Efni í snertingu við matvæli - 32022R1616

Commission Regulation (EU) 2022/1616 of 15 September 2022 on recycled plastic materials and articles intended to come into contact with foods, and repealing Regulation (EC) No 282/2008


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð í skoðun hjá Íslandi, Liechtenstein og Noregi til upptöku í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1616 um efnivið og hluti úr endurunnu plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli og um niðurfellingu á reglugerð (ESB) nr. 282/2008

Nánari efnisumfjöllun

Gerðin varðar reglugerð (ESB) nr. 282/2008 um efnivið og hluti úr endurunnu plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli. Reglugerð 282/2008 verður felld brott og í stað hennar kemur ný reglugerð um endurunnið efni og hluti úr plasti til notkunar í matvælasnertiefni.Ný reglugerð hefur í för með sér eftirfarandi breytingar:-Reglugerð (EB) nr. 282/2008 er felld úr gildi;-það er ekki lengur hægt að nota endurunnið plastefni í snertingu við matvæli (FCM) sem framleitt er samkvæmt landsbundinni löggjöf;- sérstakar reglur munu gilda um markaðssetningu plasts með endurunnu innihaldi, þar með talið um söfnun og flokkun plastsins, afmengun þess og umbreytingu, sem munu einnig hafa áhrif á gæðaeftirlit, skjöl og merkingar;- skrá Sambandsins yfir endurvinnsluaðila og endurvinnslustöðvar er komið á og verður birt á vefsíðu Framkvæmdastjórnarinnar;- allar gerðir endurunnins plasts og endurvinnslutækni falla undir gildissvið reglugerðarinnar, þar á meðal vélræn endurvinnsla, endurvinnsla á vörum úr lokaðri og stýrðri vörukeðju, notkun á endurunnu plasti á bak við virkan tálma og efnaendurvinnsla;- nýjar reglur sem gilda um nýja endurvinnslutækni og mat á endurvinnsluferlum taka gildi. Nokkur bráðabirgðaákvæði er að finna í reglugerðinni, þau helstu eru:- Endurunnið plast fengið með endurvinnsluferli sem byggir á viðkenndri endurvinnslutækni og gild umsókn hefur verið lögð fyrir lögbært yfirvald í samræmi við reglugerð 282/2008 eða í samræmi við þessa reglugerð má setja á markað þar til umsækjandi dregur umsókn sína til baka eða þar til  framkvæmdastjórnin samþykkir að veita eða synja um leyfi fyrir endurvinnsluferlinu.- Endurunnið plast framleitt með endurvinnsluferlum sem byggjast á endurvinnslutækni sem er ekki talið fullnægjandi samkvæmt þessari reglugerð má halda áfram að setja á markað til 10. júlí 2023.- Stjórnendum matvælafyrirtækja er heimilt að nota endurunnið plastefni og hluti sem eru settir á markað með löglegum hætti til að pakka matvælum og setja það á markað þar til birgðir klárast. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleidd sem sjálfstæð reglugerð með stoð í lögum um matvæli, nr. 93/1995.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R1616
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 243, 20.9.2022, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB