Ákvörðun Framkvæmdastjórnar ESB 2023/1575 varðandi heildarfjölda losunarheimilda í ETS kerfinu á árinu 2024. - 32023D1575

Commission Decision (EU) 2023/1575 of 27 July 2023 on the Union-wide quantity of allowances to be issued under the EU Emissions Trading System for 2024


iceland-flag
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1575 frá 27. júlí 2023 um heildarfjölda losunarheimilda í Sambandinu sem gefa skal út samkvæmt viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir fyrir árið 2024
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 335/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með ákvörðun ESB 2023/1575 er heildarfjöldi losunarheimilda (e. Union-wide quantity of allowances), sem getið er í 9. gr. tilskipunar ESB 2003/87, ákveðinn fyrir árið 2024. Heildarfjöldinn er 1 386 051 745 losunarheimildir.

Nánari efnisumfjöllun

Í 9. gr. tilskipunar ESB 2003/87, eins og henni hefur verið breytt með tilskipun ESB 2023/959 kemur fram að framkvæmdastjórn ESB skuli, fyrir 6. september 2023, birta heildarfjölda losunarheimilda (e. Union-wide quantity of allowances). Þess má þó geta að tilskipun ESB 2023/959 hefur ekki verið tekin upp í EES samninginn þegar þetta er skrifað.Þessi heildarfjöldi losunarheimilda fyrir árið 2024 er birtur í ákvörðun ESB 2023/1575 en sú ákvörðun er hér til umfjöllunar. Í formála ákvörðunar 2023/1575, eru m.a. tilteknar eftirfarandi upplýsingar: Með ákvörðun ESB 2020/1722 var heildarfjöldi losunarheimilda, sem getið er í 9. gr. tilskipunar ESB 2003/87, ákveðinn fyrir árið 2021. Fjöldi losunarheimilda var þá 1 571 583 007 heimildir og notast var við lækkunarstuðul uppá 2,2 %, en sá stuðul gilti frá 2021. Með þessum lækkunarstuðli var heildarfjöldi losunarheimilda fyrir árið 2023, 1 485 575 977 heimildir. Á árinu 2024 verða breytingar á heildarfjölda losunarheimilda en þeim mun fækka um 90 milljón heimildir. Þó verður einnig bætt við 78,4 milljón losunarheimildum vegna sjóflutninga. Þessar breytingar eru settar fram í tilskipun ESB 2023/959, sem breytir tilskipun ESB 2003/87. Í tilskipun ESB 2023/959 eru einnig settar fram breytingar á línulegum lækkunarstuðli fyrir árin 2024-2027 en þá verður stuðulinn 4,3%. Líkt og greint er frá að ofan, þá hefur tilskipun ESB 2023/959 ekki verið tekin upp í EES samningin þegar þetta er skrifað. Heildarfjöldi losunarheimilda og fækkun þeirra í samræmi við línulegan lækkunarstuðul tekur til ríkja EES og EFTA ríkja.  Fjöldi losunarheimilda sem úthlutað verður til flugrekanda á árinu 2024 verður birtur sérstaklega, í samræmi við 3. gr. c tilskipunar ESB 2003/87, og er því ekki tekinn með í þeim heildafjölda losunarheimilda sem birtur er með ákvörðun ESB 2023/1575. Vert er að hafa í huga að 3. gr. c. tilskipunar ESB 2003/87 hefur breyst  með tilskipun 2023/958 en sú tilskipun hefur ekki verið tekin upp í EES samninginn þegar þetta er skrifað.  Ákvörðun ESB 2023/1575, sem er hér til umfjöllunar telur aðeins tvær greinar: Í 1. gr. ákvörðunarinnar er tiltekið að heildarfjöldi losunarheimilda, sem getið er í 9. gr. tilskipunar ESB 2003/87, skuli vera 1 386 051 745 fyrir árið 2024.Í 2. gr. ákvörðunarinnar er fjallað um gildistöku ákvörðunarinnar en hún hefur nú þegar tekið gildi í Evrópusambandinu. Eins og sjá má fækkar heildafjöldi losunarheimilda og þar með fækkar þeim losunarheimildum sem úthlutað er til aðildarríkja ESB og þá sömuleiðis til Íslands og annarra EES EFTA ríkja. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Heildafjöldi losunarheimilda fækkar og þar með fækkar þeim losunarheimildum sem úthlutað er til aðildarríkja ESB og þá sömuleiðis til Íslands og annarra EES EFTA ríkja.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023D1575
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 192, 31.7.2023, p. 30
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur