32023D1084

Commission Implementing Decision (EU) 2023/1084 of 1 June 2023 on the unresolved objections regarding the conditions for granting an authorisation for the biocidal product A-Quasan in accordance with Regulation (EU) No 528/2012 of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 266/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með ákvörðuninni er ákvarðað að sæfivaran, sem einkennd er með málsnúmerinu BC-FG047486-40 í sæfivöruskránni (R4BP3), fullnægi skilyrðunum sem sett eru fram í a-lið 1. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 fyrir sótthreinsun yfirborðs á sviði heilbrigðisþjónustu við dýr, þ.á.m. skurðstofum.
Ákvörðuninni er beint til aðildarríkjanna.

Nánari efnisumfjöllun

Sæfivaran A-Quasan, sem inniheldur virka efnið bensósýru, er með landsbundið markaðsleyfi í Þýskalandi til notkunar sem sótthreinsivara í vöruflokki 3, hreinlætisvörur fyrir dýr. Leyfð notkun er sótthreinsun á sviði heilbrigðisþjónustu við dýr, þ.á.m. dýralæknastofum og skurðstofum, yfirborðum, búnaði og hlutum fyrir félagsdýr.Þann 15. júní 2021 var sótt um gagnkvæma viðurkenningu á landsbundnu markaðsleyfi A-Quasan til lögbæra yfirvaldsins í Hollandi. Við mat á umsókninni komst Holland að þeirri niðurstöðu að sæfivaran uppfyllti ekki skilyrði a-liðar 1. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 fyrir notkun hennar á skurðstofum á sviði heilbrigðisþjónustu við dýr þar sem slík notkun myndi falla undir vöruflokk 2 og bensósýra er ekki samþykkt til notkunar í þeim vöruflokki. Holland vísaði andmælum til samræmingarhópsins.Samræmingarhópurinn komst ekki að niðurstöðu svo Þýskaland vísaði óleystum andmælunum til framkvæmdastjórnarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu að notkun sæfivörunnar ætti að flokkast undir vöruflokk 3. Þar sem nota á sæfivöruna til sótthreinsunar á sviði heilbrigðisþjónustu við dýr, ætti að telja hana sem sótthreinsivöru, sem notuð er í þeim tilgangi að stuðla að hreinlæti fyrir dýr. Framkvæmdastjórnin telur því að sæfivaran uppfylli skilyrði a-liðar 1. mgr. 19. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 fyrir sótthreinsun yfirborðs á sviði heilbrigðisþjónustu við dýr, þ.á.m. skurðstofum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ákvörðunina þarf að innleiða með tilvísunaraðferð í reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur.

Lagaheimild er í 3. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023D1084
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 144, 5.6.2023, p. 91
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur