32022R1426

Commission Implementing Regulation (EU) 2022/1426 of 5 August 2022 laying down rules for the application of Regulation (EU) 2019/2144 of the European Parliament and of the Council as regards uniform procedures and technical specifications for the type-approval of the automated driving system (ADS) of fully automated vehicles
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem er hluti af ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar sem hefur ekki öðlast gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 012/2024
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þessi reglugerð kveður á um gerðarviðurkenningu á sjálfvirku aksturskerfi í fólksbifreiðum og sendibifreiðum. Nauðsynlegt var talið að samþykkja reglur um gerðarviðurkenningu sjálfvirkra aksturskerfa í sjálfvirkum ökutækjum. Hér er um að ræða kerfi sem sjá um ýmis konar upplýsingagjöf til ökumanns bifreiðar og til annarra vegfarenda sem og kerfi sem geta tekið yfir stjórn á tilteknum þáttum bifreiðar í akstri. Sem dæmi geta slík kerfi stýrt ökutæki, séð um merkjagjöf frá því, hemlun og hraðaaukningu. Eingöngu óbein áhrif. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Þessi reglugerð kveður á um gerðarviðurkenningu á sjálfvirku aksturskerfi í fólksbifreiðum og sendibifreiðum. Aðdragandi: Nauðsynlegt var talið að samþykkja reglur um gerðarviðurkenningu sjálfvirkra aksturskerfa í sjálfvirkum ökutækjum. Hér er um að ræða kerfi sem sjá um ýmis konar upplýsingagjöf til ökumanns bifreiðar og til annarra vegfarenda sem og kerfi sem geta tekið yfir stjórn á tilteknum þáttum bifreiðar í akstri. Sem dæmi geta slík kerfi stýrt ökutæki, séð um merkjagjöf frá því, hemlun og hraðaaukningu. Mat á sjálfvirku aksturskerfi sjálfvirka ökutækja byggir að miklu leyti á sviðsmyndum sem skipta máli fyrir mismunandi notkunartilvik. Því er nauðsynlegt að skilgreina þessi notkunartilvik. Endurskoðun slíkra notkunartilvika og breytingar á þeim ef þörf krefur, ætti að fara fram reglulega.Í ljósi þess hve flókin sjálfvirk aksturskerfi eru, er nauðsynlegt að bæta við frammistöðukröfum og prófunum með viðmiðum sem sýna fram á að þau séu laus við óeðlilega öryggisáhættu í raunverulegum aðstæðum. Samkvæmt þessari reglugerð er aðildarríkjunum ekki skylt að skilgreina fyrirfram svæði, leiðir eða bílastæði. Vélknúin ökutæki sem falla undir þessa reglugerð er eingöngu unnt að starfrækja innan gildissviðs 1. gr. Efnisúrdráttur: Reglugerðin inniheldur 4 ákvæði.1. gr. Gildissvið.Þessi reglugerð gildir um gerðarviðurkenningu sjálfvirkra ökutækja í flokki M og N, að því er varðar sjálfvirkt aksturskerfi þeirra, fyrir eftirfarandi notkunartilvik: (a) Sjálfvirk ökutæki, þ.m.t. ökutæki með tvískiptri stillingu sem eru hönnuð og smíðuð fyrir flutning farþega eða vöruflutninga á fyrirfram skilgreindu svæði. (b) „Hub-to-hub“: sjálfvirk ökutæki, þ.m.t. ökutæki með tvískiptri stillingu, hönnuð og smíðuð fyrir farþegaflutninga eða vöruflutninga á fyrirfram skilgreindri leið með föstum upphafs og endapunktum ferðar.(c) Sjálfvirk bílastæði með þjónustu: ökutæki með tvískiptri stillingu með fullkomlega sjálfvirkri akstursstillingu fyrir bílastæði innan fyrirfram skilgreindra bílastæða. Framleiðandinn getur sótt um skráningar- eða gerðarviðurkenningu samkvæmt þessari reglugerð fyrir sjálfvirkt aksturskerfi ökutækja sem skilgreint er í 3. mgr. 2. gr. reglugerðar (ESB) nr. 2018/858, að því tilskildu að ökutækið uppfylli kröfur þessarar reglugerðar.2. gr. eru skilgreiningar hugtaka.3. gr. Stjórnsýsluákvæði og tækniforskriftir fyrir gerðarviðurkenningu á sjálfvirku aksturskerfi fullsjálfvirkra ökutækja.1. Viðeigandi upplýsingaskjal, sem lagt er fram í samræmi við a-lið 1. mgr. 24. gr. reglugerðar (ESB) nr. 2018/858 með umsókn um gerðarviðurkenningu á sjálfvirku aksturskerfi fullsjálfvirks ökutækis, skulu samanstanda af þeim upplýsingum sem skipta máli fyrir það kerfi eins og er að finna í I. viðauka. 2. Gerðarviðurkenning sjálfvirkra aksturskerfa sjálfvirkra ökutækja skal háð tækniforskriftunum sem settar eru fram í II. viðauka. Þessar forskriftir skulu metnar af viðurkenningaryfirvöldum eða tækniþjónustu þeirra í samræmi við III. viðauka. 3. ESB-gerðarviðurkenningarvottorð fyrir gerð sjálfvirks aksturskerfis fullsjálfvirks ökutækis eins og um getur í 1. mgr. 28. gr. reglugerðar nr. 2018/858, skal samið í samræmi við IV. viðauka. 4. gr. er gildistökuákvæði.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Hefur aðallega áhrif á framleiðendur ökutækja, tækniþjónustur og viðurkenningaryfirvöld sem eru ekki að finna hér á landi. Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004. Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: NeiHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Innleitt í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R1426
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 221, 26.8.2022, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D081905/04
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur