Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/957 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/757 Evrópuþingsins og ráðsins um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum og um breytingu á tilskipun 2009/16/EB - 32023R0957

Regulation (EU) 2023/957 of the European Parliament and of the Council of 10 May 2023 amending Regulation (EU) 2015/757 in order to provide for the inclusion of maritime transport activities in the EU Emissions Trading System and for the monitoring, reporting and verification of emissions of additional greenhouse gases and emissions from additional ship types


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/957 frá 10. maí 2023 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/757 til að gera það kleift að fella sjóflutningastarfsemi inn í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og varðandi vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun fleiri gróðurhúsalofttegunda og losun frá fleiri tegundum skipa
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 335/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð (ESB) 2015/957 er viðbót við reglugerð 757/2015 en markmiðið með breytingunni er að innlima skipaflutninga inn í ETS kerfið og koma á kerfi eftirlits, skýrslugjafa og vottunar á losun. Gerðin mun eiga við um skip sem ferja varning og/eða farþega sem vega 5.000 brúttótonn eða meira. Breytingin mun innlima fleiri skip undir lögin og fleiri gróðurhúsalofttegundir. Upplýsingarnar um losun gróðurhúsalofttegunda eru vottaðar af óháðum fagraðila sem gefur út vottorð fyrir hvert skip. Vottorð þarf að liggja fyrir þegar komið er í höfn.

Nánari efnisumfjöllun

Helstu breytingar reglugerðarinnar fela í sér í fyrsta lagi, að gildissvið hennar er rýmkað svo fleiri skip falla þar undir. Jafnframt mun reglugerðin ná utan um losun metans og nituroxíðs. Í öðru lagi er að finna nýmæli um staðlaðar vöktunaráætlanir, faggildingu fyrir vottunaraðila og viðurlög vegna vanefnda skipafélaga. Breytingarnar miða að því að styrkja reglugerð (ESB) 2015/757 til að draga úr losun frá sjóflutningum innan Evrópusambandsins. Helstu efnisþættir reglugerðarinnar (tilvísanir til ákvæða eiga við um ný eða breytt ákvæði reglugerðar (ESB) 2015/757 nema annað sé tekið fram):  Gildissvið rýmkaðSkipategundir:Reglugerðin nær til farþega- og vöruflutningaskipa sem vega 5.000 brúttótonn eða meira og tekur til losunar gróðurhúsaloftegunda á siglingum þeirra í atvinnuskyni.Frá og með 1. janúar 2025 mun reglugerðin einnig eiga við almenn flutningaskip, sem starfa í atvinnuskyni, og grunnsævisskip sem vega yfir 400 brúttótonn en undir 5.000 brúttótonn og starfa í atvinnuskyni, sbr. 1. mgr. a. 2. gr.Þá mun reglugerðin einnig ná til grunnsævisskipa sem vega 5000 brúttótonn eða meira frá og með 1. janúar 2025, sbr. 1. mgr. b. 2. gr.  Gróðurhúsalofttegundir:Samhliða losun koltvísýrings (CO2) mun losun metans (CH4) og nituroxíðs (N2O) einnig heyra undir reglugerðina og skulu lofttegundirnar vaktaðar frá og með 1. janúar 2024, sbr. 1. mgr. c. 2. gr.  Hugtakið “losun gróðurhúsalofttegunda” nær utan um losun áðurnefndra lofttegunda, með vísan í skilgreiningu a-liðar 3. gr., sbr. 2. mgr. 1. mgr. c. 2. gr.  Fyrir 1. október 2023 skal framkvæmdastjórnin setja gerðir til að breyta viðauka I og II vegna innleiðingar á vöktun losunar CH4 og N2O og losun gróðurhúsalofttegunda frá grunnsævisskipum sem falla undir reglugerð þessa og til að samræma viðaukana við vöktunar- og skýrslukröfur 1. mgr. 14. gr. tilskipunar (ESB) 2003/87 (hér eftir „ETS-tilskipunin“).Losun á CH4 og N2O verður vöktuð með sambærilegum hætti og var áður gert fyrir CO2 eins og segir til um í viðauka I með þeim breytingum sem mega teljast nauðsynlegar til að endurspegla mismunandi eiginleika hverrar gróðurhúsalofttegundar.2. Flutningsleiðir:
Reglugerðin mun ná til siglingarleiða sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Þegar farið er frá einni höfn til annarrar hafnar sem er innan lögsögu aðildarríkis, sem og frá höfn í aðildarríki til næstu hafnar í ríki utan kerfisins og siglingar á milli hafna innan aðildarríkja, sbr. 1. mgr., 1. mgr. a og b 2. gr. í tilskipun (ESB) 959/2023.  3. Breytingar á hugtökum:
Í reglugerðinni er skilgreiningum einstaka lykilhugtaka breytt, sbr. 3. gr. Er með því verið að samræma skilgreiningar reglugerðar (ESB) 2015/757 við skilgreiningar ETS-tilskipunarinnar.  Losun gróðurhúsalofttegunda (e. greenhouse gas emissions) nær nú utan um fleiri gróðurhúsalofttegundir, með vísan í það sem rakið er hér að framan;Viðkomuhöfn (e. port of call) hefur nú sömu skilgreiningu og er í z-lið 3. gr. ETS-tilskipunarinnar;Sigling (e. voyage) merkir sérhverja ferð skips sem kemur frá eða endar í viðkomuhöfn;Fyrirtæki (e. company) hefur nú sömu skilgreiningu og er í w-lið 3. gr. ETS-tilskipunarinnar; Ábyrgðarríki (e. administering authority responsible) þýðir nú ábyrgðarríki er snýr skipafélagi sem um getur í 3. gr. gf. ETS-tilskipunarinnar;Gögn um uppsafnaða losun niður á fyrirtæki (e. aggregated emissions data at company level) er  summan af losun gróðurhúsalofttegunda frá skipaflutningum er falla undir viðauka I í ETS-tilskipun.4. Samanlögð losun skipafélags
Samanlögð losun skipafélags, þýðir heildar losun gróðurhúsalofttegunda, líkt og skilgreint er í ETS-tilskipuninni fyrir starfsemi tengda skipaflutningum í samræmi við Viðauka I. Heildarlosun skal  tilgreind af skipafélagi skv. tilskipun þeirri, fyrir öll skip í umsjón skipafélagsins fyrir tiltekið viðskiptatímabil, sbr. q-lið 3.gr c. í reglugerð 957/223/EC. Skipafélög skulu gefa skýrslu um samanlagða losun fyrirtækisins fyrir öll skip í þeirra umsjón samkvæmt 11. gr. a, sbr. 8. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar..Skipafélög skulu gera grein fyrir samanlagðri losun fyrirtækisins fyrir hvert eftirlits tímabil, byggt á gögnum í losunarskýrslu og skýrslu sem er útlistuð í grein 2. mgr. 11. gr.Fyrir 31. mars 2025 og hvert ár eftir það, skulu skipafélög senda til eftirlitsaðila vottaða  losunarskýrslu sem nær utan um losun gróðurhúsalofttegunda á ábyrgð fyrirtækisins fyrir undangengið tímabil.Eftirlitsaðili hvers ríkis getur farið fram á að skipafélagið skili skýrslu um samanlagða losun inn fyrr, en þó ekki fyrir 28. febrúar. Skilafrestur er til 31 mars að öðru óbreyttu.Framkvæmdastjórn er heimilt breyta framsettum gerðum í samræmi við grein 23 til að skilgreina reglur um vöktun og skýrslugjöf um samanlagða heildarlosun fyrirtækja og skil á gögnunum til eftirlitsaðila.Framkvæmdastjórn hefur umboð til aðlaga framsettar gerðir í samræmi við 23. gr til að ákvarða reglur fyrir vöktun og skýrslugjöf um samanlagða losun fyrir hvert skipafélag og skil á upplýsingum til eftirlitsaðila.Eftirfarandi texti bætist við 1. mgr. 10 gr: Heildar uppgefin losun gróðurhúsalofttegunda frá skipaflutningum, líkt og útlistað er í tilskipun 87/2003/EC Í viðauka. Kolefnislosun þarf að tilkynna ásamt frekari upplýsingum  ef falast er eftir undanþágum frá gr 12(3) í tilskipun 87/2003/EC, sjá gr 12 (3-2) og 12(3-b).Í d-lið 1. mgr. 14 gr. í fyrri reglugerðar kemur fram að vottunaraðili eigi að meta áreiðanleika, trúverðugleika og nákvæmni í vöktunarkerfum og auk þess skýrslur og gögn er snúa að losun gróðurhúsalofttegunda. Þá kemur jafnframt fram að vottunaraðili þurfi einnig að yfirfara útreikninga. Í stað d-liðs 1. mgr. í 14. gr. kemur eftirfarandi:  Útreikningarnir sem leiða á mati á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem og losun sem fellur undir ETS-tilskipunina í tengslum við skipaflutninga. Þetta gildir einnig um losunarskýrslur og önnur gagnaskil sem útlistuð eru í 11. gr. 6. Vöktunaráætlanir
Fyrirtækjum er gert að nota staðlaðar vöktunaráætlanir er byggja á sniðmáti. Fyrirtækin skila vöktunaráætlununum síðan í gegnum sjálfvirkt kerfi og gagnaskiptasnið. Sniðmát og tækniatriði er varða framkvæmd og skráningarkerfið verða ákvörðuð af framkvæmdarstjórn (e. Implementing acts) með vísan í 5. mgr. 6 gr.Fyrirtæki hafa til og með 24. apríl til að skila inn vöktunaráætlun til stjórnvalda (e. Administering authority). Vöktunaráætlunin skal samþykkt af vottunaraðila í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar. Þar kemur fram losun metans og koltívóxíðs líkt og umfang reglugerðar fer fram á, sbr 6. mgr. 6. gr.Fyrir skip sem koma inn í kerfið eftir 1. janúar 2024 skal skila vöktunaráætlun eigi síðar en þrem mánuðum eftir fyrstu viðkoma í höfn innan aðildaríkis, sbr. 7. mgr. 6. gr.Fyrir 6. Júní 2025 skulu eftirlitsaðilar hafa samþykkt vöktunaráætlanir skilað inn af rekstraraðila. Fyrir skip sem falla í kerfið eftir 1. Janúar 2024 skal eftirlitsaðili samþykkja vöktunaráætlun rekstraraðila innan fjögurra mánaða eftir fyrstu viðkoma í höfn innan aðildaríkis, sbr. 6. gr. 8. mgr.7. Breytingar á vöktunaráætlun
Þau nýmæli eru að finna í 4. mgr. í 7 gr. með þeim afleiðingum að nú munu breytingar á vöktunaráætlun verða háðar mati vottunaraðila í samræmi við 1. mgr. 13. gr. Í kjölfar yfirferðar mun vottunaraðili láta rekstraraðila vita hvort að það sé samræmi í breytingum sem gerðar hafa verið. Þá er 5. mgr 7. gr. einnig breytt og eftirfarandi texta bætt við: Vottunaraðili sér um að samþykkja breytingar á vottunaráætlun samkvæmt a-d-liðum 2. mgr. og samkvæmt þeim reglum sem framkvæmdastjórnin setur. Framkvæmdastjórnin hefur vald til að breyta reglum er varða breytingar á vöktunaráætlun af hálfu vottunaraðila8. Losunarskýrslur og skil á upplýsingum um samanlagða losun skipafélaga
Gerð er breyting á 11. gr sem felur í sér að losunarskýrslur skipafélaga fyrir undangengið ár verða sendar til eftirlitsaðila. Í losunarskýrslununum skal koma fram losun hvers skips undir þeirra forræði en skýrslunni er skilað til bæði eftirlitsstofnanna í þeim ríkjum þar sem skipin landa og til framkvæmdastjórnarinnar. Losunarskýrslan þarf að mæta þeim kröfum sem útlistaðar eru í 13 gr. Eftirlitsaðilinn má óska eftir að skipafélagið skili losunarskýrslunni fyrr, en þó ekki fyrir 28. febrúar.Ef að fyrirtækið er lagt niður, þarf viðkomandi félag samt sem áður að skila inn losunarskýrslu til eftirlitsaðila, framkvæmdastjórnar og þess rekstraraðila sem áskotnast skipin svo fljótt sem auðið er, sbr. 2. mgr. 11. gr.  9. Sannprófun og faggilding
Greinar 13-16 taka breytingum er snúa að vottun losunarskýrslna og samanlagða losun. Með breytingunum þarf vottunaraðili nú að sannprófa upplýsingar um samanlagða losun skipafélaga.Einnig skal gefin út vottunarskýrsla. Framkvæmdastjórnin hefur umboð til þess að bæta við reglugerð þessa hvað varðar vottun á samanlagðri losun, vottunaraðferðir, verklag við vottun og vottunarskýrslur í samræmi við 23 gr.Við 14. gr. bætist við 4. mgr. er snýr að vottun heildarlosunar niður á skip bætist sem er eftirfarandi: Vottunaraðili þarf að athuga heilleika í gagnaskilum rekstraraðila ásamt samræmi gagna við upplýsingar frá rekstraraðila. Þetta gildir einnig um vottaðar losunarskýrslur rekstraraðila niður á skip, sbr. 11. gr.Enn fremur bætist 6. mgr. við 15. gr. er varðar vottun á heildarlosun en þar kemur fram að bæði vottunaraðili og rekstraraðili skuli fylgja þeim reglum sem framkvæmdastjórnin setur um vottun í 6. mgr. 13. gr. Vottunaraðili getur ekki vottað bæði losunarskýrslur og skýrsluna, sem vitnað er í í 2. mgr. 11. gr., fyrir hvert skip sem rekstraraðili hefur í umsjá.10. Viðurlög
Ef til þess kemur að skip sinnir ekki skuldbindingum sínum varðandi skil á vöktunaráætlunum og skýrsluskilum í tvö tímabil í röð, og aðrar eftirfylgni ráðstafanir hafa ekki borið árangur, getur lögbært stjórnvald í því ríki þar sem skipið landar gefið út brottvísun, sbr. 3. mgr. 20. gr. Þetta er þó aðeins gert eftir að rekstraraðili hefur fengið tækifæri til að andmæla þeirri ráðstöfun. Framkvæmdastjórnin, siglingaöryggisstofnun Evrópu, fánaríki skipsins og önnur aðildarríki fá að vita af brottvísuninni. Með brottvísun er átt við að skipið getur ekki landað annars staðar en í höfn í fánalandi sínu uns það hefur uppfyllt skuldbindingar um skýrsluskil og vöktunaráætlanir í samræmi við 11. og 18. gr. reglugerðar þessarar. Öðrum aðildarríkum, að undanskildum fána ríki skipsins, er heimilt að banna téðum skipum að landa hjá sér. Ef að skip, sem hefur hlotið brottvísun samkvæmt ákvæðinu, flaggar fána aðildarríkis og landar þar, getur ríkið  kyrrsett skipið en rekstraraðili fær tækifæri til að koma sínum málflutningi áleiðis. Þegar rekstraraðili hefur mætt skuldbindingum sínum er snúa að vottun og gagnaskilum er það staðfest með skjali sem er skilað til þess lögbæra stjórnvalds sem kyrrsetti skipið.Þessi málsgrein er birt með fyrirvara um alþjóðlegar siglingareglur sem gilda varðandi skip í neyð.11. Áhrif innleiðingar, endurskoðun og breytingar á kerfinu Framkvæmdastjórnin skal annað hvert ár meta heildar áhrif innleiðingar skipaflutninga  á loftslag, þar á meðal losun eða áhrif annarra gróðurhúsalofttegunda en CO2 og smáagna (svifryks) sem hafa áhrif á hnattræna hlýnun og  falla ekki undir þessa reglugerð sbr. gr. 21. 5. mgr.Nýrri 22. gr. a er bætt við varðandi endurskoðun.Framkvæmdastjórnin skal, eigi síðar en 31. desember 2024, endurskoða þessa reglugerð, m.a. í þeim tilgangi að meta áhrif af áhrif þess að fella skip á bilinu 400-5.000 brúttótonn innkomu skipa innan gildissviðs þessarar reglugerðar með það fyrir augum að fella slík skip mögulega í kjölfarið undir gildissvið tilskipunar 2003/87/EB um viðskiptaekerfi ESB ETS eða að leggja til aðrar ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá slíkum skipum. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Áhrif fyrir hið opinbera:
Umfang verkefnanna er óljóst þar sem ekki liggur fyrir hversu mörg skipafélög og skip munu tilheyra Íslandi skv. viðskiptakerfi ETS og reglugerð þessari. Þar sem skýrsluskil eiga við um hvert skip en ekki skipafélag, getur komið til þess að opinber stjórnsýsla og verkefni hins opinbera verði misjafnlega umfangsmikil eftir því hversu mörg skip falla undir kerfið sem heyra undir umsjón Íslands.
Ljóst er að skýrsluskil og yfirferð samkvæmt reglugerð þessari verður á sama tíma og fyrir aðra atvinnustarfsemi sem fellur undir viðskiptakerfið. Bætast þar við skýrslur og önnur skil með tilheyrandi auknu álagi á tilteknum tímabilum.
Mögulega væri þörf á að óska eftir að rekstraraðilar skili losunarskýrslum 28. febrúar, líkt og reglugerðin veitir heimild fyrir, til að dreifa álagi í tengslum við framfylgni kerfisins.
Áhrif fyrir rekstraraðila:
Innleiðing reglugerðarinnar mun hafa í för með sér ný verkefni og umsýslukostnað fyrir skipafélög sem koma til með að falla undir kerfið. Farþega og flutningaskip eru nú þegar hluti af kerfinu, en við það bætast við ný verkefni er varða gagnaskil eftirlitsaðila og flækjustig eykst vegna þar sem gerðin fer fram á vottun og gagnaskil er snýr að fleiri lofttegundum.

Stuttur tími verður frá birtingu lista yfir þau skip sem tilheyra hverju ríki og fyrir leiðbeiningar um vöktunaraðferðir fyrir aðrar gróðurhúsalofttegundir, þar til skipafélög skulu skila inn vöktunaráætlun. Því verður sérstaklega mikilvægt að gera ráð fyrir stöðugildum í undirbúning og samskipti vegna innleiðingu reglugerðarinnar og að hefja samráð við skipafélög fyrr en síður.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32023R0957
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 130, 16.5.2023, p. 105
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur