32022R2383

Commission Regulation (EU) 2022/2383 of 6 December 2022 amending Regulation (EU) No 582/2011 as regards the emissions type-approval of heavy duty vehicles using pure biodiesel


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2383 frá 6. desember 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 582/2011 að því er varðar gerðarviðurkenningu með tilliti til losunar frá þungum ökutækjum sem eru knúin með hreinni lífdísilolíu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 144/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Verið er að breyta ákvæðum reglugerðar 582/2011 þannig að þau nái til lífdísils. Breytingar sem snúa að gerðarviðurkenningum. Óbein áhrif. Óverulegur kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Ökutækjum sem hlotið hafa gerðarviðurkenningu þarf að vera hægt að aka á hreinum lífdísil en einnig á mismunandi blöndum af lífdísil og jarðefnaeldsneyti ef þörf verður á.Þegar eigin ökutæki fá gerðarviðurkenningu á losun er þess krafist að framleiðendur tryggi að farið sé að forskriftum um það eldsneyti sem miðað er við að ökutæki noti og settar eru fram í IX. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 582/2011, skv. 3. gr. þeirrar reglugerðar.Í IX. viðauka við reglugerð 582/2011 er skráð það eldsneyti sem nota má við prófanir sem gerðar eru sem undanfari þess að gerðarviðurkenning er veitt. Það er framleiðandans að tilkynna hvaða eldsneyti kemur til greina. Hreinn lífdísill (FAME B100) er ekki skráður í þeim viðauka sem viðmiðunareldsneyti fyrir gerðarviðurkenningu þungra ökutækja. Til að hægt sé að samþykkja ökutæki með viðurkenndum hreyfli hefur því þurft að framkvæma prófanir fyrir hreyfil með dísel sem tilgreindan orkugjafa samkvæmt IX. viðauka og lífdísil til viðbótar við þær prófanirTil þess að koma í veg fyrir tvíverknað við prófanir hreyfla þarf því að breyta að breyta viðaukum við reglugerð ESB nr. 582/2011.Efnisúrdráttur: Breytingar eru gerðar á viðaukum I, II. og IX. við reglugerð (ESB) nr. 582/2011 svo að lífdísil verði bætt á lista yfir mögulega orkugjafaUmsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Verið að breyta forskriftum er varðar eldsneytisgjafa við gerðarviðurkenningar, óbein áhrif hér á landi.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er:  Óbein áhrif hér á landi.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Nei.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R2383
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 315, 7.12.2022, p. 63
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D082551/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 87, 30.11.2023, p. 1
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02541, 30.11.2023