækniþjónustur.Á hinn bóginn gætu fulltrúar framleiðenda, innflytjendur eða dreifingaraðilar hér á landi fengið á sig sektir vegna brota á reglugerð 2018/858.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Tilgreining á hagsmunaaðilum: Markaðsaðili: framleiðandi (ekki hér á landi), fulltrúi framleiðanda, innflytjandi eða dreifingaraðili.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES:Í 85. gr. er talað um að framkvæmdastjórnin geti lagt sektir á aðila. Að mati Samgöngustofa þarf að skoða hvernig það hlutverk framkvæmdastjórnarinnar yrði útfært hér á landi, og hvort það yrði ESA sem færi með það hlutverk.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða:  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðina er að finna í 4. mgr. 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R1209
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 187, 14.7.2022, p. 19
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2022)2804
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar