Ákvörðun (ESB) 2023/2440 um heildarfjölda losunarheimilda fyrir flug fyrir árið 2024. - 32023D2440

Commission Decision (EU) 2023/2440 of 27 October 2023 on the Union-wide total quantity of allowances to be allocated in respect of aircraft operators under the EU Emissions Trading System for 2024


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 041/2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með ákvörðun (ESB) 2023/2440 er heildarfjöldi losunarheimilda fyrir flug (e. Union-wide total quantity of allowances), í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sem getið er 5. mgr. 3. gr. c í tilskipun 2003/87/EB, ákveðinn fyrir árið 2024.

Heildarfjöldinn er: 28 866 578 losunaheimildir.

Nánari efnisumfjöllun

Í formála við ákvörðun (ESB) 2023/2440, sem hér er til greiningar, koma fram eftirfarandi upplýsingar: Í 3. gr. c í tilskipun 2003/87/EB um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (hér eftir nefnd ETS-tilskipunin) er sett upp reikniaðferð fyrir heildarfjölda losunarheimilda sem úthlutað verður til flugrekenda fyrir árið 2024 í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (hér eftir ETS), vegna flugs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og flugs til Sviss og Bretlands. Þessar losunarheimildir vegna flugs eru viðbót við (e. supplement to) þær 1 386 051 745 losunarheimildir sem ákveðnar voru með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1575 um heildarfjölda losunarheimilda í ETS á árinu 2024. Með tilskipun (ESB) 2023/958, voru gerðar þær breytingar á ETS-tilskipuninni að heildarfjöldi losunarheimilda sem skal úthlutað til flugrekenda á árinu 2024 er byggður á heildarúthlutun losunarheimilda til flugrekenda sem stunduðu flugstarfsemi sem fellur undir I. viðauka ETS-tilskipunarinnar á árinu 2023, með þeim lækkunarstuðli sem getið er í 9. gr. ETS tilskipunarinnar. Sem fyrsta skref, ákvað framkvæmdastjórnin heildarfjölda losunarheimilda hvað varðar flugrekendur sem að stunduðu starfsemi sem listuð er í I. viðauka við ETS-tilskipunina á árinu  2023 - þær samanstóðu af 85% heimilda sem úthlutað var endurgjaldslaust og 15% sem að voru boðnar upp. Samkvæmt 7. mgr. 3. gr. c í ETS-tilskipuninni, skal auka fjölda losunarheimilda í samræmi við hlutfall úthlutunar hvað varðar flug sem falla undir ETS frá 1. janúar 2024, sem eru flug milli flugvalla á ysta svæði  aðildarríkis og flugvalla í öðru aðildarríki, og draga úr fjölda heimilda í hlutfalli við úthlutun hvað varðar flug sem að ekki falla lengur undir ETS- frá 1. janúar 2024 og eru flug sem að flogin eru innan sama ysta svæðis (e. outermost region). Fjöldinn er: 30 259 690 losunarheimildir. Með tilskipun (ESB 2023/958) var línulegur lækkunarstuðull hækkaður úr 2,2% í 4,3% fyrir árin 2024-2027. Lækkunarstuðull upp á 4,4% gildir frá árinu 2028. Til að beita lækkuninni upp á 4,3% fyrir árið  2024, miðað við árið 2023, er línulegi lækkunarstuðullinn byggður á úthlutun fyrir árið 2020, og telur 1 393 112 heimildir á hverju ári fyrir árin 2024-2026. Í þessu felst að heildafjöldi losunarheimilda fyrir árið 2024 er: 28 866 578. Til að reikna út endurgjaldslausa úthlutun til flugrekenda í samræmi við 1. mgr. 3. gr. d í ETS-tilskipuninni, skal framkvæmdastjórnin, í samræmi við 5. mgr. 3. gr. c í ETS-tilskipuninni birta fjölda endurgjaldslausra losunarheimilda sem hefði verið úthlutað án endurgjalds  á árinu 2024, samkvæmt þeim reglum sem giltu fyrir þær breytingar sem gerðar voru á ETS tilskipuninni, með tilskipun (ESB) 2023/958. Þetta eru 85% af heildafjölda losunarheimilda úthlutuðum til flugrekendur eða til að auka við nýsköpunarstuðning í gegnum nýsköpunarsjóðinn, sem settur var á stofn með 8. mgr. 10. gr. a í ETS-tilskipuninni. Heildarfjöldi losunarheimilda sem úthlutað verður til flugrekenda fyrir árið 2024 og árleg lækkun á losunarheimildum sem gefnar verða út, gildir fyrir ríki á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og fyrir ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA).  Ákvörðunin sjálf telur aðeins þrjár greinar: Heildarfjöldi heimilda sem úthlutað verður hvað varðar flugrekendur fyrir árið 2024, og getið er í 5. mgr. 3. gr. c í ETS-tilskipuninni er: 28 866 578. Fjöldi heimilda sem hefði verið úthlutað endurgjaldslaust á árinu 2024 í samræmi við þær reglur sem giltu fyrir þær breytingar sem gerðar voru á ETS tilskipuninni, með tilskipun (ESB) 2023/958 er: 24 536 591. Ákvörðunin tók gildi gagnvart aðildarríkjum Evrópusambandsins í nóvember 2023. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ef ákveðið verður að innleiða ákvörðun þessa formlega þarf að gera breytingar á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Í samræmi við setningu nýrra laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir stendur nú yfir heildarendurskoðun reglugerðar nr. 606/2021.

Skoða þarf hvort reglugerðarheimild í bráðabirgðaákvæði II í lögum nr. 96/2023 er fullnægjandi til innleiðingar ákvörðunar þessarar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023D2440
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/2440, 31.10.2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur