DORA - 32022R2554

Regulation (EU) 2022/2554 of the European Parliament and of the Council of 14 December 2022 on digital operational resilience for the financial sector and amending Regulations (EC) No 1060/2009, (EU) No 648/2012, (EU) No 600/2014, (EU) No 909/2014 and (EU) 2016/1011


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/2554 frá 14. desember 2022 um stafrænan rekstrarlegan viðnámsþrótt fyrir fjármálageirann og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 648/2012, (ESB) nr. 600/2014, (ESB) nr. 909/2014 og (ESB) 2016/1011
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 09 Fjármálaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 040/2025
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð ESB 2022/2554 (DORA) eru kröfur til áhættustýringar og viðbúnaðar m.t.t. stafræns rekstrarlegs viðnámsþróttar fjármálamarkaðar samhæfðar þvert á helstu aðila á fjármálamarkaði, að teknu tilliti til stærðar og áhættusniðs þjónustu/starfsemi og kerfislegs mikilvægis. Tilkynningaskylda er samræmd að því er varðar alvarleg atvik og krafa gerð um skráningu og flokkun allra atvika í/tengdum net- og upplýsingakerfum. Áætlanir um viðbúnað og samfelldan rekstur skulu skjalfestar og í reglugerðinni eru meginreglur settar fram um vöktun áhættu sem steðjað getur að fjármálaþjónustu vegna útvistunar/frá ytri tækniþjónustuveitendum. Kveðið er á um skyldu til einfaldra netöryggisprófana eða ógnamiðaðra innbrotsprófana sem stuðla eiga að bættu áfallaþoli og starfsemi á fjármálamarkaði. Með gerðinni er komið á fót sameiginlegum eftirlitsramma vegna stærstu tækniþjónustuveitenda sem útnefndir verða sem mikilvægir á sameiginlegum innri markaði fjármálaþjónustu.

Nánari efnisumfjöllun

Með reglugerð ESB 2022/2554 (DORA) eru kröfur til áhættustýringar og viðbúnaðar m.t.t. stafræns viðnámsþróttar samhæfðar þvert á helstu aðila á fjármálamarkaði, að teknu tilliti til stærðar og áhættusniðs og kerfislegs mikilvægis. Tilkynningaskylda er samræmd að því er varðar alvarleg atvik og krafa gerð um skráningu og flokkun allra atvika í/tengdum net- og upplýsingakerfum. Samkvæmt DORA skal lögbært stjórnvald (hér á landi Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands) staðfesta móttöku atvikatilkynninga og er jafnframt heimilt að bregðast með viðeigandi hætti við tilkynningu, s.s. með almennum leiðbeiningum um mögulegar ráðstafanir, gera aðgengilegar upplýsingar um/tengdar tilteknum tegundum ógna/atvika eða ræða mótvægisaðgerðir og aðferðir til að lágmarka tjón. Sérhver aðili er þó ávallt ábyrgur fyrir þeim aðgerðum sem gripið er til.DORA kveður á um að áætlanir um viðbúnað og samfelldan rekstur skuli skjalfestar og meginreglur skulu settar fram um vöktun áhættu sem steðjað getur að fjármálaþjónustu vegna útvistunar/frá ytri tækniþjónustuveitendum; þ.e. þriðju aðilum sem veita upplýsinga- og fjarskiptatækniþjónustu. Kveðið er á um skyldu til einfaldra netöryggisprófana eða ógnamiðaðra innbrotsprófana, eftir atvikum, sem stuðla eiga að bættu áfallaþoli og starfsemi á fjármálamarkaði. Þá er rennir DORA frekari stoðum undir heimildir til miðlunar upplýsinga um ógnir og áhættu sem steðjað getur að starfsemi á fjármálamarkaði, enda sé samstarf um slíkt formgert og nánar tilgreind skilyrði uppfyllt. Með gerðinni er komið á fót sameiginlegum eftirlitsramma með umsvifamestu þriðju aðilum sem veita upplýsinga- og fjarskiptatækniþjónustu þvert á landamæri og útnefndir verða sérstaklega sem mikilvægir á sameiginlegum innri markaði fjármálaþjónustu (e. Union Oversight Framework).  Með DORA-reglugerðinni eru gerðar breytingar á ýmsum gildandi reglugerðum á sviði fjármálaþjónustu. Hún verður innleidd hér á landi með tilvísunaraðferð. Samhliða reglugerðinni var samþykkt breytingatilskipun (ESB) 2022/2556, DORA-tilskipunin, sem ennfremur breytir ýmsum gildandi tilskipununum að því er varðar stafrænan rekstrarlegan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar. Tilskipunin verður innleidd með breytingum á gildandi lögum.DORA-gerðirnar eru hluti af stafrænum fjármálapakka ESB og upptaka/innleiðing DORA á Íslandi skilgreind sem aðgerð í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum, á grundvelli netöryggisstefnu fyrir Ísland 2022-2037, á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðuneytis. Unnið er að undirbúningi upptöku gerðanna í EES-samninginn og stefnt að því að nýtt regluverk öðlist gildi í EFTA ríkjunum innan EES á svipuðum tíma og í aðildarríkjum ESB. Samhliða samþykkt DORA var netöryggistilskipun ESB (NIS1) endurnýjuð í heild sinni, en gildissvið nýju tilskipunarinnar 2022/2555 (NIS2) er mun víðtækara en þeirrar fyrri. Í 1. gr. DORA er skilmerkilega tekið af skarið um að efnisákvæði hennar teljist sérlög (e. sector-specific Union legal act) og gangi þar með framar efnisreglum NIS2 að því er varðar aðila á fjármálamarkaði sem skilgreindir verða að landslögum á grundvelli NIS2 sem ómissandi eða mikilvægir (e. essential or important entities). Upptaka/innleiðing NIS2 á Íslandi er einnig skilgreind í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum, á ábyrgð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis.  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun, 2
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Frumvarp til nýrra heildarlaga um stafrænan rekstrarlegan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar, ásamt breytingum á gildandi lögum
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Samráðsgátt https://island.is/samradsgatt/mal/3492, https://island.is/samradsgatt/mal/3785

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Komi til hækkunar á eftirlitsgjaldi, verður það ákvarðað í samræmi við lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999, og heimt af aðilum á fjármálamarkaði sem falla undir gildissvið fyrirhugaðra DORA-laga.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Áhrif upptöku DORA í EES-samninginn og innleiðingar hér á landi með sérlögum verða jákvæð á fjármálamarkaðinn (samhæfðar kröfur). Upptaka/innleiðing DORA mun líklega hafa í för með sér einhvern kostnað fyrir stofnanir á fjármálamarkaði, en jafnframt að efla viðnámsþrótt þeirra fyrir áföllum og þannig gæti DORA einnig dregið úr eða komið í veg fyrir kostnað vegna áfalla eða áhættu sem tekst að mæta vegna hennar. Ekki er gert ráð fyrir fjárhagsáhrifum á ríkissjóð. Hugsanlega verður þó þörf á hækkun eftirlitsgjaldsins sem stendur undir rekstri Fjármálaeftirlitsins.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Seðlabanki Íslands

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R2554
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 333, 27.12.2022, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2020) 595
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 30, 8.5.2025, p. 65
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2025/770, 8.5.2025

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Rauð: ESA hefur ekki móttekið Form 1