32023D0424

Commission Implementing Decision (EU) 2023/424 of 24 February 2023 amending Implementing Decision (EU) 2019/450 as regards the publication of references of European Assessment Documents for special drawn sheet glass and other construction products (Text with EEA relevance)

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.21 Byggingarvörur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 151/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þegar byggingarvara fellur undir samhæfðan staðal er gerð krafa um að varan skuli CE-merkt. Þróun á þessu sviði er hröð og því ekki alltaf til staðlar. Ef ekki er til samhæfður staðall fyrir byggingarvöru getur framleiðandi óskað eftir að gert verði evrópskt tæknimat fyrir vöru hans en það gefur honum heimild til að CE-merkja hana. CE-merking getur haft jákvæð áhrif á markaðssetningu byggingarvöru.
Samtök tæknimatsstofnana skulu gera matsskjal ef óskað er eftir evrópsku tæknimati fyrir byggingavöru. Matsskjöl eru stöðluð fyrirmæli sem segja til um með hvaða hætti meta skuli nothæfi ákveðinnar byggingarvöru þegar ekki er fyrir hendi samhæfður staðal. Tæknimatsstofnun gefur út evrópskt tæknimat að beiðni framleiðanda á grundvelli evrópsks matsskjals. Hér eru kynnt tíu ný matsskjöl. Áhrif hér á landi eðlileg og jákvæð. Kostnaður fyrir hið opinbera óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Efnisútdráttur: Gerðin fjallar um tíu ný evrópsk matsskjöl um:• Sérhannaðar glerplötur• Rétthyrnd jarðnet til að koma á stöðugleika óbundinna kornlaga undir álagi• Plötur gerðar úr endurnýttum drykkjarfernum til nota í mannvirkjagerð• Steypustyrktarstál með haus (kemur í stað tækniforskriftar EAD 160012-00-0301).• Samsett innsigli fyrir brunalokur• Þræðir úr gleri, basalti, aramid, kolefni, PBO (polyparaphenylenbenzobisoxazol) og stáli til að nota í trefjastyrkt akkerisspjót• Polyurethan svampmotta eða polyestertrefjamotta til högghjóðeinangrunar (kemur í stað tækniforskriftar EAD 040049-00-0502)• Laus varma- og/eða hljóðeinangrunarfylling úr plöntutrefjum til að nota í gólfuppbyggingu án viðbótar burðarvirkis• Afldrifin ekki-berandi festing til nota í steinsteypu (kemur í stað tækniforskriftar EAD 330083-02-0601)• Hitaeinangrandi og hljóðdempandi pússningarmúrÞegar byggingarvara fellur undir samhæfðan staðal er gerð krafa um að varan skuli CE-merkt. Þróun á þessu sviði er hröð og því ekki alltaf til staðlar. Ef ekki er til samhæfður staðall fyrir byggingarvöru getur framleiðandi óskað eftir að gert verði evrópskt tæknimat fyrir vöru hans en það gefur honum heimild til að CE-merkja hana. CE-merking getur haft jákvæð áhrif á markaðssetningu byggingarvöru. Samtök tæknimatsstofnana skulu gera matsskjal ef óskað er eftir evrópsku tæknimati fyrir byggingavöru. Matsskjöl eru stöðluð fyrirmæli sem segja til um  með hvaða hætti meta skuli nothæfi ákveðinnar byggingarvöru þegar ekki er fyrir hendi samhæfður staðal. Tæknimatsstofnun gefur út evrópskt tæknimat að beiðni framleiðanda á grundvelli evrópsks matsskjals.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Ekki er að sjá að íslenskum kröfum geti ekki verið mætt í umræddum byggingarvörum eða að vandamál geti skapast vegna íslensks regluverks.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lög um byggingarvörur nr. 114/2014, 19. gr. Evrópureglugerðar 305/2011 sem birt er sem fylgiskjal við lögin. Setja þarf reglugerð til innleiðingar með tilvísun í 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur. Innleiðing verður með breytingu á reglugerð um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur, nr. 424/2015.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Ekki kostnaður hjá hinu opinbera.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: NeiHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: NeiÞörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lög um byggingarvörur nr. 114/2014. EKKI ÞÖRF FORMLEGRAR INNLEIÐINGAR
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Mannvirkjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023D0424
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 61, 27.2.2023, p. 68
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 87, 30.11.2023, p. 13
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02548, 30.11.2023