32022R1254

Commission Implementing Regulation (EU) 2022/1254 of 19 July 2022 amending Regulation (EU) 2015/640 as regards the introduction of new additional airworthiness requirements

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 128/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið sem að er stefnt: Markmið með gerðinni er að bæta öryggi í flugi með því að auka kröfur til lofthæfis hjá þeim sem reka stórar flugvélar og þeim sem reka þyrlur sem notaðar á hafi úti. Í þeim tilgangi eru gerðar breytingar á reglugerð (ESB) 2015/640. Lítil áhrif. óverulegur kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmið með gerðinni er að bæta öryggi í flugi með því að auka kröfur til lofthæfis hjá þeim sem reka stórar flugvélar og þeim sem reka þyrlur sem notaðar á hafi úti. Í þeim tilgangi eru gerðar breytingar á reglugerð (ESB) 2015/640.Aðdragandi: Samkvæmt 3. mgr. 76. gr. reglugerðar (ESB) 2018/1139 gefur Flugöryggisstofnun Evrópu út vottunarforskriftir (CS) og uppfærir þær reglulega. Í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi lofthæfi og öryggi loftfara voru með reglugerð (ESB) 2015/640 gerðar auknar kröfur til lofthæfis. Með þessari gerð, 2022/1254, er tilteknum kröfum sem kveðið er á um í þeirri gerð breytt.Efnisútdráttur: Með þessari gerð, (ESB) 2022/1254, er þeim sem reka stórar flugvélar sem eru fyrst og fremst starfræktar í viðskiptalegum tilgangi og flytja mjög fáa farþega, veitt undanþága frá kröfum sem gerðar eru til farm- og farangursrýma loftfara í D-flokki í reglugerð (ESB) 2020/1159. Er það gert til að létta óþarfa byrðum af rekstar aðilunum. Gerðar hafa verið greiningar á hættu á eldi. Niðurstöður greininga eru að mun minni hætta sé á að eldur kvikni á flugi í farm- eða farangursrými loftfara í D-flokki.Þá eru einnig settar fram nýjar vottunarforskriftir með viðbótarkröfum til lofthæfis sem eiga við um stórar flugvélar, þ.e. í flokki CS-25. Breytingarnar snúa að því að rekstraraðilar slíkra véla komi á fót aðferðum til að lágmarka hættu á að loftþrýstingur í hjólbörðum sé undir lágmarki. Þetta á eingöngu við stórar flugvélar svo fremi að sótt hafi verið um samþykki fyrir hönnun þeirra eftir 22. júní 2021.Þá eru með gerðinni settar fram nýjar kröfur um lofthæfi sem snúa að rekstraraðilum lítilla þyrla, flokkur CS-27 og stórra þyrla, flokki CS-29, sem notaðar eru í löng flug á hafi úti, e. offshore operations. Þær kröfur eru settar með það að markmiði að bæta öryggi við nauðlendingu á vatni. Í samræmi við nýjar forskriftir þurfa þyrlurnar að vera vottaðar fyrir nauðlendingu á vatni  eða að neyðarflotkerfi, e. emergency flotation systems, hafi verið sett á þær.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Hún snýr að hönnunarfyrirtækjum og hefur ekki áhrif á loftför sem eru þegar í notkun.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er 72. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022. Innl. með breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviðiMat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur kostnaður metinn vegna innleiðingar þessarar reglugerðar. Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: Hönnunarfyrirtæki, rekstraraðila stórra flugvéla og þyrla.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R1254
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 191, 20.7.2022, p. 47
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D081849/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 95
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02271, 9.11.2023