32023R0893

Commission Implementing Regulation (EU) 2023/893 of 21 April 2023 amending Regulation (EU) 2015/340 laying down technical requirements and administrative procedures relating to air traffic controllers’ licences and certificates


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/893 frá 21. apríl 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/340 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða skírteini flugumferðarstjóra og vottorð
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 296/2024
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið með breytingunum er að auka á hreyfanleika, e mobility, flugumferðarstjóra. Með það að markmiði er verið að einfalda leið flugumferðarstjóra að réttindum og störfum með því að samræma borgaralega og hernaðarlega þjálfun á þessu sviði. Aðildarríkjum er heimilað að taka tillit til landsbundinnar herþjálfunar flugumferðastjóra við útgáfu á flugumferðastjóraskírteinum. Því verður þeim sem hafa réttindi til að stjórna umferð loftfara sem notuð eru í hernaði auðveldað að taka að sér að stjórna borgaralegri flugumferð. Gera þarf breytingar á tölukerfi Samgöngustofu. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmið með breytingunum er að auka á hreyfanleika, e mobility, flugumferðarstjóra. Með það að markmiði er verið að einfalda leið flugumferðarstjóra að réttindum og störfum með því að samræma borgaralega og hernaðarlega þjálfun á þessu sviði.Um er að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/340 um tæknilegar kröfur og stjórnsýsluaðferðir varðandi skírteini flugumferðastjóra og vottorð.Efnisútdráttur: Í reglugerð (ESB) 2015/340 er mælt fyrir um tæknilegar kröfur til flugumferðarstjóra og stjórnsýslumeðferð sem til skírteina flugumferðastjóra.Með þessari gerð er reglugerð (ESB) 2015/340 uppfærð og tilteknar breytingar gerðar í þeim tilgangi að tryggja kostnaðarhagkvæmni og samræmi við alþjóðastaðla og venjur.Breytingarnar snúa að því að heimila aðildarríkjum að taka tillit til landsbundinnar herþjálfunar flugumferðastjóra við útgáfu á flugumferðastjóraskírteinum í Sambandinu. Er það gert með vísan til þess að Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins telur að herþjálfun flugumferðastjóra í aðildarríkjum tryggi mikið öryggi. Þá telur stofnunin að kröfur til þjálfunar flugumferðastjóra sem hafa réttindi til að stýra umferða herflugvéla sé sambærileg við kröfur og þjálfun borgaralegra flugumferðastjóra sem mælt er fyrir um í reglugerð (ESB) 2015/340.Kveðið er á um að við umsókn um breytingu á landsbundnu her-flugumferðastjóraskírteini sé hægt að gefa út skírteini flugumferðastjóranema að því tilskildu að nám og reynsla umsækjanda sem hefur réttindi til að stjórna umferð herflugvéla  umsækjanda uppfylli grunnþjálfunarkröfur til flugumferðarstjóra sem settar eru fram í reglugerð (ESB) 2015/340. Þegar um er að ræða skírteini flugumferðastjóra sem fullnægja kröfum sem gerðar eru til innlendra herflugumferðarstjóraskírteina skal líta á þau sem jafngild.Taka skal tillit til áunninnar reynslu samkvæmt ákvæðum um flugumferðastjórn hersins þegar áritunarnámskeiðið fyrir umsækjandann er komið á í samræmi við b-lið ATCO.D.055 í I. viðauka.Kveðið er á um að lögbær innlend yfirvöld og heryfirvöld aðildarríkjanna skuli vinna saman að því að tryggja skilvirka framkvæmd umbreytinga á innlendum her-flugumferðarstjóraskírteinum í flugumferðastjóraskírteini.Kröfur sem gilda um yfirvöld og eru settar fram í reglugerð (ESB) 2015/340 eru uppfærðar í samræmi við tækniframfarir. Lagðar eru til breytingar til að tryggja samræmi milli krafna sem settar eru fram í reglugerð (ESB) 2015/340 og krafna í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/373 sem og reglugerðum (ESB) 965/2012 (ESB) 1178/2011 og (ESB) 139/2014.Aðlögun á reglugerð (ESB) 2015/340 við reglugerð (ESB) 376/2014 að því er varðar skýrslugjöf, greiningu og eftirfylgni atvika í almenningsflugi eru settar fram til að auka réttaröryggi og styðja við innleiðingu skilvirkra kerfa til að tilkynna atvik sem hluta af öryggisstjórnun stofnana.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin kallar á breytingar á hugbúnaði Samgöngustofu vegna skírteinaútgáfu, þar sem áritanir og viðbótaráritanir breytast:Breytingar sem gera á eigi síðar en 4. ágúst 2027: ADI – changed to ADC (Aerodrome Control)RAD – Changed to SUR (Aerodrome Control Surveillance)TCL – becomes part of the privileges of APS or ACSADV,TWR,AIR,GMC,GMS,RAD,TCL   - notkun skal hætt frá og með 4. ágúst 2024.Gerðin kallar á uppfærslu þjálfunaráætlana og þjálfunar starfsleyfishafa þjálfunar og samsvarandi verkefni hjá SGS við samþykki þjálfunaráætlunum.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 73. gr. og 83. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022.Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 854/2016 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð fyrir skírteini og þjálfun flugumferðarstjóra.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er minni háttar.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: Isavia ANS, Isavia ohf.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: NeiÞörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB Nei

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 73. gr. og 83. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022. Rétt væri að innleiða reglugerðina með breytingu á reglugerð nr. 854/2016 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð fyrir skírteini og þjálfun flugumferðarstjóra.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R0893
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 118, 4.5.2023, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D087748/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 25, 24.4.2025, p. 76
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2025/564, 24.4.2025