32023R0566

Commission Implementing Regulation (EU) 2023/566 of 10 March 2023 amending Implementing Regulation (EU) 2015/1998 as regards certain detailed measures for the implementation of the common basic standards on aviation security


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/566 frá 10. mars 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 að því er varðar ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 289/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið með gerðinni er að skýra tilteknar flugverndarráðstafanir, samræma þær og einfalda, tryggja skýrleika og bestu framkvæmd flugverndar. Með reglugerðinni eru gerðar breytingar á útfærslu tiltekinna sameiginlegra grunnstaðla um flugvernd í viðauka við reglugerð (ESB) 2015/1998. Flugverndarráðstafanir eru samræmdar og einfaldaðar til að tryggja skýrleika og bestu framkvæmd. Þá eru gerðar breytingar á þróun ógnar- og áhættumyndun eins og hún hefur breyst vegna tækniþróunar. Lítil áhrif. Kostnaður óverulegur. Samhliða er verið að taka upp framkvæmdarákvörðun um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2015) 8005 að því er varðar tilteknar ítarlegar ráðstafanir til innleiðingar á sameiginlegum grunnstöðlum um flugvernd. Efni ákvörðunarinnar er háð leynd og er ekki birt opinberlega

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmið með gerðinni er að skýra tilteknar flugverndarráðstafanir, samræma þær og einfalda, tryggja skýrleika og bestu framkvæmd flugverndar.Efnisútdráttur: Með reglugerðinni eru gerðar breytingar á útfærslu tiltekinna sameiginlegra grunnstaðla um flugvernd í viðauka við reglugerð (ESB) 2015/1998. Flugverndarráðstafanir eru samræmdar og einfaldaðar til að tryggja skýrleika og bestu framkvæmd. Þá eru gerðar breytingar á þróun ógnar- og áhættumyndun eins og hún hefur breyst vegna tækniþróunar. Breytingarnar eru um sjálfvirkan hugbúnað til að finna bannaða hluti (APID), búnað til að greinina sprengiefni (EDS), snefilgreiningartæki fyrir sprengiefni (ETD), öryggisskanna og sprengiefnagreiningarbúnað (EVD).Þá eru gerðar breytingar á innleiðingaraðferðum tiltekinna sameiginlegra grunnstaðla um vottun þeirra sem veita þjálfun, úreltar tilvísanir fjarlægðar og skýringar á fyrir fram upplýsingum um farm sem veittar eru áður en hleðsla fer fram (PLACI) eru lagfærðar.Auk þess eru tilvísanir milli ákvæða í reglugerðinni eru lagfærð til að auka lagaskýrleika og tryggja bestu framkvæmd sameiginlegra grunnstaðla í flugvernd.Viðauki við reglugerð (ESB) 2015/1998 er leiðréttur í samræmi við framangreint.Samhliða innleiðingu gerðarinnar skal innleiða framkvæmdarákvörðun um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar C(2015) 8005 að því er varðar tilteknar ítarlegar ráðstafanir til innleiðingar á sameiginlegum grunnstöðlum um flugvernd. Efni ákvörðunarinnar er háð leynd, e. secret decision og er ekki birt opinberlega.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Um er að ræða minniháttar breytingar sem hafa ekki mikil áhrif hér á landi. Breytingarnar eru gerðar til að auka skýrleika og í þeim tilgangi að tryggja bestu framkvæmd.Gerðin felur í sér tækja/tæknibreytingar sem hafa áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 167. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022. Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 750/2016.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Óverulegur kostnaður metin við innleiðingu þessarar reglugerðar. Getur falið í sér aukinn kostnað fyrir rekstraraðila Keflavíkurflugvallar vegna tækja/tæknibreytinga.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Framkvæmdaaðilar flugverndarráðstafana á flugvöllum. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 167. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022. Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 750/2016.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R0566
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 74, 13.3.2023, p. 47
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur