32023R0464
Commission Regulation (EU) 2023/464 of 3 March 2023 amending, for the purpose of its adaptation to technical progress, the Annex to Regulation (EC) No 440/2008 laying down test methods pursuant to Regulation (EC) No 1907/2006 of the European Parliament and of the Council on the Registration, Evaluation, Authorisation and Restriction of Chemicals


Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/464 frá 3. mars 2023 um breytingu á viðaukanum við reglugerð (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni, í því skyni að laga hann að tækniframförum
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 315/2023 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Reglugerðin breytir viðauka við reglugerð (EB) nr. 440/2008 til að laga hann að framförum á sviði tækni.
Nánari efnisumfjöllun
Reglugerð (EB) nr. 440/2008 mælir fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH). Með þessari reglugerð eru felldar út eldri og úreltar mæliaðferðir en nýjum aðferðum bætt inn í staðinn.Nýr hluti, Hluti 0, bætist fremst í viðaukann. Hann inniheldur skrá yfir alþjóðlegar mæliaðferðir sem eru viðurkenndar til notkunar við að ákvarða eðliseiginleika efna í tengslum við ákvæði reglugerðar (EB) nr. 1907/2006 (REACH). Ef heildarlýsingu aðferðar er að finna í síðari hlutum viðaukans er vísað til þess í þessum nýja hluta.Heildarlýsingum ýmissa aðferða er eytt úr A-, B- og C-hlutum viðaukans og í staðinn vísað til jafngildra aðferða sem skráðar eru í nýjum hluta viðaukans. Ef aðferðirnar eru úreltar er settur inn texti þar að lútandi í stað aðferðarlýsingar.Reglugerðin tók gildi tuttugu dögum eftir birtingu hennar í stjórnartíðindum ESB.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Reglugerð - breyting eða ný |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta |
Innleiða þarf ákvæði gerðarinnar með breytingu á reglugerð en meta þarf hvaða reglugerð er best að breyta – sjá nánari umfjöllun undir liðnum Viðbótarupplýsingar. Lagastoð er í 1., 2. og 5. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Innan fjárhagsáætlunar |
---|
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið |
---|---|
Ábyrg stofnun | Umhverfis- og orkustofnun |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32023R0464 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 68, 6.3.2023, p. 37 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
Samþykktardagur i ESB |
---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 48, 13.6.2024, p. 33 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L, 2024/1404, 13.6.2024 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Græn: Innleitt |
---|---|
Viðeigandi lög/reglugerði |