32023D0910

Commission Implementing Decision (EU) 2023/910 of 3 May 2023 amending Implementing Decision (EU) 2019/450 as regards the publication of references of European Assessment Documents for corrugated bitumen tiles or sheets and other construction products


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.21 Byggingarvörur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 272/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þegar byggingarvara fellur undir samhæfðan staðal er gerð krafa um að varan skuli CE-merkt. Þróun á þessu sviði er hröð og því ekki alltaf til staðlar. Ef ekki er til samhæfður staðall fyrir byggingarvöru getur framleiðandi óskað eftir að gert verði evrópskt tæknimat fyrir vöru hans en það gefur honum heimild til að CE-merkja hana. CE-merking getur haft jákvæð áhrif á markaðssetningu byggingarvöru.
Samtök tæknimatsstofnana skulu gera matsskjal ef óskað er eftir evrópsku tæknimati fyrir byggingavöru. Matsskjöl eru stöðluð fyrirmæli sem segja til um með hvaða hætti meta skuli nothæfi ákveðinnar byggingarvöru þegar ekki er fyrir hendi samhæfður staðal. Tæknimatsstofnun gefur út evrópskt tæknimat að beiðni framleiðanda á grundvelli evrópsks matsskjals. Hér eru kynnt 25 ný matsskjöl. Áhrif hér á landi eðlileg og jákvæð. Kostnaður fyrir hið opinbera óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Efnisútdráttur: Í ákvörðuninni er fjallað um 25 ný evrópsk matsskjöl um:•        Bylgjaðar jarðbiksflísar og -plötur.•        Fljótandi vatnsþéttingarefni (samstæða) fyrir brúargólf.•        Högghljóðeinangrunarmotta með viðbótarvirkni fyrir frárennsli regnvatns og vörn á ytri vatnsþéttilögum.•        Kúlulegur með sérstöku innra innsigli fyrir aukið álag.•        Samstæða fyrir kerfisofn - skorsteinn sem samanstendur af skorsteinssamstæðu með leir-/keramikrörum og innbyggðri eldavélareiningu.•        Samstæður sem samanstanda af skorsteinsrörafóðringu úr glertrefjum, steinefnum og lífrænum efnum, til viðbótar við aðra íhluti og aukahluti (kemur í stað tækniforskriftar EAD 060012-00-0802).•        Byggingarvara sem liggur gegnum veggi og gólf, með íhlutum til að flytja brennsluafurðir.•        Samstæður til glerjunar og límkítti.•        Hraðbindandi sement með flúorlagskiptum.•        Samstæða fyrir járnbenta steinsteypuhluta með sterku styrktarstáli en takmarkaðri tognýtingu;•        Léttsteypukubbar með sérstakan rakabreytieiginleika Fm.•        Byggingarkubbar gerðir úr múrsteinum og endurunnu gleri.•        Varmaeinangrandi- og berandi einingar úr endurunnu gleri.•        Vatnslaus lyktargildra fyrir gólfniðurföll.•        Lagskiptar eða ólagskiptar skífur með lágum jarðbiksmassa og með steinefna- eða gerviefnastyrkingu.•        Plast- eða gerviefnatrefjar styrktar með alkalíþolnum glertrefjum til notkunar í steinsteypu.•        Kalksteinsfylliefni með viðbótareiginleikum.•        Sérstakir speglar.•        Fúguþéttingarprófílar úr EPDM til þéttingar í samskeytum klæðninga.•        Innsprautunarfestingar úr málmi til notkunar í múrverk (kemur í stað tækniforskriftarinnar „EAD 330076-00-0604“).•        Innsteyptir akkerisboltar (kemur í stað tækniforskriftar „EAD 330924-00-0601“).•        Fleygspenniskífur til festingar bolta í burðarvirki.•        Tenging til að styrkja núverandi steinsteypuvirki með steypuyfirlagi.•        Plasthólf fyrir neðanjarðar netkerfi sem komið er fyrir undir aðgengisloki (manhole top).•        Samstæða fyrir eldþolnar þjónusturásir sem samanstendur af forsmíðuðum tengihlutum (úr stálplötu með þennsluhúð eða -fóðri) og fylgihlutum (kemur í stað tækniforskriftar EAD 350003-00-1109).Þegar byggingarvara fellur undir samhæfðan staðal er gerð krafa um að varan skuli CE-merkt. Þróun á þessu sviði er hröð og því ekki alltaf til staðlar. Ef ekki er til samhæfður staðall fyrir byggingarvöru getur framleiðandi óskað eftir að gert verði evrópskt tæknimat fyrir vöru hans en það gefur honum heimild til að CE-merkja hana. CE-merking getur haft jákvæð áhrif á markaðssetningu byggingarvöru.Samtök tæknimatsstofnana skulu gera matsskjal ef óskað er eftir evrópsku tæknimati fyrir byggingavöru. Matsskjöl eru stöðluð fyrirmæli sem segja til um  með hvaða hætti meta skuli nothæfi ákveðinnar byggingarvöru þegar ekki er fyrir hendi samhæfður staðal. Tæknimatsstofnun gefur út evrópskt tæknimat að beiðni framleiðanda á grundvelli evrópsks matsskjals.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Ekki er að sjá að íslenskum kröfum geti ekki verið mætt í umræddum byggingarvörum eða að vandamál geti skapast vegna íslensks regluverks.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lög um byggingarvörur nr. 114/2014, sbr. 19. gr. reglugerðar ESB nr. 305/2011.Setja þarf reglugerð til innleiðingar með tilvísun í 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur. Innleiðing verður með breytingu á reglugerð um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur, nr. 424/2015.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Ekki kostnaður hjá hinu opinbera.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: NeiHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: NeiÞörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í lögum um byggingarvörur nr. 114/2014, sbr. 19. gr. reglugerðar ESB nr. 305/2011. Setja þarf reglugerð til innleiðingar með tilvísun í 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Mannvirkjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023D0910
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 116, 4.5.2023, p. 22
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur