32022R1362

Commission Implementing Regulation (EU) 2022/1362 of 1 August 2022 implementing Regulation (EC) No 595/2009 of the European Parliament and of the Council as regards the performance of heavy-duty trailers with regard to their influence on the CO2 emissions, fuel consumption, energy consumption and zero emission driving range of motor vehicles and amending Implementing Regulation (EU) 2020/683


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1362 frá 1. ágúst 2022 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 595/2009 að því er varðar frammistöðu þungra eftirvagna með tilliti til áhrifa þeirra á koltvísýringslosun, eldsneytisnotkun, orkunotkun og akstursdrægi vélknúinna ökutækja án losunar og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/683
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 079/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með þessari gerð sem hér er til umfjöllunar eru sett fram ákvæði um nýja flokkun ökutækja sem byggð er á áhrifum þeirra á losun ökutækja eins og hún er ákvörðuð með tölvubúnaði sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsin leggur til. Hverfandi áhrif hér á landi. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Skilgreina á eftirvagna ökutækja að nýju og flokka þá með hliðsjón af því hve mikil áhrif þeir hafa á losun koltvísýrings þeirra ökutækja sem notuð eru til að draga þá. Áhrif eftirvagna á eyðslu og losun ökutækja sem notuð eru til að draga þá er hægt að meta með mismunandi hætti allt eftir því hvaða breytur eru notaðar. Sem dæmi dregur minni loftmótstaða eftirvagna úr eyðslu og þar með losun ökutækis. Þar sem eftirvagnar eru margbreytilegir er nauðsynlegt að skipta þeim í flokka eftir gerð ökutækis sem þeir eru ætlaðir fyrir, gerð öxla, leyfilegu hámarksálagi og gerð undirvagns.Reglugerð (ESB) nr. 2017/2400 er um vottunarskyldur og reglur um hvernig eigi að ákvarða eldsneytisnotkun og losun CO2 frá þungum vélknúnum ökutækjum. Eldsneytisnotkunin er ákvörðuð í tölvuhermi sem framkvæmdastjórn ESB þróaði og kallast VECTO. Um VECTO er fjallað í a-lið 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar. Þar sem að með VECTO er ekki hægt að greina áhrif mismunandi eftirvagna á eyðslu ökutækja og þar sem slíkur hugbúnaður fékkst ekki þróaði framkvæmdastjórnin sérstakan tölvubúnað til þess.Framleiðendur ökutækja eiga að meta þau áhrif sem notkun ökutækja þeirra hefur á umhverfið. Það skal gert með notkun ofangreinds tölvuhermis.Til að takmarka kostnað við vottun íhluta eiga framleiðendur að geta flokkað þá og prófað þann hlut sem hefur verstu umhverfisáhrifin. Niðurstaðan sem við það fæst skal síðan gilda um alla hina íhlutina í sama flokki.Með þessari gerð sem hér er til umfjöllunar eru sett fram ákvæði um nýja flokkun ökutækja sem byggð er á áhrifum þeirra á losun ökutækja eins og hún er ákvörðuð með tölvubúnaði sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsin leggur til.Efnisúrdráttur: Kafli 1 fjallar um umfang og skilgreiningar en þessi reglugerð fjallar um ökutæki í ökutækjaflokki O3 og O4, þó ekki þau ökutæki sem eru:•        með aðra yfirbygginu en kassalaga skv. grein (2), punkt 2.•        með heildarþyngd minni en 8.000kg.•        ökutæki með fleiri ása en þrjá•        tengivagna eða festivagna sem eru búnir sem tengivagnar•        „dolly“ sem breytir festivagni í tengivagn•        stærri en fjallað er um í Annex XIII, kafla E í 2021/535/EU•        með drifásumKafli 2 fjallar um ökutækjaflokka og rafmagnsverkfæri (hugbúnað).Kafli 3 fjallar um leyfi til að nota hermiverkfærið í tengslum við gerðarviðurkenninguKafli 4 fjallar um notkun hermiverkfærisinsKafli 5 fjallar um CO2 útblástur og eldsneytisnotkun í tengslum við loftaflfræðilegra búnað og hjólbarða.Kafli 6 fjallar um samræmingu hermiverkfærisins og notkun þess og upplýsingar og gögn tengdu því.Verið að breyta viðaukum I, II, III og VIII við reglugerð (ESB) 2020/683.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Virðist ekki hafa mikil áhrif hér þar sem þetta fjallar um breytingar á mati hjá framleiðendum ökutækja og viðurkenningaryfirvöldum sem eru að veita gerðarviðurkenningar.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleiðin yrði með breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleiðin yrði með breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R1362
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 205, 5.8.2022, p. 145
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D082810/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 9
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02235, 9.11.2023